Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 16
Áralöngu jafnvægi á íbúðalána- markaði hefur verið raskað. Hörð samkeppni ríkir nú um viðskipta- vini á lánamarkaði. Í kjölfar þess að KB banki tilkynnti um ný íbúðalán með 4,4 prósenta vöxtum, fylgdu samkeppnisaðilar eftir. Íslands- banki og Landsbankinn lækkuðu sín lán samdægurs. Íbúðalánasjóður lækkaði sín lán eftir útboð.Lífeyrissjóðirnir fylgja á eftir. Þrír hafa lækkað sig meðal þeirra annar af tveimur stærstu, Lífeyrissjóður verslunarmanna. „Við erum þátttakendur á sam- keppnismarkaði og á slíkum mark- aði er aðgerðaleysi ekki nein lausn,“ segir Guðmundur Þ. Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfaviðskipta hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hann var varla búinn að sleppa orð- inu þegar KB banki tilkynnti um aðra vaxtalækkun. Vextir bankans verða nú 4,2 prósent og munu líka gilda fyrir þá sem þegar hafa end- urfjármagnað á 4,4 prósent lánum. „Annað hefði ekki verið sann- gjarnt,“ segir Friðrik Halldórsson, forstöðumaður viðskiptabankasviðs KB banka. KB banki ákvað auk þess að hækka veðhlutfall eigna á þeim stöðum þar sem bankinn rekur útibú. Samkeppnin hörð Ekki stóð á viðbrögðum. Um leið og ljóst var um vaxtalækkun KB banka tilkynnti Spron um lækkun í sömu prósentu. „Við vorum undirbúnir undir það að vextirnir myndu lækka,“ segir Ólafur Haraldsson, framkvæmda- stjóri hjá Spron. Ýmsir telja að erfitt geti orðið fyrir smærri fjár- málafyrirtæki að fylgja þessum lækkunum. „Ég get ekki svarað fyrir aðra, en við treystum okkur til þess. Við höfum verið mjög sterkir í þjónustu við einstaklinga og ætlum okkur að vera það áfram.“ Íslandsbanki var næstur í röð- inni að lækka sig í 4,2 prósent. Í lán- um Íslandsbanka eru endurskoðun- arákvæði á fimm ára fresti og sam- hliða gefst kostur á að greiða lánið upp. Landsbankinn er með svipuð kjör og Íslandsbanki og fylgdi fast á eftir með lækkun í 4,2%. Það var því uppboðsstemning á lánamark- aði í gær. Samkeppnin er hörð og harðn- andi. „Ég hef trú á því að lífeyris- sjóðirnir nái að forðast upp- greiðslur með sínum lækkunum,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans. Lánin sem eru í boði eru mismunandi, auk þess sem samsetn- ing skulda hjá hverjum og einum er mismunandi. Edda Rós segir að mis- munandi sé eftir hverjum og einum hvaða leið sé hagkvæmust. „Ef ég tala bara fyrir mig, þá er ég með líf- eyrissjóðslán á fyrsta veðrétti og lán íbúðalánasjóðs ofan á það. Það myndi því borga sig fyrir mig að hækka lífeyrissjóðslánið.“ Hún segir að með því sleppi hún við lán- tökugjöld. Af 2,5 prósenta lántöku- gjöldum er 1,5 prósent skattur til ríkisins í formi stimpilgjalda. Þennan kostnað verður að taka með í reikninginn þegar litið er til þess hversu hagkvæmt er að endurfjár- magna. Í ört vaxandi samkeppni fjármálastofnana er stimpilgjaldið farið að virka sem markaðshindrun. „Það er tvenns konar hagur varð- andi greiðslubyrði af þessum lánum. Annars vegar lægri vextir og hins vegar lenging lána. Það er mik- ilvægt að fólk átti sig á því hvernig þetta skiptist.“ Edda Rós segir erfitt að spá um framhaldið. „Ég get vel séð fyrir mér frekari lækkun, en mér finnst það ekki endilega það líklegasta. Það er hins vegar engin spurning að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á lánamarkaðinn. Ef einn lækkar sig, þá fylgja hinir á eftir.