Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 2
2 1. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Óvissa ræstitækna í Hafnarfirði: Óttast lægri laun við útboð á ræstingum ÚTHÝSING Sjötíu af um eitt hundrað starfsmönnum við ræstingar fyrir Hafnarfjarðabæ mættu á fund Verkalýðsfélagsins Hlífar í fyrra- kvöld. Fólkið er í óvissu um starfs- skilyrði sín vegna viðræðna Hafn- arfjarðarbæjar við fyrirtækið Sólar ehf., sem átti lægsta útboð í ræst- ingar á öllum stofnunum bæjarins. Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins, er uggandi vegna lægsta tilboðsins sem hljóði upp á sjö milljónir króna á mánuði sem sé um þremur milljónum lægra en bærinn greiði nú. Því sé erfitt að skilja hvernig hlutinir eigi að ganga óbreytt upp. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir mikilvægt að ná fram hagræðingu við rekstur bæjarins: „Auðvitað skiptir máli að tryggja að það sé gert í góðri sam- vinnu og samstarfi við aðila til að tryggja að við séum ekki að fá lak- ari þjónustu en við höfum í dag.“ Kolbeinn segir að sjálfsagt verði verulegar breytingar á starfi fólks- ins og launakjörum: „Ég get ekki séð annað en verktakinn sem eigi lægsta tilboðið sé ekki að reikna með sama kostnaði og ræstingar kosta bæinn í dag.“ Lúðvík segir að það fyrirtæki sem taki við ræstingum í bænum taki við þeim skyldum og ábyrgð varðandi réttindi og samninga starfsfólksins. Hann segir vinnutil- högun starfsfólksins breytast og ljóst sé að núverandi samningum þess verði sagt upp en öllum boðin störf hjá fyrirtækinu aftur sam- kvæmt nýju starfsskipulagi. ■ Gjaldeyrislánin hefðu borgað sig Hópur háskólanema á Bifröst segir að það hefði borgað sig fyrir lántak- endur að vera með gjaldeyrislán fremur en verðtryggð íslensk lán á síðustu tíu árum. Vel þarf þó að fylgjast með þróun slíkra lána. VAXTAMÁL Töluvert ódýrara hefði verið að taka lán í erlendum gjaldmiðli heldur en að taka verðtryggð íslensk lán á bestu kjörum fyrir tíu árum síðan. Þetta er niðurstaða fimm við- skiptafræðinema í Háskólanum á Bifröst. Í rannsókninni er borið saman hver afdrif láns hefðu orðið ef það hefði verið tekið árið 1994. Borið er saman hver staða þess væri hefði verið notast við bestu lánakjör á innlendum markaði og ef notast hefði verið við gjaldeyrislán. Í gjaldeyrislánum felst ákveðin gengisáhætta en engin verðtrygging. Við það bætist að vextir erlendis eru mun lægri heldur en hér á landi. Niðurstaðan er sú að á síðustu tíu árum hefði það borgað sig að taka gengisáhættuna frekar en þá áhættu sem fylgir verðtrygg- ingunni. Lægri vextir erlendis vega upp á móti gengissveiflu. Að sögn Elvu Bjarkar Barkar- dóttur, eins höfundar verkefnis- ins, virðist sem hin nýju láns- kjör bankanna, sem kynnt voru í síðustu viku með 4,4 prósent vöxtum til langs tíma með verð- tryggingu, séu ekki heldur betri kostur en erlend og óverðtryggð gjaldeyrislán. Hún leggur þó áherslu á að fólk verði að geta staðist sveiflur í afborgunum vegna breytinga á gengi. Hjálmar Blöndal, sem einnig átti þátt í verkefninu, segir að helsta niðurstaða vinnuhópsins sé sú að verðbólgan á Íslandi sé há og það geri verðtryggð lán dýr. Hann segir að útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram há á Íslandi sérstaklega vegna mik- illa framkvæmda í landinu og því sé líklegt að lán í erlendri mynt verði enn um sinn hag- kvæmari kostur fyrir íslenska neytendur. „Krónan virðist í nokkuð góðri stöðu og þess vegna er ljóst að okkar mati að í dag er mun hentugra að taka lán í er- lendri mynt. því fylgir hins vegar sú kvöð að menn þurfa að fylgjast vel með lánunum sínum. Menn geta gert það upp við sig hvort það borgi sig að fylgjast með lánunum sínum einn dag í mánuði og greiða nokkur hund- ruð þúsund krónum minna í vexti,“ segir Hjálmar. thkjart@frettabladid.is Vatnavextir: Lokað í Þórsmörk VATNSRENNSLI Flugbjörgunar- sveitin á Hellu varð að aðstoða fjölmarga ferðamenn við Þórs- mörk í gær en miklir vatna- vextir hafa verið í ám í nágrenn- inu og er ófært með öllu yfir Krossá. Rennsli í Steinholtsá var svo mikið að trukkur björgunar- manna flaut upp en dekk bílsins eru mannhæðarhá. Vel gekk að aðstoða þá sem á þurftu að halda og engin vandkvæði hlutust af. Búist er við að áfram verði rennsli með mesta móti næstu daga og komast