Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 66
30 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 31 1 2 Mánudagur ÁGÚST [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Stundum kemur lífið manni á óvart. Umtal um þessa sveit hefur tvisvar sinnum rekið mig á tónleika með henni. Fyrst á Iceland Airwa- ves-hátíðinni í fyrra og svo á Hró- arskeldu í ár. Í bæði skiptin gekk ég út áður en sveitin lauk sér af, hundóánægður. Þar sem ég á það til að fyrirgefa mönnum feilspor sín og gefa þeim annað tækifæri, gaf ég plötunni séns... borgaði meira að segja fyrir þessa. Og viti menn, enn og aftur sannaðist máttur fyrirgefningar- innar og ég er nú sáttur eigandi einnar bestu plötu ársins. Getur verið að tónlist TV on the Radio virki einfaldlega ekki á tónleikum? Tónlistin er nýstárleg, tilrauna- kennd og gáfuleg blanda af ný- bylgjurokki, sálartónlist, einfaldri elektróník og gott ef það laumast ekki smá skvetta af rakarastofu doo-wop söngpælingum líka? Hvað sem þetta er þá er þetta eitursvalt, og því kannski skiljanlegt að lifandi flutningur á tónleikum sé viðkvæmt mál. Kirsuberið ofan á er svo frá- bærar textasmíðar. Þar er snert á nútímaþjóðfélaginu á gagnrýnan, listrænan og kærleiksríkan hátt. Það er ekki oft sem hljómsveitir hitta naglann þetta vel á höfuðið við fyrstu tilraun. Það gerir TV on the Radio og við hverja hlustun þykir manni vænna um plötuna. Gott ef ég gef þeim bara ekki þriðja tæki- færið á tónleikum eftir þessar ljúfu samverustundir. Hvernig sem þeir standa sig get ég lofað ykkur að þið finnið varla áhugaverðari plötu nú um stundir. Svo mikil hljóðveisla að maður sér næstum því hljóðið. Birgir Örn Steinarsson Sjónræn hljóðveisla? FRÁBÆR SKEMMTUN BOLLYWOOD/HOLLYWOOD kl. 8 SUPER SIZE ME kl. 10 Þetta var ekki hennar heimur.. en dansinn sameinaði þau! Sjóðheit og seiðandi skemmtun! SÝND kl. 4, 6, 8 og 10SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND Í LÚXUS kl. 5.20, 8 og 10.40 THE SHAPE OF THINGS kl. 6 Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og hvæsandi! SÝND kl. 8 og 10.20 B.I. 14 SÝND kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 SÝND kl. 5, 7 og 9SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 ÞEIR HEFÐU ÁTT AÐ LÁTA HANN Í FRIÐI KING ARTHUR kl. 10.20 B.I. 14 SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL. TALI kl. 8 M/ENSKU TALINEW YORK MINUTE kl. 4 og 6 THE VILLAGE kl. 8 B.I. 14 GOODBYE LENIN kl. 10.15 MY FIRST MISTER kl. 10 SPELLBOUND kl. 6 SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI Tvær vikur á toppnum Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýraspennumynd! SÝND kl. 8 og 10.40 B.i. 14 Ein besta ástarsaga allra tíma SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 ÞEIR HEFÐU ÁTT AÐ LÁTA HANN Í FRIÐI Sló rækilega í gegn í USA SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 3.50, 6 M/ÍSL.SÝND kl. 6 og 11 SÝND kl. 8 SEXTÁNDI Í ÓLYMPÍULEIKUM HENRY BIRGIR GUNNARSSON BLOGGAR FRÁ AÞENU F í t o n / S Í A ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Sálmavinafélagið, Kanga- kvartettinn, Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju, Gospelkompaníið og Gospelkór Reykjavíkur koma fram á tónleikum í húsakynnum KFUM og KFUK við Holtaveg. TV ON THE RADIO: DESPERATE YOUTH, BLOOD THIRSTY BABES Þá er þessum frábæru Ólympíuleik- um loksins lokið. Þeim lauk með pompi og prakt á Ólympíuleikvangin- um í gærkvöld. Stórkostleg sýning hjá Grikkjunum sem fullkomnaði vel heppnaða leika þar sem heimamönn- um tókst að láta allt ganga upp þrátt fyrir miklar efasemdaraddir. Ég get ekki annað en hrósað Grikkjunum fyrir frábært skipulag á nánast öllu í kringum leikana. Það er eiginlega ekki hægt að kvarta yfir neinu hérna nema of miklum hita og viðbjóðsleg- um mat á keppnisstöðunum. Hann var ekki boðlegur og stundum var hreinlega engan mat að hafa. Það var ákaflega furðulegt þar sem maturinn var ekki ætur. Hægt var að fá hráar, og þurrar, pylsur eða samlokur sem renna út um svipað leyti og næstu leikar hefjast í Peking. Spurning hversu margir myndu kaupa slíkur samlokur hjá Júmbó? Langt síðan ég hef smakkað annan eins viðbjóð. Einnig var boðið upp á litlar pizzur en þær voru líklega bakaðar fyrir svona ári síðan því að járnkjafturinn úr James Bond-myndunum í gamla daga er líklega sá eini sem átti möguleika á að bíta í gegnum þær. Blessunarlega tókst þessum mat, ef mat skyldi kalla, ekki að skyggja á gleðina sem ríkt hefur hér í Aþenu síðustu þrjár vikur. Blessaðir Grikkirnir verða samt ör- ugglega með mikla timburmenn þeg- ar allur mannfjöldinn er farinn heim á ný og stóru, flottu íþróttahallirnar, sem þeir hafa eytt milljörðum í að byggja, standa auðar því þeir hafa í raun ekki enn ákveðið hvað þeir ætla að gera við öll þessi mannvirki. ■ Vel heppnuðum leikum lokið Smith gerir framhald af Clerks Leikstjórinn og handritshöfund- urinn Kevin Smith er byrjaður að leggja drögin að framhaldi gamanmyndarinnar Clerks sem kom honum á kortið fyrir áratug. Sú mynd kostaði 27.000 dollara í framleiðslu og var tekin upp í verslun þar sem Smith starfaði. Hún var sáraeinföld, en um leið drepfyndin, og byggði aðallega á samtölum tveggja afgreiðslu- manna. Framhaldsmyndin á að gerast 10 árum síðar. „Þetta snýst um hvað verður um þessa rúmlega tvítugu letingja þegar þeir þurfa að þroskast og fara að gera eitt- hvað meira en kjafta um popp- menningu og kynlíf,“ segir Smith. 10 ára afmælisútgáfa Clerks kemur út 7. september og Smith segir að hann hafi fengið hug- myndina að framhaldinu þegar hann tók saman þriggja diska af- mælisútgáfuna. Nýja myndin mun heita The Passion of the Clerks og áætlað er að tökur hefj- ist í janúar. „Hún verður mjög fyndin, mjög hrá og ofboðslega kjaftfor. Alger andstæða Jersey Girl,“ segir leik- stjórinn og vísar þar til síðustu myndar sinnar, sem olli aðdáendum hans miklum vonbrigðum. ■ KEVIN SMITH Þessi beitti húmoristi floppaði með Jersey Girl en leitar nú aftur til upprunans og ætlar að gera framhald af Clerks. ■ KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.