Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 60
FÓTBOLTI FH vann rosalega mikil- vægan útisigur í fallbaráttuleik gegn Þór/KA/KS á Akureyrarvelli í gær. FH skoraði tvö mörk í leikn- um sem í bæði tilvikum voru skot yfir Söndru Sigurðardóttur í marki Þór/KA/KS þar sem hún var framarlega í vítateignum. Norð- anstúlkur náðu að svara fyrir sig í lok fyrri hálfleiks en þar við sat og Þór/KA/KS er komið í virkilega slæm mál í deildinni. Þór/KA/KS byrjaði betur í leiknum og var liðið mjög ákveðið og ætlaði sér stóra hluti í leiknum. Kristín Sigurðardóttir átti svo stórglæsilegt skot rétt hjá miðlínu vallarins og sveif boltinn yfir alla vörnina og Söndru í markinu. Markið kom sem kjaftshögg á Þór/KA/KS og FH fór að sækja meira. Kristín var svo aftur að verki með svipað mark en aðeins rétt fyrir utan vítateig og boltinn sveif yfir Söndru í markið. Litlu munaði að FH setti þriðja markið í svipuðum anda en boltinn fór rétt framhjá. Alexandra Tómas- dóttir náði að minnka muninn fyrir Þór/KA/KS eftir að Telma Unnsteinsdóttir hafði átt glæsi- legt skot að marki FH. Liðsuppstilling Þór/KA/KS var ekki hefðbundin. Margrét Vigfús- dóttir var langöftust í vörn liðs- ins, sem skapaði oft hættu í stungusendingum þar sem tölu- vert var í næstu varnarmenn. Laufey Björnsdóttir var ekki í lið- inu þar sem hún tekur þátt í verk- efni með þriðja flokk félagsins. Rakel Hönnudóttir byrjaði einnig inni á sínum öðrum leik í sumar með liðinu en hún hefur staðið sig vel með 2. flokki félagsins í sumar með 14 mörk í 11 leikjum. FH-stúlkur átti sigurinn skil- inn. Þær spiluðu vel og vildu sig- urinn mikið frekar en heimastúlk- ur. Norðanliðið er áfram í bullandi botnbaráttu því ef Fjölnir vinnur FH í síðustu umferðinni og Þór/KA/KS tapar á móti KR fellur Þór/KA/KS. FÓTBOLTI Eyjamenn skelltu sér á toppinn í fyrsta leik 16. umferð Landsbankadeildar karla með sannfærandi 3-0 sigri á slökum Víkingum í Vestmannaeyjum í gær. Bjarnólfur Lárusson, besti maður vallarins, fór á kostum og skoraði tvö mörk beint úr auka- spyrnu fyrir heimamenn en hann hefur nú skorað úr þremur auka- spyrnum á tímabilinu. Tvö mörk úr aukaspyrnu „Þetta lá fyrir mér í dag,“ sagði Bjarnólfur, sem kom ÍBV yfir á 18. mínútu leiksins með þrumu- skoti beint úr aukaspyrnu. Víking- ar náðu lítið að skapa sér með Jermaine Palmer einan í fremstu víglínu en þó átti besti leikmaður liðsins, Viktor Bjarni Arnarsson, ágæta spretti á hægri kantinum en komst ekki í gegnum vel skipu- lagða varnarlínu ÍBV liðsins. Í seinni hálfleik var harkan í fyrirrúmi og Gísli Jóhannsson, sem hefur nú átt betri daga á vell- inum, var með mikinn flautu- konsert og leikurinn fékk lítið að fljóta. Á 58. mínútu má svo segja að Atli Jóhannsson hafi gert út um leikinn þegar hann þrumaði bolt- anum í netið eftir hornspyrnu Eyjamanna. Bjarnólfur Lárusson gulltryggði svo stigin þrjú með sínu öðru marki og aftur var það úr aukaspyrnu en í þetta skiptið hafði boltinn viðkomu í varnar- manni Víkingsliðsins. Vorum bara lélegir „Það er bara ekkert hægt að segja neitt eftir svona leik, við vorum bara lélegir,“ sagði Sigur- steinn Gíslason, leikmaður Vík- ings, sem mætti ásamt liði sínu til Eyja á laugardaginn þegar fresta þurfti leiknum þar sem dómar- arnir urðu veðurtepptir í bænum. „Það að koma deginum fyrr hefði bara átt að vera betra fyrir okkur í undirbúningnum fyrir þennan leik. Við fengum að sofa og hvíla okkur vel fyrir leikinn,“ sagði Sig- ursteinn, sem var svekktur en þó ekki búinn að gefa upp alla von. „Við verðum bara að halda áfram, bæta í og gera okkar besta í þessum leikjum sem eru eftir. Þetta er ekkert búið hjá okkur, það eru enn sex stig í pottinum.“ ÍBV komst með sigrinum í toppsætið, jafnt FH á stigum en með betri markatölu. Markvarðahrellirinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék sinn síð- asta leik með liðinu í sumar og Bjarnólfur Lárusson og Matt Garner nældu sér í gul spjöld og verða í leikbanni í næsta leik. Eyjamenn hafa nú unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum í deild- inni og liðið hefur nú skorað 31 mark, átta mörkum meira en næsta lið. Markatalan er sérstak- lega góð og það gæti reynst Eyjaliðinu dýmætt í lokastöðu mótsins. ■ ÞÓR/KA/KS–FH 1-2 0–1 Kristín Sigurðardóttir 10. 