því fáir í Þórs- mörk á meðan. ■ Evrópusambandið: Meirihluti vill aðild KÖNNUN Tveir af hverjum þremur landsmönnum eru hlynntir aðildarviðræðum við Evrópusambandið þrátt fyrir að nær helmingur sé andvígur aðild að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Samtök iðnaðarins. Samkvæmt könnuninni eru 71 prósent þeirra sem taka af- stöðu fylgjandi aðildarvið- ræðum en 29 prósent andvíg. Andstæðan er öllu meiri þegar spurt er beint um aðild að Evrópusambandinu, 53 prósent eru hlynnt aðild en 47 prósent andvíg. Þegar allir aðspurðir eru skoðaðir kemur í ljós að 61 pró- sent er fylgjandi aðildarviðræð- um, 24 prósent andvíg og fimm- tán prósent taka ekki afstöðu. 42 prósent eru fylgjandi aðild, 37 prósent andvíg og 21 prósent ó- ákveðin eða svara ekki. ■ ■ FANGELSI FANGINN GAF SIG FRAM Fanginn sem flýði af Litla-Hrauni um kvöldmatarleytið á mánudag gaf sig fram í gærmorgun og er því kominn í gæslu fangelsisyfir- valda á nýjan leik. Mikil leit var gerð að honum í fyrrakvöld, bæði á Suðurlandi og höfuðborgar- svæðinu. Ég varð miklu fróðari. Skarphéðinn Berg Steinarsson er stjórnarformaður Norðurljósa sem hafa áhuga á tímaritaútgáfu. Hann greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að meðal annars hefðu átt sér stað viðræður við Fróða áður en Oddi keypti fyrirtækið. SPURNING DAGSINS Skarphéðinn, varstu nokkurs fróðari? Svanhildur Hólm Valsdóttir: Hættir í Kastljósinu ATVINNUMÁL Svanhildur Hólm Valsdóttir, einn umsjónarmanna Kastljóssins í ríkissjónvarpinu, hættir þar innan tíðar og tekur við starfi umsjónarmanns Íslands í dag á Stöð 2, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Aðspurð sagðist Svanhildur ekki vera að hætta í bráð í Kast- ljósinu en neitaði að öðru leyti að tjá sig um málið. Vitað er að mikill titringur er innan RÚV vegna þessa, enda stutt síðan önn- ur vinsæl dagskrárgerðarkona, Eva María Jónsdóttir, fór einnig yfir á Stöð 2 þar sem hún mun sjá um vikulega þætti í vetur. ■ Í HAFNARFIRÐI Bærinn gekk frá samningi við fyrirtækið Sólar í gær. Ljóst er að á fjórða tug millj- óna sparast árlega við úthýsinguna. Starfs- fólk er uggandi um að kjör þeirra breytist. SPARNAÐUR EF TEKIN ERU LÁN Í ERLENDRI MYNT Að mati fimm háskólanema á Bifröst væri staða þess sem hefði tekið lán í erlendri mynt fyrir tíu árum betri en þeirra sem tóku verðtryggð lán á íslenskum markaði. Hermannaveiki: Veiki rakin til rakatækja SVÍÞJÓÐ, AP Nokkur fjöldi Svía hefur veikst af hermannaveiki í sumar og er talið að sjúkdóminn megi rekja til rakatækja í græn- metisborðum verslana. Tólf hafa greinst með hermannaveiki í sumar og hefur einn þeirra lát- ist, þó er ekki vitað hvort það sé af völdum hermannaveikinnar en hann þjáðist einnig af öðrum alvarlegum sjúkdóm. Við rannsókn kom í ljós að hermannaveikibakteríu var að finna í rakatæki í verslun í Umeaa. Eftir það hvatti lands- samband sænskra smásala þá til að slökkva á rakatækjum í búðum sínum. ■ SVANHILDUR HÓLM Úr Kastljósi Sjónvarpsins yfir í Ísland í dag á Stöð 2. M YN D /S IG U RÐ U R JÖ KU LL Ó LA FS SO N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I MOSKVA, AP Átta létu lífið þegar kona sprengdi sjálfa sig og aðra í loft upp fyrir utan neðanjarðarlestarstöð í Moskvu. Þrjátíu manns til viðbótar særðust í árásinni sem var gerð þegar fjölmargt fólk átti leið um stöðina. Árásin átti sér stað viku eft- ir að tvær rússneskar farþegaflug- vélar sprungu í loft upp, að því er talið er af völdum tveggja tsjetsjen- skra kvenna. Yuri Luzhkov, borgarstjóri í Moskvu, sagði að konan hefði verið á leið að lestarstöðinni þeg- ar hún kom auga á tvo lögreglu- menn. Þá hefði hún snúið við og sprengt sig í loft upp innan um fjölda fólks. „Fólk lá deyjandi á torginu,“ sagði Alexei Borodin sem kom á staðinn, ásamt móður sinni, skömmu eftir árásina. „Það lágu líkamshlutar út um allt…Við vorum á gangi innan um líkams- hluta,“ sagði hann og kvaðst hafa séð alla vega fimm einstaklinga sem voru mjög illa særðir. „Einn ungur maður reyndi að standa upp og gat það ekki.“ ■ Kona sprengdi sig í loft upp við neðanjarðarlestarstöð: Átta látnir og tugir særðir GERT AÐ SÁRUM VEGFARANDA Margir þurftu á hjálp sjúkraliða að halda eftir árásina. Þessi særðist lítillega í árásinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.