Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 35
VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS LAUGARDAGUR 28. ágúst 2004 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 55 80 08 /2 00 4 Þú færð 2.000 kr. gjafaávísun í Debenhams þegar þú verslar fyrir 10.000 kr. eða meira í barnadeild. Tilboðið gildir til og með 25. ágúst. Glaðningur fylgir kaupum í barnadeild. E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. TILBOÐ sem klæðir börninNútímafjölskyldanHvað þýðir hugtakið fjölskylda og hvað er fjölskyldumeðferð? SVAR: Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á fjöl- skyldustofnuninni. Gerð hennar, samsetning, stærð, verkefni og hlutverk hafa gjörbreyst. Þannig er ekki lengur hægt að tala um fjölskylduna. Til eru svokallaðar kjarnafjölskyldur, einforeldris- og stjúpfjölskyldur og svo fram- vegis. Sambúð/hjónabönd eru ým- ist staðfest eða lausbundin, með og án barna, sam- eða gagnkyn- hneigð og svo framvegis. Sambúðarformum fjölgar og talað er um sambúð, sérbúð, fjar- búð, ungbúð og jafnvel æfinga- búð, því fólk býr tengsl sín í breytilegan búning og steypir sér ekki endilega lengur saman í ein- hver fyrirfram gefin form. Ákvörðun um lífsform er tekin eftir aðstæðum, meðal annars öðrum fjölskylduhögum og marg- víslegum hagsmunum. Þannig er eðli tengsla orðið mjög fjölbreyti- legt og lífshættir sömuleiðis. Stundum eru það einmitt þess- ar umbreytingar sem kalla á fag- lega aðstoð, eins og fjölskyldu- meðferð, eða ráðgjöf. Nýleg skilgreining á fjölskyldu endurspeglar því líka mikla vídd og breytileika sem flestir með- ferðaraðilar taka mið af í starfi sínu, nálgun og aðferðum með einu eða öðru móti: Gagnkvæm hollusta Fjölskylda er hópur einstak- linga sem á sameiginlegt heimili þar sem þeir deila saman tóm- stundum, hvíld, tilfinningum, efnahag, ábyrgð og verkefnum. Meðlimirnir eru oftast fullorðnar manneskjur af báðum kynjum eða einstaklingur, ásamt barni eða börnum (þeirra). Þau eru skuld- bundin hvert öðru í siðferðilegri, gagnkvæmri hollustu. Fjölskyldumeðferð er skil- greind sem meðferð þar sem tek- ið er mið af áhrifamætti fjöl- skylduheildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Þessi skilgreining byggist á hugmynd- inni um fjölskyldu sem kerfi og vitund um að líðan einstakling- anna og breytingar á þeim hafa áhrif á fjölskyldutengslin. Hver einstaklingur verður þess vegna fyrir áhrifum af því sem gerist í lífi annarra í sömu fjölskyldu eða tengslaneti. Þangað er hægt að sækja jákvæðan kraft og úrræði, en stundum þarf líka að gera ráð fyrir kröftum sem kunna að verka gegn settu meðferðarmarkmiði. Í þessari skilgreiningu er ekki fengist um að afmarka hverjir taka þátt í sjálfri meðferðarvinn- unni. Það getur jafnvel verið að- eins einn einstaklingur eða ákveðnar undirheildir, par/hjón, (stjúp)foreldrar, amma/afi, (stjúp/hálf)systskini og svo fram- vegis. Metið er eftir aðstæðum og í samráði hvenær og hvort ein- hverjir aðrir taka beinan þátt en sá sem sjálf/ur leitar til meðferð- araðila með sín persónulegu sam- skiptamál. Hvernig fer meðferð fram? Þegar leitað er aðstoðar með fjölskyldu- eða hjónavanda hjá fagaðila er tekin afstaða til þess hvort þörf sé fyrir ráðgjöf, ein- stök viðtöl eða lengri meðferðar- vinnu. Þetta fer eftir eðli vandans og hvernig skjólstæðingur og meðferðaraðili í sameiningu meta það hvernig skuli nálgast hann. Um getur verið að ræða upplýs- ingar, fræðslu, ráðgjöf, stuðning eða meðferð. Upplýsingar, fræðs- la og