Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 25
3LAUGARDAGUR 28. ágúst 2004 Nýr Fiat-borgarbíll: Með nútímalegri útfærslu Bílaframleiðandinn Fiat hyggst nú kynna nýjan og snaggaraleg- an borgarbíl fyrir heimsmark- aðinn. 41 ár er síðan Fiat sendi frá sér hinn vinsæla 500 borgar- bíl og spurning hvort þessi nýi veki jafn mikla lukku. Nýi bíllinn heitir 500 Abarth og byggir á klassískum stefum í hönnun Fiat en er samt með nú- tímalegri útfærslu. Bílnum er ætlað að leysa smábílinn Seicento af hólmi. Leynd hvílir yfir Abarth en mun Fiat notast við margt frá Panda-bílnum. Líklegast er að bíllinn verði sett- ur saman í verksmiðju Fiat í Póllandi. ■ Mótorhjól: Eldri en bílar Mótorhjól er eldri uppfinning en bíllinn ef miðað er við farartæki knúin sprengihreyfli sem geng- ur fyrir bensíni. Gottlieb Daim- ler smíðaði tveggja hjóla vélhjól árið 1885 og Karl Friedrich Benz vélknúið þríhjól sama ár. Fyrsta vélhjólið sem vitað er um að hafi komið til Íslands kom árið 1905 ári á eftir fyrsta bíln- um. Vélaverkfræðingurinn Þor- kell Þ. Clementz var fyrsti mót- orhjólamaður landsins og flutti hjólið inn. Hann sótti síðar um einka- leyfi á vörumerkinu ELG fyrir mótorhjól sem hann ætlaði að selja. Lítið annað er vitað um þetta mótorhjól og af því er eng- in mynd til. ■ Gamli Fiat-borgarbíllinn sló rækilega í gegn fyrir rúmlega fjörutíu árum. Fyrsta hjólið kom til landsins 1905. Kia Sportage: Nýr bíll í nóvember Hinn vinsæli Kia Sportage jepp- lingur hefur ekki verið fáanlegur nýr síðan árið 2002. Þessi bíll kom fyrst á markað 1993 og er mest seldi Kia-bíllinn frá upphafi en alls seldust 568.720 eintök. Aðdáendur Sportage geta nú tekið gleði sína því ný og endur- hönnuð útgáfa bílsins er væntan- leg í nóvember. Bílnum er ætlað að keppa við jepplinga á borð við Toyota RAV4 og Honda CR-V. Bíllinn verður fáanlegur með bæði 2 lítra og 2,7 lítra V6 bensín- vélum og tveggja lítra dísilvél. Báðir 2 lítra bílarnir verða fáan- legir bæði beinskiptir og sjálf- skiptir en 2,7 lítra útgáfan verður eingöngu fáanleg sjálfskipt. Kia-verksmiðjurnar voru stofnaðar árið 1944 og eru því 60 ára í ár og er Kia elsti bílafram- leiðandi í Kóreu. ■ Hekla hefur hafið sölu á nýjum Audi A6 lúxusbifreiðum. Útlit bílsins byggir á hinu sí- gilda sportlega útliti Audi-bíl- anna. Hann er afar rennilegur og útlínur hliða sveigjast inn á við að ofanverðu og færa bílnum öllum mjög öflugt útlit þannig að hann ber með sér kraft og snerpu. Mið- hluta vélarhlífarinnar hefur verið lyft til að undirstrika vélarkraft- inn og öfluga gerð hins nýja Audi A6. Heilsteypt vatnskassagrindin með nýja Audi-laginu sýnir einnig að A6 er fulltrúi nýjustu kynslóð- ar Audi-bíla. Akstursljósin eru einnig gott dæmi um háþróaða tækni og A6 er fyrstur Audi-bíla sem hægt er að panta með sveigj- anlegum akstursljósum sem leiða ökumanninn gegnum beygjur. Hægt er að velja um fimm vél- ar, þrjár bensínvélar og tvær dísilvélar af TDI- gerð. Bílarnir eru ýmist með framhjóladrifi eða quattro-sídrifi á öllum hjólum. Farþegar eru sérstaklega vel varðir við árekstur í þessum bíl. Skrokkurinn er mjög öflugur, bú- inn sérstökum krumpusvæðum og mjög stöðugum ramma. Loftpúðar eru bæði að framan og aftan auk þess sem loftpúðar til varnar höfði eru í hliðum bílsins. Þeir tryggja öryggi bæði ökumanna og farþega og veita þeim úrvalsvörn. Audi A6 kostar frá 4.750.000 krónum. ■ Nýi Audi A6 bíllinn er einstaklega rennilegur og fallegur. Nýr Audi A6: Fallegur og kröftugur Kia Sportage er nú væntanlegur í nýrri útgáfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.