“ Hún segir að það verði erfitt fyrir þá minnstu að keppa um þessi lán. „Það verður hins vegar auð- veldast fyrir KB banka, því innlendi hlutinn af starfseminni er hlutfalls- lega minnstur þar.“ Eftir samein- ingu við danska bankann FIH verður einungis fjórðungur af heildareignunum hérlendis. Fákeppnismarkaður Katrín Ólafsdóttir, hagfræð- ingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá um framhaldið. „Við erum að horfa á landslag sem við höfum ekki séð áður. Væntanlega kemur að ein- hverjum þröskuldi þar sem bank- arnir eru farnir að tapa á lánunum.“ Hún bætir því við að hugsanlegt sé að bankarnir væru tilbúnir til að taka á sig tap tímabundið til að vinna markaðshlutdeild. Katrín segir íbúðalánamarkaðinn dæmi- gerðan fákeppnismarkað þar sem stöðugleiki ríkti. „Svo hreyfir einn sig og þá fer allt af stað, svo er spurningin hvað þeir eru tilbúnir að ganga langt.“ Hún segir að þetta séu spennandi tímar á fjármálamark- aði. Bönkunum hafi tekist að koma inn og bjóða vexti undir vöxtum Íbúðalánasjóðs. „Í framhaldinu vakna spurningar um tilvist Íbúða- lánasjóðs. Rökin fyrir sjóðnum hafa verið að enginn vildi lána á svo lágum vöxtum í svo langan tíma. Mér sýnist rökin fyrir tilvist hans vera farin.“ ■ 16 1. september 2004 MIÐVIKUDAGUR HÁSKÓLI Í RÚSTUM Það er langt í að kennsla hefjist af fullum krafti í háskólanum al-Mustansiriyah í Bagdad. Skólinn var rændur og brenndur í óöldinni sem geisaði eftir að Bandaríkja- her hrakti Saddam Hussein frá völdum. Nú leita írösk stjórnvöld eftir aðstoð erlendis frá til að koma menntakerfinu í gang á ný. Uppoð á útlánamarkaði KB banki ýtti nýrri skriðu lækkana af stað í gær þegar hann lækkaði vexti sína í 4,2 prósent. Sífellt erfiðara verður fyrir smærri fjármálafyrirtæki að fylgja eftir. Aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík telur rökin fyrir tilvist Íbúðalánasjóðs farin. HLUTI AF STÆRRI HEILD Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, lagði áherslu á það á fundi með Hosni Mubarak Egyptalandsforseta um brott- hvarf Ísraela frá Gaza að það yrði að vera hluti af heildar- brotthvarfi frá palestínskum landsvæðum. Þeir hittust til að ræða skipulag Gaza eftir brott- hvarf Ísraela. NJÓSNARAR HANDTEKNIR Nokkrir tugir njósnara hafa verið handteknir í Íran að sögn þar- lendra stjórnvalda. Þeirra á með- al eru sagðir einstaklingar sem hafi uppljóstrað kjarnorkuleynd- armálum til óvina Írans. Þeir segja vopnaðan stjórnarandstöðu- hóp, Mujahedeen Khalq í lykil- hlutverki í njósnunum. ■ VIÐSKIPTI MIKILL VERÐMUNUR Íslendingar greiða tæpum tíu þúsund krónum meira fyrir flug til Spánar og heim aftur en Spánverjar sem fljúga til Íslands og til baka. Ferðir til og frá landinu: Ódýrara fyrir Spánverja FERÐALÖG „Þetta á sér margar skýringar en fyrst og fremst fer þetta eftir eftirspurn á viðkom- andi markaði,“ segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Spænskum ferða- mönnum býðst flugfar fram og til baka til Íslands fyrir tæpar 20 þúsund krónur meðan lægsti netsmellur Icelandair fyrir Ís- lendinga kostar rúmar 28 þúsund krónur. „Þarna er ekki um margar ferðir að ræða en það er ferða- skrifstofunum í sjálfsvald sett hvernig þær verðsetja ferðir sínar. Ef útlitið er þannig að þær sitja uppi með fjölda ferða er lík- legra en ekki að verðin lækki. Hvað verðin hérlendis varðar eru ekki margir á faraldsfæti á þess- um tíma árs og því leggjum við enga sérstaka áherslu á að lækka verðin enda er aðeins um örfáar ferðir eftir af þessu tagi.