Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 31. ágúst 2004 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Englendingur-inn Michael Owen byrjar vel hjá Real Madrid en liðið lék gegn Mallorca á sunnu- daginn var. Owen kom inn á í stað fyrirliðans, Raul Gonzalez, sem meiddist á fæti um miðjan fyrri hálf- leik. Owen var duglegur að sækja að marki andstæðinganna og mataði fé- laga sína með öflugum sendingum. Hann lagði upp eina mark leiksins þegar Ronaldo skoraði í byrjun seinni hálfleiks. Owen var ánægður með byrjunina. „Það er best í heimi að skora mörk en það er líka frábært að leggja þau upp fyrir félagana,“ sagði Owen. Sv e n - G ö r a nErikson hefur valið Jermain De- foe í landslið Eng- lendinga sem leik- ur í forkeppni heimsmeistara- keppninnar í næsta mánuði. Defoe hefur skor- að þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum deildarkeppninnar og spilað stóra rullu í liði Tottenham. Hann ætti að geta lífgað upp á framlínu enska liðs- ins. Englendingar stefna ótrauðir á HM 2006 því þar ætlar liðið sér stóra hluti. „Hver einasti leikur er mikilvæg- ur. Tap í einum eða tveimur þýðir að við erum úr leik,“ sagði Erikson. Það er ekki tekið út með sældinniað vera knattspyrnumaður í Króa- tíu ef marka má atburði helgarinnar. Hópur af einstaklingum réðst á tvo leikmenn Dinamo Zagreb og börðu þá til óbóta. Dario Zahora fékk að kenna á því fyrir utan heimili sitt á meðan Zoran Zekic fékk óvænta heimsókn á rauðu ljósi, þegar hópur af fólki dró hann út úr bílnum og lamdi hann. Árásirnar komu í kjölfar taps gegn toppliði Inter á sunnudag- inn. Dinamo hefur aldrei byrjað jafnilla og hefur aðeins einn af fyrstu sex leikjum deildarinnar. Lið Fiorentina íítölsku deild- inni hefur bætt við sig nokkrum nýjum leikmönn- um. Þar ber hæst Daninn Martin Jörgensen sem hefur verið á mála hjá Udinese síð- ustu sjö árin. Hann verður þó ekki laus allra mála hjá Udinese því félagið mun eiga áfram hlut í honum, þó hann færi sig um set. Þá hefur Fiorentina gert samning við Tékkann Tomas Ufjalusi og japanska miðjumanninn Hide- toshi Nakata. Vahid Halil-hodzic, þjálfari franska liðsins Paris St. Ger- main, hefur verið harðlega gagn- rýndur af stuðn- i n g s m ö n n u m liðsins sem eru hvergi nærri sáttir við gang mála. Halilhodzic verst allra árása og segir að uppbygging taki tíma. „Við stönd- um frammi fyrir erfiðum tímum. Strákarnir þurfa að koma sjálfs- traustinu í lag og margir hverjir eru ekki í sínu besta formi,“ sagði þjálfar- inn. Liðið er í tveggja vikna fríi vegna forkeppninnar á HM 2006 og sagði Halilhodzic að hléið væri kærkomið tækifæri til að vinna í málunum. Hagkvæmasta flutningsleiðin fyrir rokkara 25 tonn af rokki! Sími: 505 0400 Fax: 505 0630 www.icelandaircargo.is ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S IF R 24 77 7 0 8/ 20 04 Ísland er sannarlega komið á kortið hjá stærstu rokkstjörnum heims. Aldrei fyrr hafa svo margar stórhljómsveitir sótt Íslendinga heim til tónleikahalds. Hljómsveitum af þessari stærðargráðu fylgja dýrmæt tæki og tól í tonnavís. Þegar mikið er í húfi er leitað til fagmanna í flutningum sem bjóða hagkvæmustu flutningsleiðirnar: Icelandair Cargo. FÓTBOLTI Sir Bobby Robson hefur verið sagt upp störfum sem knatt- spyrnustjóra Newcastle United þar sem gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum. New- castle hefur aðeins fengið tvö stig í fjórum fyrstu leikjunum og situr í 16. sæti deildarinnar. Í yfirlýsingu sem Newcastle sendi frá sér í gær kemur fram að Robson muni taka við starfi liðs- stjóra hjá félaginu. Ekki er búið að finna arftaka Robson en hann hefur verið við stjórnvölinn frá 1999 þegar hann tók við af Hollendingnum Ruud Gullit. Mikið hefur gengið á í her- búðum Newcastle á þessari leiktíð. Kieron Dyer þurfti að biðja Rob- son afsökunar eftir að hann neitaði að spila aðra stöðu á vellinum en hann er vanur og eftir að Newcastle hóf að bjóða í Wayne Rooney hefur Craig Bellamy hótað að yfirgefa félagið. Allt keyrði svo um þverbak um helgina þegar Newcastle tapaði fyrir Aston Villa, 4-2, en þá stillti Robson upp Patrick Kluivert í byrjunarliðinu í stað Alans Shearer. Þetta er í fyrsta skipti frá því að Robson tók við félaginu að Shearer byrjar á varamanna- bekknum við fulla heilsu. Newcastle gekk ágætlega undir stjórn Robsons og komst meðal annars í Evrópukeppni fé- lagsliða og Meistaradeild Evrópu. Liðið vann þó ekki til neinna verð- launa í stjórnartíð hans. ■ Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle skiptir um þjálfara: Robson rekinn BOBBY ROBSON Hann hefur verið í fimm ár við stjórnvölinn hjá Newcastle.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.