Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 22
6 31. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR SPIRU-TEIN Fæðubótarefni sem sker sig úr! SPIRU-TEIN inniheldur: • Hágæða soja próteín • Spirulina svifþörung. Í honum eru allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar • Hafratrefjar sem gefa fyllingu og hraða fæðunni gegnum meltingarfærin • Meltingarensím úr ávöxtum. • Pektín, sem aðstoðar við losun óæskilegra málma og eiturefna úr líkamanum • Fullan dagsskammt af öllum vítamín og flestum steinefnum • Lesitín 5 bragðtegundir SPIRU-TEIN er laust við: • Hvítan sykur • Gervisætuefni eins og sakkarín og aspartam • Erfðabreytt soja og önnur erfðabreytt matvæli • Kemísk litar- og bragðefni „Við hjá íþróttamiðstöðinni Björk í Hafnarfirði erum með frábæran klifurvegg sem er 7 metra hár og 20 metra breiður, fyrir utan sérstakan barnaklifurvegg,“ seg- ir Sólveig Valgeirsdóttir, íþróttafulltrúi hjá Fimleikafélaginu Björk, en félagið býður upp á námskeið í klifri fyrir byrjendur og lengra komna. „Klifur er skemmtileg íþrótt sem fer ört vaxandi hjá félaginu, ekki síst sem fjöl- skylduíþrótt þar sem allir geta verið með og þá læra þátttakendur að taka ábyrgð hver á öðrum.“ Klifurveggurinn er opinn alla daga vik- unnar, en Sólveig segir líka vinsælt að hópar komi í vegginn og fari svo í heita pottinn og gufu á eftir. „Einnig er í boði að halda upp á barnaafmæli, þar sem hægt er að hafa veit- ingar, fara í klifurvegginn eða hoppa á trampólíni, en í Íþróttamiðstöðinni eru skemmtilegir salir með trampólíni. Þá bjóðum við upp á fimleika, jóga, ballet, dans, meðgönguleikfimi, leikfimi með ungabörn og margt fleira í vetur,“ segir Sólveig. ■ Klifur er skemmtileg íþrótt sem öll fjölskyldan getur stundað saman. Fimleikafélagið Björk: Klifur fyrir alla Hvernig er best að styðja reyk- ingamenn til að hætta að reykja? er ein þeirra spurninga sem leitað verður svara við á ráðstefnunni Loft sem haldin verður dagana 16.ñ 17. september á Hótel Örk í Hveragerði. Markmið ráðstefn- unnar er meðal annars að fá heil- brigðisstarfsfólk í landinu til að stilla saman strengi sína og hjálp- ast að við að draga úr reykingum. Þarna verða fjölmörg atriði rædd, meðal annars árangur reykinga- varnarnámskeiðs og reykleysis- meðferðar. Svo drepið sé ofan í dag- skrána þá má geta erindis Þórunnar Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræð- ings á Reykjalundi, sem nefnist Reyklaust líf, erindi Guðjóns Berg- mann sem heitir Getur sá sem reykir breytt hugarfari sínu? og innleggs Magnúsar Ólafssonar, læknis á Reykjalundi, Koma nála- stungur að gagni? Munntóbak, ógn eða blessun heitir einn dagskrár- liðurinn og annar heitir Létta leiðin til að hætta að reykja. Heilsustofnun NLFÍÝí Hvera- gerði hefur umsjón með ráðstefn- unni, en aðrir sem að henni standa eru Landlæknisembættið, heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið, Lýðheilsustöð, Ráðgjöf í reykbindindi, Læknar gegn tóbaki, fagdeild lungnahjúkrunarfræð- inga og fleiri aðilar. Pokasjóður styrkir ráðstefnuna auk ýmissa fyrirtækja. ■ Loft - ráðstefna um tóbaksvarnir: Barist fyrir reyklausu lífi landans Hér er búið að drepa í - vonandi fyrir lífstíð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.