Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 42
Enn af sigrum Arnaldar Verk Arnaldar Indriðasonar halda áfram að vekja athygli í útlöndum. Bækur hans Mýrin (s. Glasbruket) og Grafarþögn (s. Kvinna i grönt) seljast vel í Svíþjóð þessa dagana og hafa ratað inn á metsölulista. Þá hefur Mýrin (e. Jar City) hlotið góða dóma í enskum blöðum og varð einum gagnrýnandanum meðal annars á orði að Mýrin næði meiri dýpt en aðrar glæpasögur. Ekki amalegt það! Bourne í bókabúðum Spennusögur Roberts heitins Ludlum um njósnarann Jason Bourne nutu mikilla vinsælda þegar þær komu út á sínum tíma. Bækurnar um þennan minnislausa hryðjuverkamannabana urðu þrjár: The Bourne Identity, The Bourne Supremacy og The Bourne Ultimatum. Bíómynd byggð á The Bourne Supremacy var frumsýnd um helgina og bókin hefur því að sjálfsögðu verið endurútgefin með mynd af Matt Damon á kápunni. Bókin stenst fyllilega tímans tönn þannig að það er um að gera að kíkja á Bourne. BÓKASKÁPURINN AF BÓKUM OG FÓLKI 30 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR: ÝMISLEGT UM RISAFURUR ... Jón Kalman Stefánsson ÍSLENDINGAÞÆTTIR Mál og menning KORKU SAGA Vilborg Davíðsdóttir DA VINCI LYKILLINN Dan Brown BRENNU-NJÁLS SAGA Mál og menning BRENNU-NJÁLS SAGA Jón Böðvarsson / Iðnú KÁRAHNJÚKAR - MEÐ OG ... Ómar Ragnarsson KALDALJÓS Vigdís Grímsdóttir ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjónss./Unnur Jök... EDDUKVÆÐI Mál og menning SKÁLDVERK - KILJUR ÝMISLEGT UM RISAFURUR ... Jón Kalman Stefánsson ÍSLENDINGAÞÆTTIR Mál og menning KORKU SAGA Vilborg Davíðsdóttir DA VINCI LYKILLINN Dan Brown BRENNU-NJÁLS SAGA Mál og menning BRENNU-NJÁLS SAGA Iðnú - Jón Böðvarsson KALDALJÓS Vigdís Grímsdóttir EDDUKVÆÐI Mál og menning MÝRIN Arnaldur Indriðason ÓVINAFAGNAÐUR Einar Kárason HANDBÆKUR/FRÆÐIBÆKUR/ÆVISÖGUR KÁRAHNJÚKAR - MEÐ OG ... Ómar Ragnarsson ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjóns./Unnur Jök... DÖN.-ÍSL. / ÍSL.-DÖN. ORÐAB... Orðabókaútgáfan SPÆ.-ÍSL. / ÍSL.-SPÆ. ORÐAB... Orðabókaútgáfan DÖNSK-ÍSL. SKÓLAORÐABÓK Mál og menning FRÖ.-ÍSL./ÍSL.-FRÖ. ORÐABÓK Orðabókaútgáfan ÞÝSK-ÍSL./ÍSL.-ÞÝSK ORÐABÓK Orðabókaútgáfan KORTABÓK 1:300.000 Mál og menning ÍSLENSK FJÖLL Ari Trausti og Pétur Þorleifsson ÍSL.-ENS./ENS.-ÍSL. SVÖRT ORÐA... Orðabókaútgáfan Listinn er gerður út frá sölu dagana 18.08. - 24.08. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundssonar og Pennanum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Á Menningarnótt gaf barna- bókadeild Máls og menningar út bókina Kóralína eftir Neil Gaiman í þýðingu Margrétar Tryggvadóttur. Sagan er mjög drungaleg á köflum og þannig nær Gaiman hvort tveggja að halda tryggð við eldri aðdáend- ur sína og lokka til sín blessuð börnin. Gaiman braust fram á sjónar- sviðið með myndasögunum Sandman. Það er ævintýri í tíu bindum um konung draum- heimsins þar sem dulspeki, goðafræði, guðfræði og tilvísan- ir í bókmenntasöguna eru bland- aðar hryllingi og rómantík. Það hlýtur því að hafa verið spurn- ing hvort Kóralína ætti að flokk- ast undir barnabókmenntir? „Hún er alveg ofsalega óhugnanleg,“ viðurkennir Sig- þrúður Gunnarsdóttir, útgáfu- stjóri barnabókadeildar Máls og menningar. „Hún höfðar al- veg eins til fullorðinna lesenda. En bókin er snilldarlega skrifuð barnabók vegna þess hvernig hann stillir sér þétt upp við aðalpersónuna og fylgir henni í gegnum allar þessar þrenging- ar. Ég á tíu ára dóttur sem hafði rosalega gaman af henni. Krakki sem les þessa bók upp- lifir þetta svo sterkt í gegnum stelpuna. Þannig virkar hún sem bók fyrir alla.