Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 31. ágúst 2004 Hefur flú fengi› i›gjaldayfirliti›? Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2004. Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina maí og júní sl. vanti á yfirlitið. Mikilvægt a› bera saman yfirlit og launase›la! Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hefur verið af launum þínum í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsamlegast hafðu samband við viðkomandi fyrirtæki og/eða innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. október nk. Gættu réttar flíns! Mikilvægt er að fullvissa sig um að upplýsingarnar um iðgjöldin til lífeyrissjóðsins sem tilgreind eru á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt lífeyrisréttindi glatast. N O N N I O G M A N N I • N M 1 3 0 6 7 • s ia .i s Skrifstofa sjó›sins er opin frá kl. 8.30–16.30, Húsi verslunarinnar 4. og 5. hæ›, 103 Reykjavík Til sjó›félaga www.live.is Sími: 580 4000 | Myndsendir: 580 4099 | skrifstofa@live.is | www.live.is Bankarnir tapa ekki af húsnæðislánum: Íbúðalán binda fólk við bankana VAXTALÆKKUN Ein ástæða þess að bankanir sjá hag í húsnæðislánum með lægri ávöxtunarkröfu en á öðrum lánum þeirra er tryggari aðgangur að viðskiptavinunum. Þetta segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Bankarnir gera kröfu um að viðskiptavinir séu í öðrum við- skiptum innan þeirra; með launa- reikning og jafnvel eitthvað fleira. Um leið er ekki hægt, eða erfiðara, að segja viðskiptunum upp. Það bindur viðskiptavinina bankanum traustari böndum,“ segir Gylfi. Gylfi segir það vel þekkt í verslunum og viðskiptum að bjóða góð kjör á ákveðnum vörum til að selja meira af öðrum. „Að þeir hafi teygt sig svo langt að það sé tap á lánunum get ég ekki tekið undir,“ segir Gylfi um orð Halls Magnússonar, sviðstjóra þróunar og almannatengsla hjá Íbúðalána- sjóði, sem segir að nái bankarnir ekki að endurfjármagna þau lán á lægri vöxtum sem þeir endurlána til íbúðakaupa tapi þeir á þeim. Gylfi segir það fara eftir efnum og ástæðum hvort rétt sé að mæla með íbúðalánum bank- anna. Þau séu þó góður valkostur: „Ef mönnum dugar húsnæðislán frá Íbúðalánasjóði er ekki ástæða til að fara til bankanna. Ef menn þurfa meiri lán en Íbúðalánasjóð- ur býður eða menn eru að fjár- magna húsnæði með skammtíma- lánum eða dýrum lánum eru lánin tvímælalaust betri kostur en það.“ ■ Var ranglega greindur: Átta ára óþörf barátta BANDARÍKIN, AP Síðustu átta ár hefur Jim Malone, sem býr í San Francisco, átt við mikið þunglyndi að stríða enda kannski ekki nema von því hann hefur búist við því að geta dáið nánast hvenær sem er. Fyrir átta árum var Malone greindur með alnæmi. Greiningin hafði að sjálfsögðu djúpstæð áhrif á líf Malone sem gjörbreyttist. Hann léttist mikið og barðist við sálræna kvilla. Malone sótti stuðningsfundi fyrir fólk sem hefur alnæmi og þáði matargjafir frá alnæmissamtökum. Fyrir fáeinum dögum gjör- breyttist líf Malone á nýjan leik þegar læknirinn hans sagði honum að hann væri ekki með alnæmi. Mistök hefðu orðið við greining- una. Malone, sem er samkyn- hneigður, segir fréttirnar vissu- lega vera mikinn létti fyrir hann. Hann segist samt vera mjög reiður út í kerfið enda hafi hann lifað í stanslausum ótta síðustu átta ár. Ekki er enn ljóst hvort Malone ætli í mál vegna mistakanna. ■ ALVARLEGT UMFERÐARSLYS Í FRAKKLANDI Átta manns létust og 46 slösuðust í umferðarslysi nálægt Bordeaux í Frakklandi. Tildrög slyssins voru þau að spænsk rúta snarhemlaði á þjóðveginum eftir að farmur féll af sendibíl fyrir framan hana. Afleiðingarnar voru þær að tíu bílar sem voru á eftir rútunni lentu í árekstri. 130 slökkviliðsmenn og 24 sjúkrabílar komu á vettvang og tók björgunar- starf nokkrar klukkustundir. MINNISVARÐAR UM FASISTA FJARLÆGÐIR Stjórnvöld í Króatíu hafa fjarlægt tvo minnisvarða síðan á nasistatímanum í kjölfar nýrra laga sem banna það að upp- hefja megi fasistatímabilið í landinu . Skjöldur til heiðurs Mile Budak var fjarlægður. Budak var upphafsmaður laga sem leiddu til þess að fjöldi gyðinga, Serba og sígauna voru teknir af lífi. Stytta af stríðsglæpamanninum Jure Francetic var einnig fjarlægð. GYLFI MAGNÚSSON Segir fólk tvímælalaust eiga að endurfjár- magna dýr lán svo sem krítarlán og yfir- drætti sé þess kostur. Vegna tryggðar- ákvæða lánanna og svipaðra kjara bank- anna og Íbúðalánasjóðs sé hann fyrsti kostur þurfi ekki fleiri lána við. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Líkamsárás: Með fjörutíu spor í andliti LÍKMASÁRÁS Rúmlega þrítugur maður hlaut fimm skurði í and- litið og var saumaður 40 sporum eftir að hann var sleginn í andlitið með bjórglasi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt mánudags. Maðurinn var fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann var saumaður en hann missti mikið blóð vegna áverka sinna. Árásarmaðurinn sem er rúmlega tvítugur var látinn gista í fangageymslum lögreglunnar. Hann var yfirheyrður í gær- morgun en sleppt að því loknu og telst málið upplýst. ■ ■ EVRÓPA TRÚARHÁTÍÐ UNDIRBÚIN Listamaður málar fílshöfuð hindúaguðsins Ganesh, sem er guðinn sem fjarlægir hindranir. Trúarhátíð til heiðurs guðinum hefst 18. september. Samkvæmt hindúatrú hafði guðinn Ganesh fílshöfuð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.