Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 36
Í ræðu sinni á Hólahátið fyrr í þessum mánuði minntist Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumála- ráðherra, á starfsstétt sem er til- tölulega ný af nálinni í íslensku samfélagi og lítið hefur verið fjall- að um. Þetta eru svokallaðir al- mannatenglar, sem stundum eru einnig kallaðir spunameistarar, en um þá sagði dómsmálaráðherra orðrétt þetta: „Spunameistarar í þjónustu þeirra, sem vilja slá ryki í augu fólks með áróðri, leitast við að færa fréttnæman viðburð í gott ljós fyrir umbjóðanda sinn og í óhag andstæðingi hans.“ Orð Björns eru merkileg fyrir margt. Forvitnilegt væri að vita um hverja hann var að tala en að- spurður eftir ræðuna neitaði Björn að upplýsa það. Óháð því við hverja hann á fangar Björn með orðunum þá ört vaxandi tilhneig- ingu að þeir aðilar sem vilja koma sínu á framfæri í fjölmiðlum notist við milligönguaðila við starfann. Það er því ekki síður athyglisvert að velta fyrir sér hlutverki þeirrar starfsstéttar, hvort sem það eru réttir og sléttir almannatengsla- ráðgjafar eða spunameistarar. Spunameistarar þekktir í öðrum löndum Spunameistari er íslensk þýðing á enska hugtakinu „spin doctor“ sem er notað um almannatengla sem starfa fyrir fyrirtæki og ekki síður stjórnmálaflokka. Spunameistar- arnir vinna oftar en ekki bak við tjöldin, eiga sína trúnaðarmenn inni á fjölmiðlum og reyna að stýra upplýsingastreyminu til þeirra á þann veg að skjólstæðingar þeirra fái sem jákvæðasta umfjöllun, jafnvel þótt sannleikanum sé hliðr- að til á köflum. Það er þó alls ekki svo að allir almannatenglar séu spunameistar- ar heldur er sá stimpill gjarnan settur á þá sem þykja koma óheið- arlega fram gagnvart fjölmiðlum. Margir spunameistarar eru þekkt- ir frá öðrum löndum, en hér á landi hefur það ekki tíðkast að stjórn- málaleiðtogar eigi sér slíka áber- andi málsvara. Þó gæti það farið að breytast með aukinni tilhneig- ingu til leiðtoga- eða valdsmanns- stjórnmála hér á landi þar sem vægi einstakra stjórnmálamanna verður stöðugt meira og meira inn- an stjórnmálaflokkanna á kostnað vilja meirihlutans. Margt af því efni sem birtist al- menningi í fjölmiðlum landsins er afrakstur lengra vinnuferlis sem unnið er bak við tjöldin af hags- munaaðilum og birtist ekki sam- hliða umfjölluninni. Þetta starf er í auknum mæli unnið af almanna- tenglum eða kynningarfullltrúum sem virka sem tengiliðir milli fyrirtækja, stofnana og einstak- linga og fólksins í landinu, og koma efni áfram til fjölmiðla. Þörfin fyrir slíka tengiliði, sem brúa bilið milli þeirra sem miðla og þeirra sem miðlað er til í fjölmiðlaum- fjölluninni, er sprottið upp vegna aukinnar sérfræðivæðingar í sam- félaginu. Almannatenglarnir fylgj- ast með beggja vegna borðsins og reyna að átta sig á sjónarmiðum hlutaðeigandi aðila og hjálpa þeim til við að skilja hvern annan í sí- breytilegu þjóðfélagi þar sem vægi fyrirtækja og beinna áhrifa þeirra á daglegt líf almennings eykst ár frá ári með frekari mark- aðsvæðingu. Hlutverk almannatengslaráðgjafans Almannatengslabransinn er til- tölulega ungur að árum hér á landi og er starf þessara milligönguaðila því nokkuð nýtt af nálinni og kannski lítt þekkt af bróðurparti almennings. Karl Pétur Jónsson rekur al- mannatengslafyrirtækið Inntak. Að sögn Karls snýst starf ráðgjafa í almannatengslum um að aðstoða fyrirtæki, stofnanir og einstak- linga í samskiptum sínum við al- menning. „Öllu skiptir fyrir fyrirtæki að samskipti þeirra við almenning séu jákvæð og uppbyggileg. Okkar starf er að leiðbeina stjórnendum fyrirtækja um samskipti við al- menning í gegnum fjölmiðla sem og eftir öðrum leiðum. Þetta þýðir að við leiðbeinum þeim um hvaða skilaboð fyrirtækið sendir almenn- ingi með orðum sínum og gjörðum. Það er algengt að stjórnendur fyrirtækja séu það uppteknir að þeir hafi takmarkaðan skilning á þankagangi almennings, það er sérfræðigrein að fylgjast með því. Við erum þarna úti með þreifar- ana, fylgjumst með öllu sem er að gerast í samfélaginu og reynum að setja okkar fyrirtæki í samband við helstu straumana. Almenning- ur er ekki einsleitur heldur merki- legt safn fjölbreyttra einstaklinga og hópa og því geta þessi sam- skipti orðið býsna snúin. Fjölmiðl- ar eru mjög góð leið til að ná til al- mennings því fjölmiðlar bæði end- urspegla almenning í öllum sínum fjölbreytileika og veita honum ráð um það hvernig best er að haga lífi sínu.