Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 1
● fh vann stórsigur í Grindavík í gær Landsbankadeild karla ▲ SÍÐA 24 FH-ingar feti frá titlinum ● skipuleggur nú líkamsræktarráðstefnu Unnur Pálmarsdóttir: ▲ SÍÐA 30 Byrjaði í þolfimi með Magnúsi Scheving MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM Í BORGINNI og vestan til á landinu og stöku skúrir. Væta austan til fram á kvöld. Hiti víðast á bilinu 10-15 stig. Sjá síðu 6. 1. september 2004 – 237. tölublað – 4. árgangur GJALDEYRISLÁN BORGA SIG Hópur há- skólanema á Bifröst segir að borgað hefði sig fyrir lántakendur að taka gjald- eyrislán fremur en verð- tryggð íslensk lán á síð- ustu tíu árum. Vel þarf þó að fylgjast með þróun lánanna. Sjá síðu 2 BORGIN ÚR FJARSKIPTAREKSTRI Með sölu á Línu.neti lýkur umdeildum rekstri borgarfyrirtækja á fyrirtækjum í fjarskipta- rekstri. Að minnsta kosti tveir milljarðar hafa tapast í fjarskiptarekstri borgarinnar síðustu fimm ár. Sjá síðu 4 LÍTIL RÆKJUVEIÐI Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma - Sæ- bergs hf., segir ekki borga sig að veiða rækj- una þegar olíulítrarnir sem þarf í veiðarnar eru fleiri en kílóin sem koma í land. Sjá síðu 6 SKRIÐA VAXTALÆKKANA KB banki ýtti nýrri skriðu lækkana af stað í gær þegar hann lækkaði vexti sína í 4,2 prósent. Sífellt erfiðara verður fyrir smærri fjármálafyrirtæki að fylgja eftir. Aðjúnkt við Háskólann í Reykja- vík telur engin rök lengur fyrir tilvist Íbúða- lánasjóðs. Sjá síðu 16 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 Ellert Aðalsteinsson ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Á leirdúfuveiðum ● nám ● fjármál Ruth Reginalds: ▲ SÍÐA 22 Fer í ræktina og borðar góðan mat ● 39 ára í dag Samkeppnisstaða fyrirtækja skerðist Nefnd ráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi leggur til að Samkeppn- isstofnun fái heimild til að stokka upp fyrirtæki. Ráðherra telur tillög- urnar styrkja efnahagslífið ef þær verða að lögum. MENNING Þrautasögu Þjóðminja- safns Íslands lýkur í dag þegar dyrnar að nýju og stórlega endur- bættu húsnæði safnsins að Suður- götu verða opnaðar aftur eftir sex ár. Hefur starfsfólk safnsins unnið hörðum höndum að því undanfarnar vikur að skipu- leggja eina mestu þjóðminja- og sögusýningu sem haldin hefur verið hér á landi af þessu tilefni. Mikið hefur gengið á síðan safninu var lokaði vegna endur- bóta árið 1988 og hafa ítrekað orðið tafir á framkvæmd verks- ins. Upphaflega stóð til að það yrði opnað aftur um aldamótin en Margrét Hallgrímsdóttir, þjóð- minjavörður, segir tafirnar hafa verið af hinu góða því tíminn hafi gefið starfsfólki tækifæri til að skipuleggja alla undirbúnings- vinnu og sýningar mun betur fyr- ir vikið. Ein mesta sýning um sögu lands og þjóðar frá landnámi til nútíma sem sett hefur verið upp hérlendis er aðalsýning safnsins. Í minni sölum verða sérsýningar; Brúðkaupssiðir á Íslandi og Mót- un ljósmyndunar á Íslandi. Í safn- inu eru nú tveir stórir sýningar- salir, kaffihús, safnverslun, fyrir- lestrarsalur og kennslustofa fyr- ir þá skólahópa sem áhuga hafa. Þjóðminjasafnið fagnar enn- fremur fleiri tímamótum í ár. Nú eru 60 ár síðan safnið var reist við stofnun lýðveldisins árið 1944. ■ Mannfjöldatölur: Fólksfjölgun í Evrópu EVRÓPUSAMBANDIÐ Íbúum Evrópu- sambandsins fjölgaði í fyrra um 0,4 prósent og eru um 456 milljón talsins. Það er tæplega 7,2 prósent jarðarbúa, en sem fyrr eru Kína og Indland fjölmennustu ríkin. Kínverjar eru 1.295 milljónir og Indverjar 1.057 milljónir. Fólksfækkun er mest í Lett- landi, Litháen og Eistlandi, eða rúmlega fjögur prósent fækkun. Kýpurbúum og Spánverjum fjölg- ar mest, um 21 og 15 prósent. Í flestum landa sambandsins má rekja fjölgun til