Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 24
Þótt enn sé sumar fer að líða að því að hyggi- legt sé að kanna ástand vetrardekkjanna. Það er alltaf óheppilegt að vera í hópi þeirra sem fylla dekkjaverkstæðin fyrsta hálkudaginn. [ TRYLLITÆKI VIKUNNAR ] Harley-Davidson Tryllitæki vikunnar er íslenskur Harley- Davidson árgerð 2003. Hjólið er sér- smíðað hér á Íslandi svo það er eigin- lega íslenskt „custom“-hjól. Björgvin Ólafsson, eigandi og hönnuður hjóls- ins, keypti grindina fyrir sjö árum en það var Hardtail-grind, sérsmíðuð í Sví- þjóð. Hann safnaði síðan hlutunum stykki fyrir stykki þangað til árið 2003 þegar hjólið var loks sett saman af fé- laga Björgvins og pabba hans. Annar félagi Björgvins sá svo um að sprauta hjólið. Það er erfitt að segja til um hversu mörg hestöfl hjólið er en Björg- vin segir ekkert vafamál að hestöflin séu nægilega mörg. Hjólið er hins veg- ar 1600 cc, með 45 gráðu stýrisháls og vegur 190 kg. Verðmiðinn á hjólinu er um fjórar milljónir en það er ekki til sölu. Björgvin kaus að gera hjólið svona því þá er það hans hönnun og hjólið einstakt í sinni röð. „Ég hef ekki átt bíl síðan 1987. Málið er að ég er eng- inn bílakall,“ segir Birgir Þór Bragason hlæjandi þegar hann er spurður um helstu kosti eigin bifreið- ar. Birgir Þór er þekktur fyrir sinn Mótorsportþátt á Sýn og svarið kemur vissulega á óvart. En hvaða kostum þyrfti þá draumabíllinn hans að vera búinn? „Ef ég ætti að fá mér bíl vildi ég að hann liti ekki út fyrir að vera neitt sérstakur en væri leikfang sem ég gæti notað á viðeigandi svæðum,“ segir hann. Þar með er hann kominn í hálfgerða draumaveröld því hér á landi segir hann ekkert slíkt leiksvæði. Áfram með drauminn: „Bíllinn verður að vera aflmikill og með alvöru togkraft í vélinni – ekki bara hestöfl. Það verður að vera gott fjöðrunarkerfi og súperbremsur, þannig að bíllinn hemli örugglega alltaf á öllum fjór- um hjólunum. Ég vil ekki sjá ABS. Það er stórhættu- legt apparat, sérstaklega hér á Íslandi.“ Birgir veit alveg um svona bíl. Hann heitir Volvo 850 R – station. „Reyndar held ég að hætt sé að fram- leiða hann en það skiptir ekki öllu máli. Hann var fyrst búinn til árið 1997 og notaður af Volvo-verk- smiðjunum til að keppa í kappakstri bíla sem líta út eins og venjulegir bílar. Síðan var hann framleiddur í nokkur ár og seldur til almennings. Þetta er alger þota en það sést ekki á honum,“ segir Birgir og til þess að fullkomna feluleikinn kveðst hann mundu fá sér flókahatt áður en hann settist undir stýri! ■ Birgir Þór veit alveg hvernig bíl hann vill þótt hann hafi ekki átt neinn í 17 ár. Draumabifreiðin: Alger þota þótt það sjáist ekki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Volvo 850 R var framleiddur til að keppa í kappakstri bíla sem líta út eins og venjulegir bílar. Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 „Ertu að koma?“ „Já, elskan mín góða alveg hreint á mínútunni. Ha - ertu í nýjum bíl? Alveg ertu ágætur, já, agalega sætur að ætla að bjóða mér, það er alveg hreint í stíl. Og ef að það snjóar, þá eru til nógar keðjur, sem að koma okkur óhultum alla leið. Elskan hann Dóri minn sterki og stóri hann stýrir svo vel, þótt gatan sé ekki greið. Ó, þarna er hann, já flott skal það vera, Fordinn módel 19 hundruð og ég veit ekki hvað. Upp í hann stíg ég. Á ástarvængjum flýg ég upp í Mosfellssveit í ævintýraleit. Með handtösku stóra ég hallast að Dóra. Æ, gormurinn í framsætinu stakk mig á versta stað. Það er nú svona að þreyja og vona en þetta lagast allt, Dóri minn sér um það. Keðjan er slitin, það skellur í bílnum. Skríddu undir bílinn, Dóri, greyið mitt flýttu þér. Ó, je minn góður, ertu alveg óður, þarna reifstu sokkinn minn, álfurinn þinn. Ég fer aldrei út með þér aftur, nei það sver ég. Ég hef aldrei á ævi minni ekið með slíkum draug. Ó, núna springur og í honum syngur; á endanum hann stingst oní moldar- haug.“ Lag: Holmes Texti: Jón Sigurðsson [ BÍLAVÍSAN ] BÍLAVÍSUR Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.