Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 ÓKEYPIS FARTÖLVUTRYGGING* * Vátryggjandi er Sjóvá-Almennar. Láttu ekki fjármálin flækjast fyrir flér í náminu. fiú getur skrá› flig í Námsmannafljónustuna í öllum útibúum Íslandsbanka e›a á isb.is. SKRÁ‹U fiIG STRAX! Vi› bjó›um VERNDARANN velkominn í Námsmannafljónustuna og bendum á gó›a kosti sem honum fylgja: Ath. sértilbo› hjá Apple, Odda og Tölvulistanum. Gengi› frá láninu á sta›num í völdum verslunum. HAGSTÆTT TÖLVUKAUPALÁN ... og margt, margt fleira. F í t o n / S Í A F I 0 1 0 3 1 6 Frá framlei›endum Vekjarans, Flettarans og Skemmtarans kemur N†JUNG Í NÁMI: Bílskúr og brunnar í Afríku Hann sat í sólinni á pallinum viðinnflutta einbýlishúsið sitt og sagði við mig: Eina vandamálið er allt þetta dót. Við erum alltaf að kaupa nýtt dót. Ég er ekkert betri en konan. Verri ef eitthvað er. Ég er alveg veik- ur fyrir nýju dóti. Við eigum peninga, skilurðu. Höfum það fínt. Nema það safnast upp gegnum lífið, allt þetta dót. Og bílskúrinn var orðinn fullur af dóti. Bílarnir komust ekki lengur inn. HANN HLÓ. Samt lét hann þetta hljóma eins og stærsta vandamál lífs síns. EN HANN hafði reyndar fundið lausn á vandamálinu með dótið, og ljómaði af ánægju þegar hann hélt áfram: Ég sá auglýstan bílskúr til sölu, að vísu í öðrum borgarhluta, en ég keypti hann umsvifalaust. Svo flut- ti ég allt dótið úr gamla bílskúrnum í nýja bílskúrinn! Frábær lausn. En veistu hvað! Nú er gamli bílskúrinn aftur að fyllast af dóti svo ég kem bíl- unum ekki lengur inn. Líklega verð ég að fá mér þriðja bílskúrinn. BANDARÍSKI rithöfundurinn John Steinbeck sagði: Ef ég vildi eyði- leggja þjóð, mundi ég gera það með því að gefa henni of mikið af öllu og innan skamms væri hún orðin sýkt, gráðug, aumingi inn í merg. ER EKKI RÉTT að meta stöðuna? Bílskúrarnir eru fullir af dóti. Bank- arnir auglýsa í kapp lán fyrir sólpöll- um, sundlaugum, utanlandsferðum og öllu sem hugurinn girnist. Börn á grunnskólaaldri eru í sigti markaðs- deilda stórfyrirtækjanna. Blóðbað tölvuleikja og bandarískir ruslþættir eru sá veruleiki sem mörg börn alast upp í. Og nú er góðæri og allir safna skuldum, nema hinir ofsaríku sem verða alltaf ríkari og ríkari. Og allt snýst um peninga, um dót. Með sama áframhaldi verðum við dótafólk í dótalandi. Inn í merg. SÍÐUSTU ÁR hafa meira snúist um umbúðir en innihald. Þetta hefur verið ósköp innantómt og svæfandi. En nú er eins og margt sé að vakna samtímis. Ungan mann hitti ég á dögunum, sem hefur sett sér að grafa hundrað brunna í Afríku. Hann eignast líklega aldrei bílskúr og þar með aldrei dót til að fylla bílskúrinn með, en ég gæti trúað að hundrað brunnar í Afríku færi meiri gleði en margir bílskúrar af dóti. HRAFNS JÖKULSSONAR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.