“ Tvö dæmi Aðspurður um raunverulegt dæmi um verkefni sem fyrirtæki hans hefur tekið að sér nefnir Karl Pét- ur að fyrir nokkrum árum hafi ónefndur matvöruframleiðandi komið og spurt hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir hann því hann hafði eytt miklum fjárhæðum í auglýsingar og ekki náð viðunandi árangri. „Við töldum eðlilegt að fjölmiðl- ar fjölluðu í auknum mæli um vöru þessa viðskiptavinar, enda er hún heilnæm, góð og ódýr. Við réðum mjög færa manneskju til að búa til uppskriftir með umræddri mat- vöru. Svo buðum við fjölmiðlunum að birta uppskriftirnar, almenning- ur prófaði þær og keypti fyrir vik- ið meira af þessari heilnæmu og góðu vöru.“ Karl segir að frá því að mat- vöruframleiðandinn hóf að nálg- ast markaðinn á þennan hátt hafi fjölmiðlaumfjöllunin um fram- leiðsluna aukist til mikilla muna. „Umfjöllunin er nú mjög já- kvæð en markaðist áður talsvert af barlómi. Kúnninn sparar fé, auglýsir minna, selur meira og við búum til efni sem nýtist almenn- ingi.“ Karl Pétur tekur annað dæmi. „Það er Toyota Prius. Þarna er kominn fram bíll sem er ólíkur öðrum bílum því hann er bæði með rafmagnsvél og bensínvél. Raf- geymarnir nota umframorku sem verður til við akstur svo þetta er svona álíka fullkomin nýting á orku og í boði er. Við vildum senda út skilaboð til kúnnans sem fælu í sér góða ástæðu fyrir almenning til að íhuga kaup á þessum bíl. Besta ástæðan er að Toyota Prius eyðir ekki nema fjórum til fimm lítrum á hundraðið þrátt fyrir að vera fullvaxinn fjölskyldubíll. Einn hér í fyrirtækinu fékk þá hugmynd að láta á það reyna hvort Priusinn kæmist hringveginn á einum tanki. Starfsmenn Toyota fóru af stað og þeim tókst þetta, kláruðu hringinn í þarsíðustu viku. Þessi litla hugdetta vinnufélaga míns hefur skilað sér í mikilli fjöl- miðlaumfjöllun um þennan bíl. Það sem áður var auglýst er sett fram í umfjöllun þar sem varan er tekin fyrir í gegnum umfjöllunina.“ Almannatengslin og stjórnmál Þegar Karl Pétur er spurður um hlutverk almannatengslaráðgjafa í stjórnmálalífi landsins segir hann að enginn íslenskur stjórn- málamaðir hafi efni á að hafa al- mannatengslaráðgjafa í fullu starfi á bak við sig. „Þetta er þjónusta sem kostar peninga, er sambærileg við lög- fræðiþjónustu eða endurskoð- unarfyritæki. Stjórnmálamenn eiga að vera sínir eigin almanna- tengslaráðgjafar því þeirra hlut- verk er að stærstum hluta sam- skipti við almenning. Þeir eru í stanslausu návígi við almenning og kjörnir fulltrúar eiga að endur- spegla vilja hans. Einhverjir stjórnmálamenn ráða til sín al- mannatengslafyrirtæki fyrir prófkjör og svo ráða stóru flokk- arnir yfirleitt til sín ráðgjafa fyr- ir kosningar.“ En hvað segir Karl Pétur um þá almannatengslaráðgjafa sem færa í stílinn eða hreinlega ljúga að fjölmiðlum ef það hentar þeim? Þá sem mætti kalla spunameist- ara? „Það er allt í lagi mín vegna þótt einhver kalli þá almanna- tengslaráðgjafa, sem ljúga að fjöl- miðlum og almenningi, spuna- meistara. Í öllum samskiptum eru lygar mjög óhagkvæmar, því þær hafa þann eiginleika að koma í bakið á fólki. Almannatengsla- maður sem lýgur meðvitað að fjölmiðlum gerir það ekki mjög oft, því hann og viðskiptavinur hans missa fljótt traust fjölmiðla og að lokum traust almennings. Trúnaður okkar þarf að vera sá sami við fjölmiðla og hann er við viðskiptavini okkar. Ef viðskipta- vinur reynir að fá okkur til að miðla vafasömum upplýsingum til fjölmiðla höfnum við því. Gerist þetta ítrekað höfnum við frekari viðskiptum við viðkomandi. Öðru- vísi getum við ekki haldið trú- verðugleika okkar.“ Karl Pétur bendir á að hann og aðrir starfsmenn Inntaks vinni eftir ströngum siðareglum Al- mannatengslafélags Íslands. Þetta eru reglur sem félagið setti sér fyrir tveimur árum og hefur eng- inn félagsmaður verið kærður fyr- ir brot á þeim. Þess ber þó að geta að ekki eru allir almannatengsla- ráðgjafar landsins í félaginu. Auðvitað eru svartir sauðir í þessu fagi eins og öðrum,“ segir Karl Pétur. „Svörtu sauðirnir hafa hinsvegar tilhneigingu til að staldra stutt við í faginu. Ég er bjartsýnn á að þessi starfsgrein eigi sér mjög bjarta framtíð ef fólkið sem starfar að henni aðhyllist fyrst og fremst sannleikann og heiðarleika í sam- skiptum við almenning, fjölmiðla og viðskiptavini. ingi@frettabladid.is 24 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Margt af því efni sem birtist almenningi í fjölmiðlum landsins er afrakstur langrar og ítarlegrar vinnu almannatengslaráðgjafa. Bæði fyrirtæki og stjórnmálaflokkar nýta sér þessa þjónustu í sívaxandi mæli. Áróðursmeistarar okkar tíma INNTAKSMENN Fjalar Sigurðsson, Karl Pétur Jónsson framkvæmdastjóri og Páll Þorsteinsson á skrifstofu fyrirtækisins í miðbænum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.