“ Sagan fjallar um unga stelpu sem flytur með foreldrum sín- um í nýja íbúð sem gæti ekki verið venjulegri. Kóralína litla finnur litla hurð sem henni til mikillar undrunar leiðir beint að steinvegg. Í eitt skiptið sem hún opnar hana leiðir hún þó óvænt inn í aðra íbúð, eins konar spegil- mynd af henn- ar eigin. Hún fer í gegn og kemst að því að hinum megin eru önnur eintök af foreldrum hennar. Fljót- lega kemst hún að því að ekki er allt sem sýnist og hún er fangi ævintýraver- aldar þar sem dýr geta talað og illar v e r u r brugga laun- ráð gegn henni. Allur frá- gangur bók- arinnar er hinn glæsi- legasti. Hún er mynd- skreytt af Dave Mc- Kean, samstarfsmanni Gai- mans til margra ára, og prentun kápunnar er sérlega vönduð. ■ Og botnaðu nú Í tilefni af umfangsmikilli ljóða- og smáprósaútgáfu Bjarts á haustdögum efnir forlagið til botnakeppni. Áhugasömum er gert að botna fyrripart sem hljóðar svo: Gætið yðar, gólf er hált! / Gangið hlaupið ekki, sem, eins og glöggir lesendur átta sig á, er ættað úr sundlaug- unum. Botnana skal senda á netfangið jonkarl@bjartur.is og er tíu miða sundkort í verðlaun. Kanadíski rithöfundurinn Robertson Davies fæddist á þessum degi árið 1913. Hann sendi frá sér um þrjátíu bækur af ýmsu tagi og meðal þeirra kunnustu eru þrílógíurnar Salterton og Deptford. Nokkrar bóka hans hafa verið gefnar út á íslensku. Robertson Davies lést 1995. Svo hallaði hann sér öðru hvoru að mér og hvatti mig til að gera bara einsog hann, losa mig við „kellinguna“ eitt kvöld og ERGÓ!, fara á almennilegt bús! Einar Kárason BÓKMENNTIR: VINSÆLUSTA BÓK NEIL GAIMAN KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU Dóttir huglesarans eftir Lene Kaaberböl Í gær voru Norrænu barnabókaverð- launin veitt danska rithöfundinum Lene Kaaberböl fyrir bækur hennar um dóttur hugles- arans. Fjalla þær um unga stúlku og æv- intýri hennar í furðuheimum í anda Harry Potter og Hringadrótt- inssögu. Hafa þær notið vin- sælda víða um heim og eru verðlaun- in til vitnis um hversu vel þær eru skrifaðar. Fyrsta bókin í serí- unni er væntanleg út á íslensku í sept- ember á vegum PP forlags. ■ Á dögunum opnaði rithöfundur- inn Elías Snæland Jónsson vef- síðuna valkyrjan.is þar sem hann fjallar um goð og valkyrjur og lífið í Goðheimum. „Ég skrifaði barnabókina Valkyrjan sem seg- ir frá hinni tólf ára gömlu Hildi og ævintýrum hennar í Goðheim- um. Eftir útkomu bókarinnar las ég oft upp úr henni fyrir börn og tók eftir því hvað þau urðu for- vitin um þennan ævintýraheim. Margar spurningar kviknuðu meðal hlustendanna og þá fékk ég hugmynd að heimasíðu þar sem þeim helstu væri svarað,“ segir Elías. Heimasíðan er ítarleg í máli og myndum en að sögn Elíasar eiga fræðin fullt erindi til barna í dag. „Valkyrjurnar lifðu í heimi sem einkenndist af dirfsku og hetjumóð. Öllu máli skipti þá að mæta örlögum sínum með reisn, takast á við vandamálin og gæta að orðstír sínum. Ég held að þetta geti verið krökkum til skemmtunar og fróðleiks. Ég fjalla um hið margþætta eðli val- kyrjanna, þær sóttu fallna stríðs- menn á vígvöllinn og fluttu þá til Valhallar þar sem Óðinn réði ríkjum. Einnig birtust þær í öðr- um myndum, sem skjaldmeyjar eða mennskar konur í Miðgarði sem bjuggu yfir mikilli þekkingu á rúnagöldrum. Þær gátu farið sem fljúgandi svanir til manna í Svansheima en allt þetta útskýri ég á síðunni. Fyrir þá sem vilja afla sér enn frekari upplýsinga eru tenglar á síðunni að íslensk- um og erlendum heimasíðum um sama efni.“ Elías hefur þegar lokið við sjálfstætt framhald af Valkyrj- unni og stefnir að því að koma henni út um jólin. ■ Valkyrjur Elíasar Drungaleg saga fyrir alla NEIL GAIMAN Hefur vaxið með hverri útgáfu og Kóralína hefur farið sigurför um heiminn. KÓRALÍNA Drungalegt ævintýri fyrir alla aldurshópa. ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Gamal- reyndi blaðamaðurinn sendi frá sér bókina Valkyrjan og opnaði í kjölfarið vefsíðu til að svara spurningum krakka um Goð- heima og valkyrjurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.