Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 31. ágúst 2004 www.worldclass.is JÓGA Ropeyoga Ropeyoga sameinar hug, líkama og sál. Ropeyoga eykur upptöku súrefnis í líkamanum og styrkir kviðinn, miðju líkamans, bætir virkni sogæðakerfisins og beinir orkunni í jákvæðan farveg. Kennari: Brynjúlfur Jónatansson, jógakennari frá Kripalu í Bandaríkjunum. Námskeiðið byrjar 1. september. Jóga á meðgöngu Námskeiðið byggist á styrktar-, teygju- og öndunaræfingum til að auðvelda meðgöngu og fæðingu. Aðaláhersla er lögð á mjaðma- og grindarbotns- æfingar, stöður sem styrkja líkamann, öndunaræfingar og slökun. Kennari: Sólveig Jónasdóttir, jógakennari frá Kripalu í Bandaríkjunum. Námskeiðið byrjar 1. september. Minnum á mömmutíma sem eru opnir tímar ætlaðir nýbökuðum mæðrum og börnum þeirra. Jóga fyrir börn og foreldra Jóga er góð leið til að læra að slaka á, auka líkamsvitundina, styrkja líkamann og næra andann. Jóga getur hjálpað börnum að róa sig niður og taka betur eftir. Skemmtileg og skapandi stund fyrir börn og foreldra. Aldursflokkar: 4-6 ára, 7-9 ára og 10-12 ára. Kennari: Guðrún Arnalds, RCYP kennari í barnajóga. Námskeiðið byrjar 6. september. Námskeiðin standa í átta vikur. Skráning er hafin í síma 553 0000. Takmarkaður fjöldi. Aðgangur í Laugardalslaugina, tækjasali og opna tíma í World Class. Athugið úrval opinna jógatíma á worldclass.is A P a lm an na te ng sl „Margir af tímunum okkar eru kenndir eftir Les Mills-kerfinu sem er tilbúið æfingakerfi sem hefur verið prófað og þrautreynt erlendis,“ segir Linda Hilmarsdóttir hjá líkamsræktarstöðinni Hress. „Þar á meðal eru tímar sem hafa verið vinsælir hérna eins og Bodypump og Bodybalance sem er blanda af jóga, Tai chi og Pilates, en við erum að bæta við okkur tímum þar vegna mikillar aðsókn- ar,“ segir Linda. Hún segir nýjustu viðbótina hjá Hress vera Bodyattack, sem er blanda af gömlu góðu þolfiminni og tímar sem reyna mikið á þolið. „Ætlast er til þess að fólk komi úr tímunum með það á tilfinningunni að það hafi gert aðeins meira en það ætlaði sér,“ segir Linda og bætir við að kennarnir fari í gegnum stranga þjálfun áður en þeir fái að kenna þessa tíma þannig að þeir viti ná- kvæmlega hvað þeir séu að gera. „Allir eiga að geta náð góðum árangri í þessum tímum og skemmt sér vel í leiðinni því á þriggja mánaða fresti endurnýj- ast tímarnir með nýrri tónlist og nýjum æfingum,“ segir Linda. Auk þessa segir Linda Hress vera með margt ann- að skemmtilegt í gangi eins og Rope yoga og orku- tíma fyrir börn á aldrinum 12 til 16 ára. „Þetta eru tímar sem eru ætlaðir til að hjálpa krökkum sem aldrei eða lítið hafa stundað íþróttir að vera ábyrgir fyrir eigin heilsu. Þeir fá fræðslu um gott mataræði og líkamsrækt og aðstoðum við þá að finna líkams- rækt við hæfi,“ segir Linda og bætir við að tækjasal- urinn standi auðvitað alltaf fyrir sínu og þangað geti allir leitað og jafnvel látið sérsníða fyrir sig æfinga- kerfi. ■ Linda Hilmarsdóttir segir Bodyattack vera spennandi nýjung í líkamsræktarflóruna. Bodyattack: Gamla góða þolfimin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.