Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 12
12 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR SLAPPAÐ AF Rússneski dýfingakappinn Dimítrí Dobroskok sést hér við keppni í dýfingum af tíu metra palli á Ólympíuleikunum í Aþenu. Af myndinni að dæma virðist hann fara niður í mestu makindum. Tryggingastofnun og tannlæknar: Beingreiðslur hafa tvöfaldast HEILBRIGÐISMÁL Beingreiðslur Tryggingastofnunar til tannlækna hafa aukist hratt á síðustu árum. Á síðustu fimm til sex árum hafa þær tvöfaldast. Á síðasta ári greiddi TR í fyrsta sinn meira en helming af öllum greiðslum sín- um vegna tannlækninga beint til tannlækna, að því er fram kemur á vefsíðu TR. Að sögn Reynis Jónssonar yfir- tryggingatannlæknis hefur TR hvatt tannlækna, eins og lækna og stjórnendur lyfjaverslana, til að krefja Tryggingastofnun beint um greiðslu á hluta trygginganna í kostnaði og innheimta þá aðeins af sjúklingum þann hluta reikn- ings sem þeim ber að greiða. Reynir segir ánægju ríkjandi með viðbrögð tannlækna við þeirri ósk að spara fólki sporin og fara fram á beingreiðslu frá Trygginga- stofnun. Stefnan sé sú að veita viðskiptavinum sem besta og skil- virkasta þjónustu. Liður í þeirri viðleitni sé að greiða tannlækna- reikninga beint til tannlækna til að spara tryggðum einstaklingum umstang við að sækja hlut trygg- inganna til Tryggingastofnunar eða umboða hennar. ■ Sýknaður af mann- drápi af gáleysi Þjóðverji var sýknaður af manndrápi af gáleysi þegar hann ók ölvaður og velti bíl á Krísuvíkur- vegi í lok júlí síðastliðins. Vinnufélagi mannsins lést af áverkum sem hann hlaut í slysinu. Þótti dómnum leika vafi á að maðurinn hefði sýnt af sér slíkt gáleysi að það nægði til sakfellingar. DÓMSMÁL Fjörutíu og fjögurra ára Þjóðverji var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af mann- drápi af gáleysi þegar hann ók ölvaður og velti bíl á Krísuvíkur- vegi þann 24. júlí síðastliðinn. Einn farþeganna í bíln- um lést af áverk- um sínum fimm sólarhringum eft- ir slysið. Bílstjór- inn var sakfelldur fyrir ölvunarakst- ur og sviptur öku- réttindum í sex mánuði. Farbann sem Þjóðverjinn var úrskurðaður í skömmu eftir slysið rann út í gær. Þegar dóm- urinn var kveðinn upp vildi ákæruvaldið fá það stað- fest hjá manninum að verjanda hans yrði heimilt að taka við áfrýjun ef til hennar kæmi. Þjóð- verjanum var einnig gert að greiða sextíu þúsund króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna ella sæta fjórtán daga fangelsi. Hon- um var einnig gert að greiða fjórðung málsvarnarlauna verj- anda síns. „Ég er ánægður með að hann skuli vera sýknaður af manndrápi af gáleysi. Það var ekki hjá því komist að hann fengi sekt fyrir ölvunarakstur og sviptingu öku- leyfis, það lá fyrir,“ segir Hilmar Ingimundarson, verjandi Þjóð- verjans, um dóminn. Hilmar segir mikinn létti fyrir skjólstæðing sinn að vera ekki dæmdur fyrir að vera valdur að dauða samstarfs- manns síns. Í dómnum segir: „Þótt sú hátt- semi ákærða að aka undir áhrif- um áfengis sé bæði refsiverð og ámælisverð verður eigi sakfellt fyrir manndráp af gáleysi fyrir það eitt og sér. Til þarf að koma sönnun um beint orsakasamband milli þess ástands ákærða að vera undir áhrifum áfengis, slyssins og afleiðinga þess þannig að rekja megi slysið til þessa ástands ákærða.