Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 10
10 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR MÓTMÆLA BUSH Mikill mannfjöldi kom saman til mótmæla í Madison Square Garden í New York í til- efni af flokksþingi Repúblikanaflokksins sem fram fer í borginni á morgun. Opið byggðaþing samtakanna Landsbyggðin lifi: Auðugra mannlíf – öflugri byggðir LANDSBYGGÐIN Yfir 80 manns frá öllum landshornum sóttu opið byggðaþing að Hólum um helg- ina á vegum samtakanna Lands- byggðin lifi. Þar á meðal voru fulltrúar fjölmargra grasrótar- samtaka, þingmenn og fulltrúar stjórnsýslustofana. Kjörorð byggðaþingsins var „auðgum mannlíf, eflum byggð- ir“ og umræður voru fjörlegar og endurspegla þá grósku sem er að færast í baráttu almenn- ings um allt land til að efla byggðir landsins. Ragnar Stefánsson, formaður samtakanna, er ánægður með hvernig til tókst: „Þingið var mjög sterkt og áhrifamikið og menn voru afskaplega sammála um flestöll mál. Sérstök áhersla var lögð á gildi grasrótarstarfs í eflingu byggðar í landinu.“ Í lok þings var samþykkt ályktun þar sem meðal annars var tekið til þess að öflugt at- vinnulíf og bættar samgöngur séu grundvöllur búsetunnar á landsbyggðinni og hvatt til öfl- ugs stuðnings við uppbyggingu fræðslu- og þekkingarstarfsemi um land allt. ■ Grannt fylgst með framkvæmd prófkjörs í Flórída: Síðasta próf fyrir forsetakosningar FLÓRÍDA Prófkjör fyrir kosningar til öldungadeildarinnar sem haldið verður í Flórída á morgun hefur þegar vakið mun meiri at- hygli en venja er til með slík prófkjör, sem oftast vekja ekki eftirtekt nema rétt í því ríki sem þau fara fram í. Ástæðan er ein- föld, prófkjörið er álitið síðasta prófraunin fyrir kosninga- og talningabúnaðinn sem komið var upp eftir klúðrið sem ein- kenndi talningu atkvæða í Flór- ída þegar George W. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna fyrir tæpum fjórum árum. Mannréttindasamtök, verka- lýðsfélög og ýmis stjórnmálasam- tök hafa sent hundruð manna til að fylgjast með framkvæmd próf- kjörsins, að því er fram kemur í dagblaðinu Washington Post. Þar kemur fram að nokkur samtök hafa ákveðið að senda lögfræð- inga á staðinn til að vera fólki inn- an handar ef það lendir í vand- ræðum með að greiða atkvæði. Í forsetakosningunum árið 2000 var fjölda fólks sem hafði kosn- ingarétt vísað frá kjörstað þar sem það hafði ranglega verið tek- ið af kjörskrá. Fleiri en nokkru sinni áður hafa greitt atkvæði utan kjör- fundar og hafa efasemdir um gagnsemi kosninga- og talning- arbúnaðar verið tilgreindar sem ein möguleg ástæða fyrir því. ■ Tveir létust í Silkeborg: Skotbardagi á skemmtistað DANMÖRK Maður vopnaður veiði- riffli gekk berserksgang á skemmtistað í Silkeborg í gær og urðu tveir menn fyrir skotum, að því er fram kemur í danska dag- blaðinu Politiken. Klukkan 5.45 að morgni sunnu- dags réðst hinn 22 ára gamli maður inn á diskótek bæjarins með riffil- inn í hendi og skaut af stuttu færi 35 ára gamlan mann og annan 33 ára. Báðir létust samstundis en lögregl- an handtók manninn örfáum mínút- um síðar. Ofsahræðsla braust út meðal þeirra 75-100 gesta sem voru á staðnum og áfallahjálp var veitt á sjúkrahúsinu í Silkeborg. ■ ■ MIÐ-AUSTURLÖND Verð: 39.900kr. 2 fyrir 1 * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 56 87 08 /2 00 4 *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Haustsólin Örfá sæt i - bó kaðu stra x! Kynntu þér málið á www.urvalutsyn.is eða í síma 585-4000. Tilboðið gildir í brottfarir 31. ágúst - 16. sept. Einungis valdir gististaðir á tilboði. Fleiri en tveir? Verð á mann er óháð fjölda í gistingu. á mann í stúdíói í 7 nætur. Aukavika: 19.900 kr. Verð: 46.900kr.* á mann í íbúð í 7 nætur.Aukavika: 24.900 kr. til Portúgal, Mallorca, Benidorm eða Costa del Sol Í MASTRINU Brúðurin klifrar upp í mastur á Torfunefs- bryggju og framkvæmir ljóðrænar hreyfing- ar í átt að Listagilinu. GJÖRNINGUR Afar óvenjulegt „brúðkaup“ fór fram á Akureyri á laugardag, sem endaði með því að brúðurin stakk sér í sjóinn í öllum skrúðanum. Þarna var á ferð lista- maðurinn Anna Richards sem gekk að eiga Listagilið svonefnda. Þegar komið var niður á bryggjuna klifraði brúðurin upp í mastur og stökk síðan í hafið í öll- um brúðarklæðum. Ein brúðar- meyja hennar, listakonan Hadda, stökk með henni. Þær syntu síðan yfir höfnina, eina 200 metra, og ekki er vitað til að þeim hafi orðið meint af volkinu. ■ BARIST Í FLÓTTAMANNABÚÐUM Þrír létu lífið í bardögum sem brutust út í stærstu flóttamanna- búðum Líbanons á milli fylgis- manna Jassers Arafat og ís- lamskra öfgamanna. Meðal þeirra sem létust var tánings- stúlka sem varð fyrir skoti. FELLDUR AF HERMÖNNUM Ísra- elskir hermenn felldu vopnaðan Palestínumann þegar hann reyndi að læðast inn í Ísrael frá Gaza- ströndinni ásamt tveimur öðrum mönnum. Hinir mennirnir flýðu af vettvangi. BUSH Á KOSNINGAFUNDI Klúður í framkvæmd og talningu atkvæða í forsetakosningunum 2000 olli því að úrslit réðust ekki fyrr en Hæstiréttur felldi dóm sinn sem kom í veg fyrir endurtalningu at- kvæða. Sérkennilegt brúðkaup á Akureyri: Brúðurin stökk í hafið Í HAFIÐ Brúðurin skellur í hafinu. RAGNAR STEFÁNSSON Formaður samtakanna Landsbyggðin lifi, Ragnar Stefánsson, var mjög ánægður með hvernig til tókst með byggðaþingið að Hólum..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.