Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG LÆGIR SÍÐDEGIS Í BORGINNI og á vesturhelmingi landsins. Talsverð rigning sunnan til en þurrt að kalla á Norðaustur- landi. Hlýtt í veðri. Sjá síðu 6. 31. ágúst 2004 – 236. tölublað – 4. árgangur HREFNA ÉTUR ÞORSK Þorskur hefur fundist í hrefnum norðan við landið. Staðfestir með óyggjandi hætti að þorskur er hluti af fæðu hrefna, segir sérfræðingur. Hve stór sé ekki vitað og skýrist við lok vís- indaveiða árið 2006. Sjá síðu 2 TÓK UPP RÁNIÐ Þrír menn voru hand- teknir eftir að hafa rænt peningaflutninga- bíl í Ósló. Til skotbardaga kom milli lög- reglu og ræningja. Norsk klámmynda- stjarna náði öllu á myndband og vill selja söguna. Sjá síðu 4 LÖGGUNA Í SMÁBÍLA Ólíkt því sem víða gerist erlendis eru hér engir smábílar notaðir til lögreglustarfa. Hægt væri að kaupa fjóra slíka fyrir hvern Volvo sem lögreglan notar og ná þannig fram umtalsverðum sparnaði. Sjá síðu 6 EKKI SVEIFLA Í FASTEIGNUM Lík- legt er að nýir lánamöguleikar bankanna hafi áhrif á þróun hagstærða. Fasteignasali segir fólk vera smeykt við að binda sig til langs tíma og bíði eftir aðgerðum Íbúða- lánasjóðs og Alþingis. Sjá síðu 8 Harpa Guðmundsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Alexandertækni er lífsstíll ● heilsa 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 SJÓSLYS Einn maður lést en öðrum var bjargað um borð í þyrlu Land- helgisgæslunnar þegar kanadísk skúta sökk suðvestur af Malarrifi upp úr klukkan fimm í gærdag. Mjög slæmt veður var þegar skútan fórst, hávaðarok og öldur sem náðu fjögurra til fimm metra hæð. Landhelgisgæslan hóf leit að skútunni eftir að beiðni barst frá björgunarstjórnstöð í Halifax. Þá höfðu ættingjar mannanna um borð tilkynnt um að skútan væri að sökkva eftir að annar mannanna hringdi heim og lét vita hvað væri að gerast og um staðsetningu þeirra. TF-LIF flaug á vettvang en þegar þangað var komið sást í fyrstu ekkert nema brak úr skút- unni sem var þegar sokkin. Menn- irnir fundust hins vegar furðu fljótt þegar miðað er við hversu erfiðar aðstæður voru og ekki síst í ljósi þess að þeir voru dökkklæddir, annar í björgunargalla en hinn í vesti. Maðurinn sem lifði sjóslysið af var að jafna sig á Landspítalanum við Hringbraut í gærkvöldi. Hann var hrakinn og kaldur þegar komið var með hann þangað en jafnaði sig smám saman þegar hlúð var að honum og hann fékk heitt að drekka. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Skútan var úr timbri en átti að þola mikil sjóalög. ■ Kanadísk skúta með tvo innanborðs sökk: Einn fórst þegar skúta sökk Öldungur andast: Lifði tvær styrjaldir ÞÝSKALAND AP Elsta kona Þýska- lands, Lina Zimmer, er látin 111 ára að aldri. Lina lifði tvær heimsstyrjaldir á ævi sinni og fjölmörg stjórnar- form. Þegar hún fæddist var Vil- hjálmur II keisari, síðan tók við Weimar-lýðveldið, Þriðja ríki Hitlers, Vestur-Þýskaland og loks sameinað Þýskaland. Lina hélt upp á 111 ára afmælið sitt í faðmi fjölskyldunnar 20. nóv- ember síðastliðinn. Galdurinn að langlífi sagði hún vera að láta skyn- semina ráða, vera ekki að æsa sig að óþörfu og vera sáttur við sitt. ■ TENGSL ERFÐA VIÐ KRABBA- MEIN Í hádeginu í dag verður fluttur fyr- irlestur um gena- og erfðafræði og tengsl erfða við krabbamein á vegum hjúkrunar- fræðideildar Háskóla Íslands. Hann verður haldinn í stofu 103 í Eirbergi við Eiríksgötu 34. Fyrirlesari er dr. Marcia Von Riper. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. VIÐSKIPTI Menningar- og samfélags- sjóður sem fyrirhugað var að stofna við kaup KB banka á Spron væri að verðmæti 8,4 milljarðar nú ef við- skiptin hefðu gengið eftir. Mestu munar um hækkun bréfa KB banka en sjóðurinn hefði átt tvo milljarða í þeim. Restin var í skuldabréfum sem hafa gefið góða ávöxtun frá áramótum. Sjóðurinn hefði við stofnun orðið sex milljarðar króna. Alþingi stöðvaði viðskiptin með lagasetningu og því varð ekkert af sjóðnum. Pétur Blöndal greiddi at- kvæði gegn frumvarpinu. Hann segir að varlega beri að fara í slíka útreikninga á sjóðnum. Árferði á verðbréfamörkuðum hafi verið mjög gott. „En hafi sjóðurinn getað úthlutað 300 milljónum króna á ári við stofnun, þá ætti hann að geta skilað enn meiru nú.“ Pétur óttast að sparisjóðirnir muni eiga erfitt með að keppa um nýju húsnæðis- lánin. „Þeir segja að meðan þeir geti notað innlánin til þess þá sé það í lagi, en þeir bara geta það ekki. Það sem mun gerast er að menn munu breyta úr dýrum lánum í þessi nýju lán.“ Pétur ótt- ast því að smærri fyrirtæki verði undir í samkeppni og stóru bank- arnir vinni til sín viðskiptin. Þegar innlánum sleppir verða fjármálastofnanir að fjármagna lánin með skuldabréfaútgáfu. Reglan er sú að minni fjármál- stofnanir eru með mun hærra álag á skuldabréf sín en þær stærri. Þannig má gera ráð fyrir að fjár- festar leggi 0,3 prósentustig á bréf KB banka og Íslandsbanka frá ávöxtunarkröfu á ríkistryggð bréf. Ávöxtunarkrafan í síðasta útboði Íbúðalánasjóðs var 3,77. KB banki og Íslandsbanki fengju samkvæmt því kjörin 4,07. Aðrir þyrftu að borga hærra álag. Einar Oddur Kristjánsson var einn flutningsmanna sparisjóða- frumvarpsins. Hann telur enga ástæðu til að snúa til baka. „Þeir sem eru í viðskiptum verða alltaf að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Ég vona svo sannarlega að sparisjóð- irnir geri það,“ segir Einar Oddur. haflidi@frettabladid.is Samfélagssjóðurinn væri 8,4 milljarðar Pétur Blöndal telur að sparisjóðir og minni fjármálafyrirtæki geti ekki keppt við ný lán bankanna. Einar Oddur Kristjánsson segir sparisjóðina verða að laga sig að nýjum aðstæðum. LENT MEÐ MENNINA Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með mennina á Reykjavíkurflugvelli laust eftir sjö í gærkvöldi. Þyrlan fór í loftið 17.28, var komin á vett- vang 18.05 og fann mennina átta mínútum síðar. Klukkan 18.20 var búið að hífa þá báða um borð og haldið aftur til Reykjavíkur. ● ka-menn unnu fylki 1-0 í árbænum Landsbankadeild karla: ▲ SÍÐA 22 KA skoraði loksins og vann? Jónas Ingimundarson: Á svo sannarlega skilið að um hann sé skrifað ● segir ævisöguritarinn Gylfi Gröndal Vernharður Linnet: Alveg frábær tilfinning ● 60 ára í dag SÍÐA 18 ▲ ▲ SÍÐA 30 Fangi: Flúði af Litla-Hrauni FANGELSISMÁL Fangi flúði af Litla- Hrauni um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi. Allt lið lögreglunnar á Sel- fossi hóf leit að manninum og lög- reglan í Reykjavík tók sér stöðu við Rauðavatn og skoðaði í bíla hvort fanginn væri þar á ferð. Hann hafði ekki fundist þegar blaðið fór í prentun. Maðurinn sem flúði er tæplega þrítugur og hefur hlotið nokkra dóma síðasta áratuginn, meðal ann- ars fyrir rán sem hann framdi í búð vopnaður hnífi. Að auki hefur hann verið dæmdur fyrir skjalafals, inn- brot og þjófnaði. Hann var dæmdur í 22 mánaða fangelsi í Hæstarétti síðla árs í fyrra fyrir tilraun til inn- brots og var hluti refsingarinnar vegna fyrri dóms sem var skilorðs- bundinn. ■ LITLA-HRAUN Fangi flúði um kvöldmatarleytið. Mikil leit var gerð að honum í gærkvöldi. M YN D /L AN D H EL G IS G Æ SL AN /J Ó N P ÁL L ÁS G EI R SS O N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.