“ Þykir leika vafi á að hann hafi sýnt af sér slíkt gáleysi við akstur þegar slysið varð að það nægi til að dæma hann fyrir manndráp af gáleysi. Litið er til þess að ekkert bendi til of hraðs aksturs heldur virðist sem hann hafi misst vald á bílnum í beygju. Þar var lausamöl og aðstæður erf- iðar og ökumaðurinn var óvanur þeim aðstæðum. Allir vafi kom Þjóðverjanum í hag. hrs@frettabladid.is Alríkisdómstóll: Bannað að eyða fóstri BANDARÍKIN, AP Bandarískur alríkis- dómari hefur úrskurðað að bann við fóstureyðingum, sem var lögbundið í Bandaríkjunum í nóvember síðast- liðnum, brjóti á stjórnarskrá landsins því það gerir ekki ráð fyrir fóstureyð- ingu ef heilsa konunnar er í tvísýnu. Dómsins hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Í rökstuðningi sínum sagði dómarinn að hæstiréttur hefði tekið af öll tvímæli um það að bann gegn fóstureyðingum yrði að fela í sér undantekningar af heil- brigðisástæðum. Dómari í San Francisco hafði þegar úrskurðað bannið ólöglegt en tveir aðrir dómar- ar eiga eftir að kveða upp úrskurð. ■ ,,Hilmar segir mik- inn létti fyr- ir skjól- stæðing sinn að vera ekki dæmdur fyrir að vera valdur að dauða samstarfs- manns síns. UTANRÍKISRÁÐHERRA Leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að koma samstarfi og samráði Norður- landa og Eystrasaltsríkjanna í fastari og skilvirkari skorður. Utanríkisráðherrar: Samstarfið í fastar skorður UTANRÍKISMÁL Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að koma samstarfi og samráði Norður- landa og Eystrasaltsríkjanna í fastari og skilvirkari skorður, ekki síst hvað varðar skoðana- skipti um viðeigandi málefni Evr- ópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kom fram í máli Halldórs á árlegum samráðsfundi utanrík- isráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Palanga í Litháen. Á fundinum var meðal annars fjallað um sameiginleg hagsmunamál ríkjanna og al- þjóðamál sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir. ■ Áhrif hlýindasumars: Kjötfönn horfin úr Esju VEÐURFAR Snjó hefur í sumar tekið upp í Esjuhlíðum á stöðum þar sem afar fátítt er að það gerist og er snjór með öllu horfinn úr suð- urhlíðum fjallsins fjórða árið í röð. „Þetta gerðist líka árið 1999, en þar áður hafði fönn líklega ekki tekið upp í Gunnlaugsskarði hér sunnan megin síðan árið 1964,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir fyrst vitað til að fönn hafi tekið upp í Gunnlaugsskarði árið 1929 en það hafi endurtekið sig oft á hlýju ár- unum á fjórða áratugnum. Gísli Þórðarson, áhugamaður um göngur í Esju, segir fönn nú hafa tekið upp innst í Blikdal í vestanverðu fjallinu þar sem heit- ir Kjötfönn. Sagnir eru um fannir sem sjaldan tekur upp. Ein slík segir að taki upp fönn í Hrútagili í norðurhlíðunum fylgi harður vet- ur. Gísli segir þó draga úr þjóð- trúnni að þá fönn hafi tekið upp 1939 og ágætur vetur fylgt á eftir. Páll Bergþórsson telur að rekja megi trúna á að harður vetur fylgi góðu sumri aftur til 1880 þegar gott sumar var á undan miklum frostavetri. „Á kuldatímum getur verið að komi hlý sumur þó hörkur séu og kuldar norður í höfum. En ef sjór er mjög hlýr norðurundan, eins og núna, þá eru nær engar líkur á að slíkar spár gangi eftir.“ Jón Magnússon lögmaður telur að í sumar hafi fönn horfið úr Esju- hlíðum rúmum mánuði fyrr en venjulega. Hann segir þó smáræði enn í norðurhlíðum fjallsins. ■ TANNLÆKNAR Beingreiðslur Tryggingastofnunar til tann- lækna hafa tvöfaldast á síðustu fimm til sex árum. BLIKDALUR Í VESTANVERÐRI ESJU Á svonefndum Fossurðum í Blikdal er alla jafna stórfönn sem kallast Kjötfönn og tekur nær aldrei upp. Nú ber svo við að allur snjór er úr Blikdal. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ÍS LI Þ Ó RÐ AR SO N SÝKNAÐUR AF MANNDRÁPI AF GÁLEYSI Dómnum þótti leika vafi á að Þjóðverjinn hefði sýnt af sér slíkt gáleysi að það nægði til sakfellingar. Aðstæður hefðu verið erfiðar þar sem slysið varð og ekkert benti til of hraðs aksturs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.