Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 33
Eitt það versta við núverandi ástand á Siglufirði er að kvótakerfið kemur í veg fyrir alla ný- liðun í sjávarútvegi. Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Alvarleg staða á Siglufirði Lengi hafa stjórnvöld reynt að halda þeirri blekkingu að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili ein- hverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvóta- kerfisins. Ég á þá auðvitað við sið- leysið sem fólst í að fáum var af- hent á silfurfati eignarhald á auð- lind þjóðarinnar. Allir ættu að sjá fáránleikann í því að halda fram að einhver þjóðhagsleg hagræðing felist í kerfi sem hvetur til brott- kasts, veldur byggðaröskun og helmingi minni þorskafla en fyrir daga kvótakerfisins. Samt sem áður, þá hafa forustu- menn kvótaflokkanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks reynt að benda á að nú eftir að flokkarnir hafi ríg- bundið sjávarútveginn í kvóta, þá hafi komið fram sterk og öflug sjávarútvegsfyrirtæki. Eitt þeirra fyrirtækja sem kvótaflokkarnir hafa bent hróðugir á til marks um gríðarlegan árangur er Þormóður rammi á Siglufirði. Hver er staðan á Siglufirði, heimahöfn eins af flagg- skipum kvótakerfisins, Þormóðs ramma? Þeir sem hafa gleypt ó- hikað við áróðri kvótaflokkanna, s.s. Morgunblaðið, telja án efa að staðan á Siglufirði hafi sjaldan verið betri vegna „hagræðingarinnar“, en því miður er veruleikinn allur annar. Þormóður rammi er skuldum vafinn og hafa stjórnendur fyrir- tækisins neyðst til þess að boða að- gerðir sem fela í sér að leggja tveimur af þremur rækjutogurum, en sá þriðji verður gerður út fyrir sunnan land. Að óbreyttu verður staðan sú að enginn togari verður gerður út af félaginu frá Siglufirði, þar sem félagið seldi ekki fyrir löngu úr landi togara og annar var fyrir skömmu seldur í kaupleigu. Ég tel það án nokkrus efa vera mjög áhugavert rannsóknarverk- efni fyrir duglegan blaðamann að fara rækilega yfir hvers vegna fyrirtækið er svo skuldum vafið en félagið skuldar tæpar fimmþúsund og þrjúhundruð milljónir króna og hvert fjármunir runnu? Eitt er víst að ekki hefur háum fjárhæðum verið varið til að endurnýja gömul skip fé- lagsins. Við blasir alvarleg staða við bæjarfélaginu þar sem fyrir- hugaðar breytingar á rekstri félags- ins munu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnuástand í bænum. Eitt það versta við núverandi ástand á Siglufirði er að kvótakerfið kemur í veg fyrir alla nýliðun í sjávaraútvegi sem leiðir til þess að duglegir sjómenn sem vildu bregðast við ástandinu og róa til fiskjar frá Siglufirði var gert það ómögulegt. Ég er einn þeirra sem ber hag Siglufjarðar fyrir brjósti. Ég hvet Siglfirðinga og aðra þá sem bera hag bæjarins og sjávarbyggðanna fyrir brjósti að ganga til liðs við okkur í Frjálslynda flokknum sem hefur gengið í fylkingarbrjósti og algerlega óhikað til þess verks að drepa úr dróma þau atvinnuhöft sem sjávarbyggðir landsins eru hneppt í. ■ 17ÞRIÐJUDAGUR 31. ágúst 2004 Þjóðaréttur vanvirtur Sífellt berast fréttir frá Írak af hryðjuverkum, stríðsátökum, gíslatökum og morðum. Ekkert lát virðist ætla að verða á hörmungunum þar og ætti það alls ekki að koma neinum á óvart; ofbeldi elur af sér meira ofbeldi. En hvernig datt mönnum í hug að koma þessari atburðarás af stað? Hvað kom þeirri flugu í höfuðið á ráðamönnum í grónum lýðræðis- ríkjum að virða helgustu reglur þjóðaréttarins að vettugi með jafn augljósum hætti og með innrásinni í Írak? Þórður Sveinsson á mir.is Framsókn að þakka Flestir Íslendingar eru með lán frá þremur aðilum: ÍLS, lífeyrissjóðum og bönkum. Vaxtakjör allra þessara aðila skrúfast nú niður hraðar en sést hefur hérlendis í ára- tugi. Á mannamáli þýðir það að útgjöld heimilanna lækka sem nemur hundruðum þúsunda á ári. Jafnframt munu lægri vextir efla hag fyrirtækja til frekari sókna á sviði verðmætasköpunar og mannaráðninga. Þegar svo 90% lán ÍLS verða að veruleika í haust vænkast hagur strympu enn frekar. Þess vegna má segja með gildum rökum að engin ein pólitísk aðgerð hafi haft jafn djúpstæð og jákvæð áhrif á afkomu heim- ilanna, fyrirtækjanna og samfélagsins í heild. Hér hefur verið lagður grunnur að stærsta kosningamáli Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar. Hjálmar Árnason á althingi.is/hjalmara Láta ekki Bush stjórna sér Einn hermannanna fyrrverandi, sem þjónuðu með Kerry í Víetnam og eru ekki sáttir við lýs- ingu hans á atburðum þar, ritaði grein í The Wall Street Journal í gær þar sem hann hafnar því alfarið að þeir séu útsendarar hægri manna í Bandaríkjunum. Hann segir þá til- heyra öllu hinu pólitíska litrófi og að þeir hefðu líka komið fram ef Kerry væri repúb- likani og það að þeir myndu ekki hætta gagn- rýni á Kerry þótt Bush forseti myndi biðja þá um að hætta gagnrýni sinni. Vefþjóðviljinn á andriki.is Framtíð falin í strákhvolpum Ég get ekki neitað því að það gladdi mig ríf- lega hálffertugan manninn nokkuð að vera kallaður strákhvolpur. Það minnti mig eilítið á þær sælustundir fyrir rúmum tíu árum eða svo þegar æskuljóminn var ögn meiri og maður var spurður um skilríki til að komast inn á skemmtistaði og kaupa öl í Ríkinu. Sá tími er löngu liðinn og orð Sigrúnar Magn- úsdóttur því óvænt tilbreyting. Þar talaði bitur og vonsvikin kona, sem þó hefur unn- ið mikið og gott starf fyrir Framsóknarflokk- inn um áratugaskeið eins og ég rakti ítarlega í 36. pistli mínum 4. febrúar 2002. Sé Sigrúnu hins vegar einhver sáluhjálp í því á efri árum að kalla mig strákhvolp þá er það mér algerlega að meinalausu. Framtíð flokksins er nefnilega ekki falin í Sigrúnu Magnúsdóttur heldur ungu fólki, stelpu- og strákhvolpum, sem sameiginlega eru og hafa verið að hasla sér völl í flokknum og mun taka við honum innan tíðar. Og sem betur fer eru þar margir mun yngri en ég. Guðjón Ólafur Jónsson á hrifla.is SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ÞINGMAÐUR FRJÁLSLYNDRA UMRÆÐAN KVÓTAKERFIÐ ,, AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.