Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 28. ágúst 2004 25 Það eru til mörg dæmi af fræg- um almannatenglum, hvort sem þeir ganga undir því nafni eða einhverju öðru. Einn sá allra frægasti er án efa Alastair Campbell sem starfaði fyrir Tony Blair frá 1994 til 2003. Campbell tilkynnti uppsögn sína í lok ágústmánaðar 2003 í kjöl- farið á hneykslimáli þar sem hann var vændur um, ásamt öðr- um breskum embættismönnum, að hafa breytt skýrslu ríkis- stjórnarinnar um gereyðingar- vopnaeign Íraka til að réttlæta innrásina í landið. Campbell hafði áður starfað í fjölmiðlum, fyrst sem höfundur klámsagna fyrir tímaritið For- um og einnig sem ritstjóri á blaði sem hét Sunday Today og síðar á Daily Mirror. Þaðan fór Campbell yfir í ráðgjafarstörf og var blaðafulltrúi Neils Kinnock, eins af leiðtogum Verkamannaflokksins, þar til 1994 að hann fór yfir til Tonys Blair og gerðist blaðafulltrúi hans. Staða Campbells mun hafa breyst árið 2000 þegar hann lét af daglegu sýsli við blaðamenn og fór að einbeita sér í auknum mæli að framtiðarstefnumörkun fyrir forsætisráðherrann. Það mun hafa gilt einu á tímabili hvort Campbell eða Blair kæmi fram í fjölmiðlum, slíkt var traustið sem Campbell var sýnt og var hann því kallaður annar valdamesti maður Bretlands. Það er ekki ofsögum sagt að Campbell hljóti nafnbótina spunameistari enda sérlega áhrifamikill og umdeildur mað- ur þar á ferð. Það þekkist ekki hér á landi að stjórnmálamenn eigi sér slíka málsvara og mun ákvarðanataka þeirra að lokum vera frá þeim sjálfum komin þó svo að margir þeirra styðjist við ráðgefandi að- ila. ■ Seldur aðgangur að fréttatíma RÚV Frá því Almannatengslafélag Íslands var stofnað árið 2001 hefur ekki borist kæra á félagsmenn þess. Hins vegar hafa heyrst sögur af vafasömum vinnubrögðum í greininni. Eitt nokkurra ára gamalt dæmi, sem Fréttablaðið hefur staðfesta heimild um, er verðskrá sem nafnkunnur almanna- tengslamaður setti saman fyrir viðskipta- vini sína. Þar var listi yfir hvað það kostaði að komast inn í einstaka dagskrárliði fjöl- miðlanna. Samkvæmt heimildum blaðsins var rukkað mest fyrir að koma að umfjöll- un í fréttatíma Ríkissjónvarpsins, í næstu sætum var fréttatími Stöðvar 2, því næst Morgunblaðið og fréttir Ríkisútvarpsins. „Þetta sýnir brjálæðið sem var í gangi á þessum tíma,“ segir heimildarmaður blaðsins. „Ég fékk svona tíu samtöl á dag um tíma þar sem ég var spurður að því hvað ég tæki fyrir að koma umfjöllun inn í fréttadeild Ríkissjónvarpsins. Þegar ég fór á stúfana komst ég að því hvernig málum var háttað og var sýnd verðskráin.“ Að sögn viðmælanda blaðsins var Al- mannatengslafélag Íslands stofnað í þessu landslagi, til að vinna gegn þessari slæmu þróun í greininni og til að verða vettvangur faglegrar viðmiðunar. Mikið fyrir lítið „Á sínum tíma sá ég um kynningarmálin hjá Eimskipi, sem styrkt hafði skákíþróttina á Ís- landi. Við vildum gera eitthvað sérstakt úr þeim stuðningi. Mér datt í hug að búa til stærsta tafl í heimi á gámavellinum á svæði fyrirtækisins í Sundahöfn. Við gerðum þar flennistórt taflborð og notuðum lyftarana sem taflmenn. Svo var tveimur íslenskum skákmönnum lyft hátt yfir skákvöllinn til að fá yfirsýn yfir svæðið og gáfu þeir merki gegnum talstöð um næsta leik. Kostnaður- inn við þetta var um 120.000 krónur en við reiknuðum að umfjöllunin sem við fengum hafi verið margra milljóna króna virði, m.a. frá öllum íslenskum fjölmiðlum og erlendis líka, m.a. á opnu í einu af stærstu íþrótta- blöðunum í Þýskalandi. Besta leiðin til að fá athygli í almannatengslabransanum er að fá frjóar hugmyndir og setja fram óvenjulega nálgun á efninu.“ ■ Góður dagur til að jarða slæmar fréttir Frægt hneykslismál úr heimi breskra al- mannatengsla er þegar Jo Moore, einn af pólitískum ráðgjöfum Stephen Byers, sem þá gegndi starfi umferðarráðherra, sendi út tölvupóst til samstarfsmanna sinna þann 11. september árið 2001 eftir hryðju- verkaárásirnar í New York. Þar sagði Moore að nota ætti daginn til að jarða vondar fréttir þar sem fárið í kringum hryðjuverka- árásirnar myndi gera aðrar fréttir smávægi- legar í samanburði, væri þeim lekið út til fjölmiðla á sama tíma. Úr varð mikið hneykslismál í Bretlandi þegar þetta spurð- ist út í næsta mánuði þar á eftir en bæði Moore og Byers héldu samt sem áður störfum sínum. ■ 11. SEPTEMBER Orðsending sú sem Jo Moore sendi út til starfsmanna ráðuneytisins þann 11. september vakti mikla hneykslan þegar hún skoraði þar á samstarfsmenn sína að nýta sér ástandið sem skapast hafði eftir hryðjuverkin til að láta óþægilegar fréttir týnast í kraðakinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T JÓN ÞORVALDSSON Rekur Almannatengslafyrirtækið Efli. Er höfundur þekktra vígorða eins og „Vænlegast til vinnings” fyrir Happdrætti Háskóla Íslands og „Láttu ekki þitt eftir liggja“ fyrir Reykjavíkurborg. Annar valdamesti maður Bretlands ALASTAIR CAMPBELL Þekktasti spuna- meistari Bretlands og þó víðar væri leitað. Hann var hægri hönd Tonys Blair þar til í fyrra þegar hann sagði upp í kjölfar hneykslis um sannleiksgildi skýrslunnar sem ríkisstjórn Tonys Blair byggði innrásina í Írak að hluta til á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.