Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 12
12 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR SKJÓLS LEITAÐ Íraskur maður stekkur niður af virkisvegg al-Fatah moskunnar vestan Mosul í Írak í gær en þar geisuðu átök milli uppreisnar- manna og bandarískra hermanna. Samið við Háskólann á Akureyri: Nám fyrir verkalýðsforkólfa HÁSKÓLANÁM Undirritað var í gær samkomulag Félagsmálaskóla al- þýðu og Háskólans á Akureyri um fjögurra anna fjarnám á há- skólastigi fyrir starfsfólk og for- ystumenn verkalýðsfélaga. Námið er sagt sérsniðið að þörf- um þeirra sem standa í eldlín- unni og gefur 18 námseiningar á háskólastigi. Guðmundur Rúnar Árnason, upplýsingafulltrúi Alþýðusam- bands Íslands, segir mikinn áhuga á náminu, þegar hafi á milli 50 og 60 manns skráð sig. Hann segir sífellt auknar kröf- ur vera gerðar til fólks sem stend- ur í forsvari fyrir hagsmunasam- tök, hvað varðar þekkingu á t.d. hagfræðilegum málefnum, vinnu- rétti og vinnumarkaðsmálum al- mennt og námið komi til með að taka mið af því. Þá er námið þannig upp sett að hægt er að stunda það með vinnu. Meðal viðfangsefna í náminu verða vinnuréttur og -löggjöf, hagfræði, opinber stjórnsýsla, al- þjóðaþróun, stjórnun, stefnumót- un, fjármál fyrirtækja, fjárfest- ingar og mat á valkostum og upp- lýsingatækni. ■ MIKE WALLACE Sleppur við ákæru en þeir sem handtóku hann verða áminntir. Mike Wallace: Verður ekki ákærður BANDARÍKIN Sjónvarpsmaðurinn frægi Mike Wallace verður ekki ákærður fyrir ólæti á almanna- færi þrátt fyrir handtöku hans fyrr í mánuðinum. Þá var Wallace handjárnaður og fluttur á lög- reglustöð eftir að hann og einka- bílstjóri hans áttu í útistöðum við starfsmenn bifreiðaeftirlitsins. Að því er kom fram í dagblað- inu Washington Post var ákveðið að ákæra Wallace ekki þar sem ekki hefði verið staðið rétt að handtöku hans. Þeir sem hand- tóku hann verða áminntir. Wallace er 86 ára og þekktast- ur fyrir störf sín í sjónvarpsþætt- inum „60 Minutes“. ■ ■ AFRÍKA HUNSA FRIÐARVIÐRÆÐUR Súd- anskir uppreisnarmenn í Darfur tilkynntu í gær að þeir myndu hunsa friðarviðræður um sólar- hringsskeið. Þetta sögðust þeir gera til að mótmæla árásum stjórnarhermanna og arabískra vígasveita á óbreytta borgara á sama tíma og reynt væri að binda enda á bardaga. TUGIR LÉTUST 29 manns létust og 30 særðust, þar af átján alvar- lega, þegar ökumaður rútu tók fram úr bílnum á undan sér og lenti framan á vörubíl sem kom úr hinni áttinni. Slysið átti sér stað í Atlasfjöllunum í Marokkó. UNDIRRITUN Í SÆTÚNI Undir samninginn um háskólamenntun verkalýðsforkólfa rita Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, fyrir hönd BSRB; Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri; og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, fyrir hönd Alþýðusambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.