Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 10
28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR MATVÆLI Hlaðborði þar sem gest- um og gangandi gefst kostur á að bragða á uppskeru Grasagarðs Reykjavíkur verður slegið upp í Grasagarðinum í dag. Árleg upp- skeruhátið Garðsins hefst klukk- an eitt, en til klukkan þrjú verður í garðinum fræðsla um matjurta- ræktun og hlaðborðið svo uppi til klukkan fimm. Fram kemur í tilkynningu að nytjajurtagarðurinn hafi verið opnaður árið 2000 og á hverju sumri séu ræktaðar ýmiss konar matjurtir, bæði gamalkunnar og nýjar tegundir. „Í sumar eru í ræktun um 76 tegundir og yrki matjurta þar á meðal hvítlaukur, rósakál, garðertur, klettasalat, spergilkál, hnúðkál og stilkbeðja. Fjölmargar krydd- og lækninga- jurtir eru einnig ræktaðar og á hverju sumri bætast við nýjar tegundir,“ segir þar. ■ Laxeldi eykst um helming Búist er við 45 prósenta heildaraukningu í fiskeldi milli ára. Búist er við meira en helmingsaukningu í laxeldi frá því í fyrra. Enn eru miklar væntingar til þorskeldis sem þó er enn á þróunarstigi. Gert er ráð fyrir ríflega tvö-földun í framleiðslu á eldis- laxi milli ára og um 45 prósenta heildaraukningu í fiskeldi hér á landi, samkvæmt tölum Lands- sambands fiskeldisstöðva. Þá er einnig gert ráð fyrir stóraukningu í þorskeldi. Í fyrra var slátrað 375 tonnum en gert er ráð fyrir að þau verði um 800 í ár. Fiskeldisstöðv- ar í rekstri eru á milli 60 og 70 talsins á öllu landinu, samkvæmt tölum frá Veiðimálastjóra og Fiskistofu. Verndartollar ESB Laxeldi er sagt „komið á fullan skrið“ hér á landi og svo hefur verið aukning í þorski og bleikju. Þorskeldið snýst enn að megninu til um áframeldi smáfisks sem al- inn er í kvíum og svo slátrað, en stefnt er að því að auka hlutfall seyðaeldis, sem þá er nefnt aleldi. Með því er vonast til að dragi úr framleiðslusveiflum sem átt geta sér stað á milli ára. Þá hafa mark- aðir fyrir bleikju verið að stækka og ágætt verð fengist fyrir afurð- irnar. Nýtilkomnir verndartollar Evrópusambandsins á eldislaxi gætu þó sett strik í reikninginn hér ef áframhald verður á slíkum aðgerðum. Norðmenn og Færeyj- ar fá sérstakan kvóta til samræm- is við útflutning ríkjanna undan- farin þrjú ár en önnur ríki sam- eiginlegan kvóta upp á 22.850 tonn. Þar erum við með Banda- ríkjunum, Kanada og Rússlandi. Ekki er þó búist við að kvótinn hafi mikil áhrif að sinni svo fremi sem gætt verði að réttri tollskrán- ingu á villtum fiski frá Kanada og Alaska. Fari svo að útflutningur á villtum laxi frá þeim löndum Hefur þú séð DV í dag? Solla seldi Grænan kost og yngdi uppSolla á Grænum kosti stendur á krossgötum. Hún lenti í veikindumsem héldu henni frá vinnu í marga mánuði og ákvað hún í kjölfar-ið að selja Grænan kost. Nú er hún komin með ungan mann upp áarminn og segir framtíðina blasa við sér. Í opinskáu viðtali við DVsegir hún alla sólarsöguna – um fortíðina, fyrirtækið og nýtt ogbetra líf með nýjum manni.. Bls. 34-35 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 192. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 ] VERÐ KR. 295 Þrír menn Tvö börn Nýtt líf Snæfríður vannMarco fær ekkidóttur þeirra Bls. 63 Valdís á OmegaUpplifði myrkustumartröð kvenna Bls. 16 D V- m yn d H ar i Upplifði verstu martröð kvenna RÆKTUN Í GRASAGARÐINUM Í nytjajurtagarði Grasagarðs Reykjavíkur er ræktaður fjöldi matjurta, bæði gamalkunn- ar og nýjar tegundir. Grasagarður Reykjavíkur: Hlaðborði slegið upp ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON, BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING FISKELDI EYKST MIKIÐ Á MILLI ÁRA ÞORSKELDI Þorskeldi Eskju við Hólmanes í mynni Eskifjarðar. Gert er ráð fyrir töluverðri aukningu í þorskeldi hér við land, en eldið er enn sem komið er á þróunar. FISKELDI Á ÍSLANDI - FRAMLEIÐSLA Í TONNUM 2004* 2003 2002 2001 2000 1999 Lax 9.100 4.500 1.471 2.645 3.370 3.003 Bleikja 2.460 1.880 1.540 1.320 1.364 850 Regnbogi 100 100 248 105 95 70 Lúða 150 95 120 93 30 13 Sandhverfa 100 32 9 3 0 0 Barri 0 0 3 20 20 15 Sæeyra 4 6 24 23 15 8 Þorskur** 800 375 205 70 11 0 Samtals 12.714 6.988 3.620 4.279 4.905 3.959 *Áætlaðar tölur ** Slátrað Heimild: Landssamband fiskeldisstöðva FISKELDI „Annað hvort er að verða stór eða deyja,“ segir Jónatan Þórðarson, framkvæmdastjóri Sil- ungs ehf. á Stóru-Vatns- leysu í Vogum, um hvern- ig standa ber að bleikju- eldi. Starfsemi Silungs hefur vaxið hröðum skrefum síðustu ár. Fisk- urinn er seldur til Banda- ríkjanna og sendur þang- að í flugfrakt. Jónatan segir fyrirtæk- ið hafa mest náð 1.100 tonna fram- leiðslu á ári en stefnt sé á um 1.500 tonna framleiðslu. Útflutnings- verðmæti segir hann hafa farið upp undir 370 milljón- ir króna en stefnt sé á að verðmætið liggi á bilinu 500 til 600 milljónir króna. „Við höfum verið með á bil- inu 18 til 25 starfsmenn, eftir því hvernig staðið hef- ur á,“ segir hann. Fyrirtækið er 14 ára gamalt en kippur kom í starfsemina fyrir um fjór- um árum þegar markaðir náðust í Bandaríkjunum. Síðan þá segir Jónatan vöxtinn í fyrirtækinu hafa verið nálægt 50 prósentum á milli ára. Jónatan lærði fiskeldi í Noregi og sér- hæfði sig í bleikjueldi. „Á þeim tíma var öll áhersla á laxinn þar og strax ljóst að Ísland ætti varla upp á pallborðið í þeirri sam- keppni. Ég tók því þann pól í hæð- ina að einbeita mér að bleikjunni og byrjaði smátt. Við höfum svo fetað okkur áfram og smástækk- að við okkur. Þetta var varla til sem markaðsvara þegar ég byrj- aði og hefur á þessum árum farið úr núllinu upp í um milljarð á ári,“ segir Jónatan og bætir við að eftirspurn eftir fiski sé meiri en svo að fyrirtækið nái að anna henni. ■ Bleikjueldi á Vatnsleysu: Val um að stækka eða deyja JÓNATAN ÞÓRÐARSON Framkvæmdastjóri Silungs ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.