Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 56
20 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Vissir þú... ...að franski handknattleiksmaðurinn Jackson Richardson bætti heimsmet Guðmundar Hrafnkelssonar þegar hann lék sinn 404. landsleik þegar Frakkland og Grikkland áttust við um fimmta sætið á Ólympíuleikunum? sport@frettabladid.is Við hrósum... ...dönsku og kóresku stelpunum í handbolta sem sýndu snilldartilþrif í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Aþenu. Leikurinn var hníjafn og spenn- andi og miklu skemmtilegri en hjá körlunum. Ólympíumeistarar eftir vítakeppni Dönsku handboltastúlkurnar urðu ólympíumeistarar í gær eftir ótrúlegan leik gegn Kóreu. Tvíframlengja þurfti leikinn en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Söluhæsta fartölvan í Evrópu ACER tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækni FARTÖLVUR Nú vantar pláss fyrir nýjar vörur Takkaskór frá NIKE – ADIDAS – PUMA – MITRE STÓRÚTSALA Fótboltabúningar frá því á síðustu leiktíð 40 – 60% afsláttur 20 – 70% afsláttur Ath. Takmarkað magn af treyjum. Markmannshanskar – legghlífar – boltapumpur o.fl Mikið af vörum á tilboðsverði á meðan á útsölunni stendur Fótboltar og markmannshanskar á 1000 kr. stk. ÓLYMPÍULEIKAR Danska kvenna- landsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36, eftir víta- keppni, í úrslitaleik. Markvörð- urinn Karin Mortensen var hetja Dana en hún varði tvö köst í víta- keppninni. Það var síðan Henri- ette Mikkelsen sem tryggði sig- urinn með góðu víti. Leikurinn var nánast hnífjafn allan tímann og í leikhléi var staðan 11-11. Á tímabili virtist þó sem kóresku stúlkurnar ætluðu að taka völdin á vellinum þegar þær náðu þriggja marka forystu, 19-16. Dönsku stúlkurnar náðu þó að jafna metin og eftir venjuleg- an leiktíma var staðan 25-25. Aft- ur var jafnt eftir fyrri framleng- ingu en þegar tíu sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni voru kóresku stúlkurnar yfir 34- 33. Katrine Fruelund neitaði hins vegar að gefast upp og jafnaði metin fyrir Dani svo grípa þurfti til vítakeppni. Nöfn í sögubækur „Við skráðum nöfn okkar í sögubækurnar,“ sagði danski leikmaðurinn Trine Jensen eftir leikinn og undir það tók stalla hennar Lim O-kyeong hjá Kóreu. „Þetta var mest spennandi leikur handboltasögunnar.“ Leikurinn í gær var einhver skemmtilegasti handboltaleikur sem sést hefur. Bæði lið spiluðu gríðarlega hraðan bolta og lítið var um gróf brot eða ruddaskap. Mörkin voru í öllum regnbogans litum, þrumuskot utan af velli, gegnumbrot, af línu og svo mætti lengi telja. Markverðirnir stóðu sig frábærlega og vörðu hátt í 20 skot hvor. Mun skemmtilegri en karlarnir Bæði lið eiga hrós skilið fyrir leikinn. Stúlkurnar sýndu svo um munar að kvennaboltinn getur verið mun skemmtilegri en karlaboltinn. „Við unnum silfrið í dag en samt töpuðum við ekki gullinu,“ sagði þjálfari Kóreumanna eftir leikinn. „Ég er mjög sáttur og hamingjusamur með árangurinn. Það er ekki hægt að gleyma leik eins og þessum.“ Úkraína lagði Frakka að velli, 21-18, í leiknum um þriðja sætið og Ungverjar tryggðu sér fimm- ta sætið með því að sigra Spánverja með 38 mörkum gegn 29. FÖGNUÐUR Dönsku leikmennirnir fögnuðu gríðarlega þegar Ólympíumeist- aratitilinn var í höfn eftir vítakeppni gegn Kóreu. Mortensen var hetja Dana en hún varði tvö vítaskot í vítakeppninni. Þetta er í þriðja sinn sem Danir vinna Ólympíugullið. RÖÐ KVENNALIÐA Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Leikur um gullverðlaunin: Danmörk - Kórea 38-36 Leikur um þriðja sætið: Úkraína - Frakkland 21-18 Leikur um fimmta sætið: Ungverjaland - Spánn 38-29 Leikur um sjöunda sætið: Brasilía - Kína 26-25 Leikur um níunda sætið: Angóla - Grikkland 38-23 ÓLYMPÍULEIKAR Heimsmeistarar Króata bættu annarri rós í hnappagatið í gær þegar þeir unnu Þjóðverja, 26-24, í leik um gull- verðlaunin á Ólympíuleikunum í Aþenu. Þetta er í annað sinn sem Króatar vinna gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikum. Þeir unnu í Atl- anta árið 1996 en tókst ekki að tryggja sér sæti í Sydney fyrir fjórum árum. Leikurinn var í járnum allt fram í miðjan seinni hálfleik þegar Króatar sigu fram úr. Eftir að staðan hafði verið 17-17 komust Króatar í 23-21. Þjóðverjar misstu boltann klaufalega í næstu sókn og Króatar nýttu sér mistökin og juku forskotið í þrjú mörk. Þjóðverjar náðu ekki að vinna upp tapið og urðu að játa sig sigr- aða. Þeir léku án Pascal Hens, sem er einn þeirra leikreyndasti leik- maður. Á laugardag tryggðu Rússar sér bronsverðlaunin með því að leggja Ungverja að velli, 28-26. ÁTÖK Það var hart barist í leik Króata og Þjóðverja í gær. Christian Schwarzer, línumaður Þjóðverja, skellur hér í gólfið eftir viðureign við Petar Metlicic. Úrslitaleikur handboltans: Rós í hnappagat Króata
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.