tímabundinn stuðningur eru oftast veitt í einstökum viðtölum og efnið er skýrt afmarkað. Oft eru gefin bein ráð og unnið með áþreifanleg verkefni. Í eiginlegri meðferðarvinnu er viðfangsefnið oftast flóknari til- finninga- og samskiptamál sem liggja dýpra og þarfnast því meira tíma og svigrúms auk þess að náið traust sé fyrir hendi í sam- vinnutengslunum. Innihald með- ferðarinnar fer eðlilega eftir frá- sögn skjólstæðingsins eða skjól- stæðinganna og þeim þemum sem líf þeirra snúast um. Þá er yfir- leitt unnið samkvæmt meðferðar- samningi þar sem skjólstæðingar og meðferðaraðili skuldbinda sig til að vinna saman í ákveðinn tímafjölda með ákveðnu millibili, oftast yfir ákveðið tímabil. Venju- legt er að vinna með vikulegum viðtölum en oft er beinlínis æski- legt að hafa mun lengra milli tíma. Algengt er að viðtöl með ein- um miðist við 50 mínútur en hjóna- eða fjölskylduviðtöl 60-75 mínútur. Hvað er hjónameðferð? Algengasta meðferðareiningin innan fjölskyldu er par eða hjón. Líkt og í öllum lækningum og meðferðarstarfi er markmiðið að efla heilbrigði þess sem fyrir er. Í því felst að vinna úr hindrunum, átökum, ósætti og sársauka þan- nig að tengslin verði heilbrigðari, sterkari og heilli. Sígild hjónameðferð er skil- greind sem meðferð á faglegum grunni með tvennd einstaklinga sem hafa myndað tilfinningasam- band sem hefur þróast í náin tengsl. Með vísuninni í hjón er þannig átt við par, óháð aldurs- eða kynsamsetningu, sem er í var- anlegu ástarsambandi og á sam- eiginlegan samastað, oftast lög- skráð heimili. Það er óháð því hvort undanfari sambúðar er lagaleg eða kirkjuleg gifting. Sambúðin getur líka verið í formi sérbúðar eða fjarbúðar, það er parið haldi heimili á tveimur stöð- um, nær eða fjær. Litið er á óstarfhæfni sam- bandsins sem teikn um tíma- bundna og eðlilega erfiðleika, tog- streitu, lausnaþurrð, efasemdir eða þroskakreppu (hjá einstak- lingi eða í sambandinu). Meðferð- araðili er hlutlaus gagnvart ein- staklingunum en hollusta hans er við hjónabandið og samband ein- staklinganna eða tengslin sem mynda það. Markmiðið er þannig að gera parsambandið starfhæft að nýju og öflugra en áður. Hverjir veita meðferðina? Flest fagfólk á sviði samskipta- fræða og sem starfar í heilbrigð- is-, félags-, eða skólakerfi getur tekið að sér að veita grunnupplýs- ingar um fjölskyldumál, uppeldis- mál og almenn samskiptamál. Þessir aðilar leiðbeina líka um hvar eða hjá hverjum öðrum er hægt að nálgast sértækari upplýs- ingar. Margir hafa sérhæft sig í fræðslu eða kennslu um sam- skiptamál. Þeir stýra oft hópstarfi þar sem er samþætt fræðsla, þjálfun og samræður og þeir halda fyrirlestra og námskeið. Þannig stuðla þeir að breytingum sem hafa oft meðferðaráhrif þótt það sé með óbeinum hætti. Al- menn ráðgjöf, hagnýt leiðsögn eða fræðsla felur ekki í sér með- ferðarábyrgð og krefst því ekki sambærilegrar þjálfunar Mun færri fagaðilar hafa þjálf- un og réttindi til að taka að sér meðferð. Til þess að hafa með- ferðarréttindi þarf fagaðili að hafa lokið háskólanámi á sviðinu og farið sjálfur gegnum meðferð- arferli til að öðlast innsæi, skiln- ing og tök á eigin tilfinningum og viðbrögðum. Einnig þarf hann að hafa starfað undir handleiðslu annars fagmanns á sviðinu í ákveðinn tíma og unnið fræðilegt verkefni um meðferðarvinnu. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félags- ráðgjöf við HÍ. Á Vísindavefnum verður heim- ildaskrá birt með svarinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.