innflytjenda. Írland og Holland skera sig þó úr, þar fjölgaði íbúum um átta og þrjú prósent, nær eingöngu vegna barneigna. ■ VIÐBRÖGÐ VIÐ MORÐUNUM Myndir af morðunum birtust á vef samtaka sem nefna sig „Her Ansar al Sunnah“ og vöktu óhug þeirra sem skoðuðu þær. Reiði í Nepal: Tólf gíslar myrtir NEPAL, AP Mikil reiði ríkir í Nepal eftir að tólf þarlendir gíslar voru myrtir af vígamönnum í Írak. Reiðin beinist bæði að morðingj- unum og stjórnvöldum í Nepal sem þykja ekki hafa gert nóg til að tryggja lausn gíslanna. Upptaka af morðunum var birt á vef sem tengist hóp íraskra vígamanna. Á myndbandinu sést grímuklæddur maður skera einn gíslanna á háls og annar skjóta hina í höfuðið. Stjórnvöld í Nepal hafa bannað þegnum sínum að vinna í Írak en margir freistast þó til þess í von um að geta framfleytt sér og fjöl- skyldum sínum. ■ MANNFJÖLDI Íbúum Evrópusambandsins fjölgaði um 0,4 prósent árið 2003 og eru orðnir 456 milljónir. VIÐSKIPTASKÝRSLAN Tillögur nefnd- ar um íslenskt viðskiptaumhverfi munu hafa lítil áhrif á starfandi fyrirtæki á Íslandi verði þær að lögum en munu styrkja íslenskt efnahagslíf, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Fulltrúar atvinnulífsins og einn nefndarmanna eru á annarri skoð- un. Þeir halda því fram að sam- keppnisstaða íslenskra fyrirtækja muni skerðast ef Samkeppnis- stofnun verði heimilað að krefjast uppstokkunar á fyrirtækjum telj- ist þau hafa brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Er það mat Þórdísar J. Sigurð- ardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík sem átti sæti í nefnd- inni, Ara Edwald, framkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins, Þórs Sigfússonar, framkvæmda- stjóra verslunarráðs, og Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphall- arinnar. Í skýrslunni er tekið fram að heimild til uppstokkunar sé í sam- ræmi við breytingar sem nýlega voru gerðar á samkeppnisreglum Evrópusambandsins og norskum samkeppnislögum. Þá segir að sambærilegar heimildir sé að finna í fleiri löndum. Einnig er bent á að Samkeppnisstofnun hafi þegar heimild til þess að beita ákvæði sem þessu varðandi opin- berar stofnanir sem stunda sam- keppnisrekstur. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir að áhyggjur atvinnulífsins séu byggðar á misskilningi. „Tillög- urnar eru í samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kringum okk- ur og ESB hefur þennan rétt. Ákvæðið verður tekið inn í EES- samninginn og því mun eftirlits- stofnun EFTA, ESA, fylgjast með því að þessu verði framfylgt á EES-svæðinu,“ segir hún. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að samkeppnisráð verði lagt niður. Samkeppnisstofnun taki við hlutverki þess og verði hún efld til muna. Sett verði á fót sérstök stofnun sem fari með eft- irlit með ólögmætum viðskipta- háttum. Ekki þótti nefndinni ástæða til að setja sérstök lög um hringamyndun. Stjórnarandstaðan segir margt gott í skýrslunni. sda@frettabladid.is Sjá nánar síður 10, 11 og 12. Eftir sex ár getur fólk loksins heimsótt nýtt og endurbætt safn: Þjóðminjasafnið opnað á ný LOKAFRÁGANGUR VIÐ ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, opnar í dag Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu að nýju eftir sex ára hlé. Núverandi safn er afar ólíkt því sem áður var og af tilefninu verða opnaðar glæsilegar sýningar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /G VA ÁHRIF SJÁVARÚTVEGSINS Sveinn Agnarsson, hjá Hagfræðistofnun, heldur er- indi um „Áhrif sjávarútvegs á íslenskt efna- hagslíf“ á málstofu Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar Háskólans í Odda, í stofu 101, klukkan fimmtán mínútur gengin í eitt í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.