0–2 Kristín Sigurðardóttir 26. 1–2 Alexandra Tómasdóttir 36. BEST Á VELLINUM Kristín Sigurðardóttir FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–9 (5–5) Horn 6–3 Aukaspyrnur fengnar 10–3 Rangstöður 3–0 MJÖG GÓÐAR Guðrún Soffía Viðarsdóttir Þór/KA/KS Kristín Sigurðardóttir FH GÓÐAR Þóra Pétursdóttir Þór/KA/KS Guðrún Sveinsdóttir FH Sigríður Guðmundsdóttir FH 24 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR [ STAÐAN ] LANDSBANKADEILD KARLA LANDSBANKADEILD KVENNA 1–0 Bjarnólfur Lárusson 18. 2-0 Atli Jóhansson 58. 3-0 Bjarnólfur Lárusson 80. DÓMARINN Gísli Hlynur Jóhansson sæmilegur BESTUR Á VELLINUM Bjarnólfur Lárusson ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–10 (8–3) Horn 3–1 Aukaspyrnur fengnar 29–18 Rangstöður 0–3 MJÖG GÓÐIR Bjarnólfur Lárusson ÍBV Tryggvi Bjarnason ÍBV GÓÐIR Ian Jeffs ÍBV Matt Garner ÍBV Bjarni Rúnar Einarsson ÍBV Viktor Bjarni Arnarsson Víkingur 3-0 ÍBV VÍKINGUR LEIKIR GÆRDAGSINS ÍBV 16 8 4 4 31–17 28 FH 15 7 7 1 23–14 28 Fylkir 15 7 5 3 22–15 26 ÍA 15 5 7 3 20–16 22 Keflavík 15 6 3 6 21–26 21 KR 15 4 7 4 18–17 19 Grindavík 15 4 6 5 17–21 18 Víkingur 16 4 3 9 15–23 15 Fram 15 3 5 7 16–18 14 KA 15 3 3 9 10–26 12 MARKAHÆSTIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 12 Grétar Hjartarson, Grindavík 9 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík 8 Ríkharður Daðason, Fram 7 Arnar Gunnlaugsson, KR 6 Atli Viðar Björnsson, FH 6 Björgólfur Takefusa, Fylki 6 Bjarnólfur Lárusson, ÍBV 5 Andri Fannar Ottósson, Fylki 4 Atli Sveinn Þórarinnsson, KA 4 Einar Þór Daníelsson, ÍBV 4 Haraldur Ingólfsson, ÍA 4 Sævar Þór Gíslason, Fylki 4 NÆSTU LEIKIR ÍA–Keflavík Í kvöld 18.00 Fylkir–KA Í kvöld 18.00 Grindavík–FH Í kvöld 18.00 Fram–KR þri. 31. ág. 20.00 ÍBV–Fylkir sun. 12. sept. 14.00 Víkingur–ÍA sun. 12. sept. 14.00 Keflav.–Grindav. sun. 12. sept. 14.00 FH–Fram sun. 12. sept. 14.00 KR–KA sun. 12. sept. 14.00 [ STAÐAN ] Valur 13 12 1 0 53–6 37 ÍBV 13 10 2 1 68–9 32 KR 13 8 3 2 46–19 27 Breiðablik 13 5 0 8 24–31 15 Stjarnan 13 2 5 6 14–39 11 FH 13 3 2 8 12–52 11 Þór/KA/KS13 1 5 7 13–45 8 Fjölnir 13 1 2 10 6–35 5 MARKAHÆSTAR Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 22 Olga Færseth, ÍBV 20 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 15 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 13 Kristín ýr Bjarnadóttir, Val 11 Eyjamenn í toppsætið ÍBV vann Víking 3–0 í Eyjum í gær í opnunarleik 16. umferðar Landsbankadeildar karla og verður á toppnum að minnsta kosti þar til í kvöld þegar FH og Fylkir leika sína leiki í umferðinni. EYJAMENN FAGNA EINU MARKA SINNA Í SUMAR ÍBV hefur skorað 31 mark í sumar, átta mörkum meira en næsta lið. Hér fagna Eyjamenn einu af tólf mörkum Gunnar Heiðars Þorvaldssonar en hann lék sinn síðasta leik með liðinu á Hásteinsvellinum í gær. Fallbaráttuslagur í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu á Akureyri í gær: FH vann dýrmætan sigur fyrir norðan VERÐLAUN Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Gull Silfur Brons Samt. Bandaríkin 35 39 29 103 Kína 32 17 14 63 Rússland 27 27 38 92 Ástralía 17 16 16 49 Japan 16 9 12 37 Þýskaland 14 16 18 48 Frakkland 11 9 13 33 Ítalía 10 11 11 32 Kórea 9 12 9 30 Bretland 9 9 12 30 Bandaríkin með flest stig: 35 gull ÓLYMPÍULEIKAR Bandaríkjamenn unnu flest verðlaun á Ólympíu- leikunum í Aþenu, 103 talsins. Bandaríkjamenn unnu 35 gull- verðlaun, þremur fleiri en Kínverjar og átta fleiri en Rússar. Norðmenn unnu flest verðlaun Norðurlandaþjóðanna, sex talsins. GLÆSILEGUR FULLTRÚI Þórey Edda Elísdóttir var glæsilegur fulltrúi Íslands á lokahátíð Ólympíuleikanna í Aþenu. Þórey Edda náði bestum árangri Íslendinganna en hún hafnaði í fimmta sæti í stangarstökki. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.