Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 6
6 31. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Áhugi á nýjum bankalánum: Fundur til að mæta fræðsluþörf VIÐSKIPTI „Það er þó nokkuð mikið um að fólk hafi komið til þess að fá okkur til að endur- fjármagna lánin,“ segir Friðrik Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs KB banka. KB banki boðar til fræðslu- fundar um nýju lánin í kvöld og annað kvöld. Friðrik segir að þó margir hafi beðið bankann um að endurfjármagna lán sín séu þeir miklu fleiri sem hafi spurst fyrir og leitað upplýsinga. „Þessi fundur er til þess að svara þörfinni sem við finnum fyrir hjá fólki sem vill skoða málið betur.“ Friðrik segir að auk fyrir- spurna þá hafi umferð á heima- síðu bankans og í lánareiknivél verið mikil. „Fólki gefst tæki- færi á þessum fundi að kynna sér möguleikana betur. Þarna verður fjöldi sérfræðinga sem getur svarað spurningum fólks um lánin.“ Hann segir að þarna fái fólk tækifæri til þess að koma utan vinnutíma og skoða hvort endur- fjármögnun henti því. Það sé um að gera fyrir þá sem vilja kynna sér málið að nýta tækifærið. „Þetta er mál allrar fjölskyld- unnar.“ ■ Lögreglan ætti að prófa smábíla Ólíkt því sem gerist víða erlendis eru hér engir smábílar notaðir til lögreglustarfa. Hægt væri að kaupa fjóra slíka fyrir hvern þann Volvo sem embættin nota mikið og ná þannig fram umtalsverðum sparnaði. LÖGREGLUMÁL „Eitt helsta vanda- málið er að búnaður lögreglubíla er það mikill orðinn að hann kemst illa fyrir í smærri bílum,“ segir Guðmundur H. Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Lög- reglubílar á Íslandi eru flestir af stærri gerðinni og vekur athygli að það á líka við um höfuðborgar- svæðið. Víða erlendis eru lög- reglumenn á smærri bifreiðum sem henta borgarumferð betur, eyða og menga minna og spara þannig talsverða fjármuni. Eðlilegt er að lögregluembætti noti mismunandi tegundir bif- reiða vegna mismunandi verk- efna sinna en margir telja að spara megi mikið með skynsam- legri kaupum en verið hefur. Ekkert lögregluembætti hér á landi notar reglulega smærri bíla en Opel Vectra, en slíkir bílar kosta frá tveimur milljónum króna. Lögreglan í Reykjavík notar slíkar bifreiðar talsvert en einnig er mikið um Volvo S80 sem eru helmingi dýrari. Slíkir bílar kosta allt að fimm milljónum króna. Þá kostar sú tegund mótor- hjóla sem notuð er hjá Lögregl- unni í Reykjavík einnig tæpar fimm milljónir. Öflug hjólin eru ekki notuð þar sem þau koma að hvað bestum notum, á þjóðvegum landsins. Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir höfuðborgina varla samanburðar- hæfa við erlendar borgir hvað þetta varðar. „Þar eru borgar- kjarnar mun stærri en hér þar sem svæði hvers bíls er mikið stærra. Hér eru bílar sendir um alla borg eftir aðstæðum en sinna ekki eingöngu ákveðnum svæðum.“ Guðmundur H. Jónsson, telur hins vegar vel þess virði að prófa smærri bíla í borginni og síðan sé hægt að draga ályktanir. „Þetta hefur að sjálfsögðu mikið með starfsaðstöðu lögreglumannanna að gera. Það má færa fyrir því rök að bílarnir þurfi að vera af ákveð- inni stærð, en mér þætti eðlilegt að eitthvert embættanna prófaði smábíl á borð við þá sem notaðir eru víða erlendis til að fá saman- burðinn.