“ ■ Stærð menningarsjóðs Spron: Staðfestir meira kapp en forsjá VIÐSKIPTI „Þetta eru ótrúlegar fjárhæðir og ef tryggt væri að þær rynnu til menningar- og líknarmála þá kæmu þær sér auðvitað mjög vel í borginni,“ segir Helgi Hjörvar um menn- ingarsjóð sem hefði orðið til ef KB banki hefði keypt Spron í janúar. Miðað við eignir sjóðsins má ætla að eignir hans í dag nemi 8,4 milljörðum króna. Það myndi þýða að sjóðurinn gæti út- hlutað 400 milljónum króna ár- lega án þess að höfuðstóllinn skertist. Helgi var andsnúinn spari- sjóðafrumvarpinu og lýsti því þá að almannahagsmunir af slíkum sjóði væru meiri en þeir að koma í veg fyrir að stofnfjáreigendur sparisjóðsins hlytu óhóflegan ávinning. „Stærð sjóðsins, ásamt vaxandi samkeppni á fjármála- markaði, sýna að lögin voru sett meira af kappi en forsjá. Al- mannahagsmunirnir eru annars vegar þeir að þessir sjóðir sem engir eiga renni tryggilega til menningar- og líknarmála og hins vegar að sparisjóðirnir fái að þróast í þágu samkeppni í stað þess að friða þá.“ ■ SPARISJÓÐIR ÞRÓIST Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinn- ar, telur að kapp hafi borið forsjá ofurliði í lagasetningu Alþingis um sparisjóðina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R JÓ N AS SO N ■ MIÐAUSTURLÖND BJARTSÝNI EYKST Væntingavísi- tala Gallup hækkaði um 6,9 stig í ágúst. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitalan hækkar, í henni er metið viðhorf almenn- ings til þróunar efnahagslífsins. Greint var frá hækkuninni í Morgunkorni Íslandsbanka í gær. HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÞAÐ ER LÍF OG FJÖR Á LÁNAMARKAÐI OG TIL- BOÐIN STREYMDU INN. LANDSLAGIÐ Á LÁNAMARKAÐI Lánastofnun Vextir Uppgreiðsla Tegund vaxta Tegund láns Lánstími Veðsetningar- hámark Íslandsbanki 4,20% já þegar vextir Endurskoðun á Íbúðalán 25 eða 40 ár 80% eru endurskoðaðir fimm ára fresti 1. veðréttur KB banki 4,20% já samkvæmt gjald- Fastir Íbúðalán 25 eða 40 ár 80% skrá á hverjum tíma 1. veðréttur Landsbankinn 4,20% já þegar vextir Endurskoðun á Íbúðalán 25 eða 40 ár 80% eru endurskoðaðir fimm ára fresti 1. veðréttur SPRON 4,20% já samkvæmt gjald- Fastir Íbúðalán 25 eða 40 ár 80% skrá á hverjum tíma 1. veðréttur Lífeyrissjóðurinn 4,90% já Breytilegir Sjóðfélagalán Allt að 30 ár 65% Framsýn Lífeyrissjóður 4,53% já Breytilegir Sjóðfélagalán Allt að 30 ár 65% Verslunarmanna Lífeyrissjóður 4,30% já Fastir Íbúðalán Allt að 30 ár 65% Verslunarmanna 1. veðréttur Lífeyrissjóður 4,30% já Breytilegir Sjóðfélagalán 5 til 30 ár 60% Sjómanna Íbúðalánasjóður 4,35% já Fastir Íbúðalán 25 eða 40 ár 65% 1. veðréttur FJÖLBREYTTIR MÖGULEIKAR Húsfyllir var á kynningarfundi KB banka á nýjum möguleikum við fjármögnun íbúðarhúsnæð- is. KB banki tók aftur frumkvæði í gær og lækkaði útlánavexti íbúðalána í 4,2 prósent.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.