“ albert@frettabladid.is Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis: Góð afkoma hjá SPRON VIÐSKIPTI Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hagnaðist um rúm- lega þrettán hundruð milljónir eftir skatta á fyrri helmingi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður sparisjóðsins ríflega tvö hundruð milljónir. Hagnaður SPRON er fyrst og fremst kominn til af gengis- hagnaði vegna umsýslu með hlutabréf. Á fyrri helmingi ársins nam gengishagnaður bankans rúmlega 1,6 milljörðum króna, sem er nokkurn veginn jafnt og hagnaður sjóðsins áður en tekið er tillit til skatta. ■ Maraþonárásin: Klerkurinn dæmdur AÞENA, AP Írski presturinn Corneli- us Horan, sem réðst á brasilíska hlauparann Vanderlei de Lima þegar hann var fremstur í mara- þonhlaupi Ólympíuleikanna á sunnudag, hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Fang- elsisdómurinn er þó skilorðsbund- inn til þriggja ára. Horan var einnig sektaður um andvirði hátt í 300 þúsund króna fyrir árásina. Kaþólska kirkjan á Írlandi bannaði Horan að sinna prests- störfum fyrir áratug síðan. Hann á við geðræn vandamál að stríða og var tekið tillit til þess við dómsuppsögu. ■ ■ VIÐSKIPTI GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,43 0,43% Sterlingspund 129,72 -0,18% Dönsk króna 11,74 0,01% Evra 87,26 -0,01% Gengisvísitala krónu 121,85 -0,23% KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTA- BRÉF Fjöldi viðskipta 341 Velta 1.953 milljónir ICEX-15 3.383 -1,36% Mestu viðskiptin Tryggingamiðstöðin hf. 389.352 Össur hf. 371.750 Bakkavör Group hf. 355.880 Mesta hækkun Bakkavör Group hf. 1,89% Actavis Group hf. 1,08% Mesta lækkun Burðarás hf. -3,70% Marel hf. -2,73% Kaupþing Búnaðarbanki hf. -2,15% Erlendar vísitölur DJ * 10.172,7 -0,22% Nasdaq * 1.844,6 -0,94% FTSE 4.490,1 óbr.** DAX 3.838,9 -0,32% NIKKEI 11.184,5 -0,22% S&P * 1.109,6 0,40% * Bandarískar vísitölur kl. 16.50 ** Breskir markaðir voru lokaðir í gær VEISTU SVARIÐ? 1Á hvaða maraþonhlaupara var ráðistí Aþenu? 2Hvar geta forkólfar verkalýðsfélagastundað sérsniðið nám? 3Hvar standa sex ungir austfirskirlistamenn að sýningu? Svörin eru á bls. 30 HORAN Í ÁHORFENDASKARANUM „Ísrael er uppfylling spádómsins segir Biblían“ stóð á baki klerksins. MIKILL ÁHUGI Friðrik Halldórsson hjá KB banka segir marga hafa óskað eftir skuldbreytingu, en mun fleiri spurst fyrir. Bankinn hyggst halda fræðslufund til að svala forvitni fólks um ný húsnæðislán bankanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LÖGREGLAN Á BLÖNDUÓSI Lögreglan notar margskonar bíla í eftirliti víða um land. Fram eru komnar hugmyndir um að taka upp notkun smábíla í Reykjavík, líkt og tíðkast hjá lögregluyfirvöldum víða erlend- is í borgum. ÍSLANDSBANKI FÆR A Matsfyrir- tækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfismat Íslandsbanka. Bankinn fær einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar og F1 fyrir skammtímaskuldbindingar. Fram kemur að horfur séu á að lánshæf- ismatið verði stöðugt áfram. VAXTALÆKKUN ÍSLANDSBANKA Íslandsbanki tilkynnti í gær um hálfs prósentustigs vaxtalækkun á helstu inn- og útlánum, sem gildi taka á morgun. Í tilkynningu segir einnig að ákveðið hafi verið að lækka vexti minna á tveimur sparnaðarleiðum; Lífeyrissparnaði og Framtíðarreikningi, um 0,25 prósentustig. Bankinn vill með þessu undirstrika mikilvægi lang- tímasparnaðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.