Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 18
Hvernig dómara? Einn umsækjenda um embætti hæstarétt- ardómara sker sig nokkuð frá hinum, en það er Leó Löve hæstaréttarlögmaður. Leó er eini umsækjandinn sem hefur reynslu úr íslensku atvinnulífi en hann rak fjölmennt fyrirtæki í áraraðir. Auk þess sker Leó sig frá hinum sökum þess að hann er fatlaður vegna veikinda og það segir í lögum um fatlaða að þeim sé tryggður forgangur að at- vinnu. Hvort sér- staða Leós verði til þess að hann fái starfið er allsendis óvíst. Síðast lét Björn Bjarnason sérþekkingu í Evrópurétti ráða úrslitum og kannski er gott að sérþekking í atvinnulífi ráði að þessu sinni. Bannað að auglýsa Sérstök staða er komin upp vegna sölu á jörðinni Kvíum í Borgarfirði. Eigendur jarð- arinnar hafa deilt og einn þeirra hefur óskað þess að jörðin verði seld til að unnt verði að slíta sameigninni. Sýslumaðurinn í Borgarbyggð, Stefán Skarphéðinsson, hefur auglýst jörðina til sölu og fer upp- boðið fram í lok mánaðarins. Kvíar er víst ein af stærstu jörðum í Borgarfirði og er hún við vatnasvæði Þverár og Kjarrár sem er þekkt laxveiðisvæði og hefur laxveiði verið mikil. Jörðinni fylgja laxveiðihlunn- indi. Jarðir sem þessar hafa verið að seljast á bilinu tuttugu til níutíu milljónir og má geta þess að sambærileg jörð í Borgarfirð- inum var seld síðastliðið vor á 60 milljónir. Vandinn er sá að eigendur mega ekki aug- lýsa jörðina til að vekja frekari athygli á henni. Það er sýslumannsins að auglýsa og það gerir hann á sama hátt og starf ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu var auglýst, það er í Lögbirtingablaðinu. Ég fékk frekar óvinsamleg við- brögð við grein sem ég skrifaði í síðustu viku um aðferðir við val á ráðherrum til setu í ríkisstjórn Íslands. Viðbrögðin skýrast raunar að nokkru leyti af þeirri staðreynd að hluti greinarinnar hafði fallið niður, líklega vegna einhverra mistaka í tölvuvinnslu. Í greininni ræddi ég tillögu Vilmundar heitins Gylfasonar um skipan ríkisstjórna en hún gerði ráð fyrir því að alþingis- maður sem tekur við ráðherra- embætti segi af sér þing- mennsku. Hinn óvinsamlegi tölvupóstur fjallaði um meinta tilhneigingu manna af mínu sauðahúsi, og með mitt lunderni, til að gera lítið úr alþingis- mönnum, og um þann skilning bréfritara á máli mínu að nú vildi ég meina þingmönnum að sitja í ríkisstjórn eins og þeir væru manna óhæfastir til slíkra verka. Hugmyndin um að ráðherrar séu ekki jafnframt alþingis- menn snýst hins vegar ekki um að reisa skorður við því að þing- menn geti orðið ráðherrar. Margir þingmenn eru vafalítið ágætlega færir um að gegna ráðherraembættum, þótt þeir séu það greinilega ekki allir. Þeir yrðu hins vegar, samkvæmt hugmynd Vilmundar, að velja þarna á milli og að segja af sér þingmennsku ef þeir tækju við ráðherradómi. Ósk um að menn velji á milli þessara ólíku starfa er ekki sprottinn af vilja til að gera veg þings og þingmanna lítinn. Þvert á móti. Hún snýst um að skipuleggja hlutina með þeim hætti að vegsemd og virð- ing Alþingis fái vaxið. Forsenda þess er hins vegar sú að þing- menn ríkisstjórnarflokka finni til nægilegs sjálfstæðis frá framkvæmdavaldinu til að þeir geti veitt því raunverulegt að- hald. Um leið snýst hugmyndin um að val á ráðherrum taki frekar mið af þeim viðfangs- efnum sem ráðherrar ættu að sinna í okkar opna og grósku- mikla samfélagi en af stöðunni í einhverri skrítinni og persónu- legri valdabaráttu á milli ein- staklinga í stjórnmálaflokki. Sú aðferð sem nú er notuð við val á fólki í ríkisstjórn á Íslandi hefur nokkra mjög alvarlega ókosti. Af þeim sökum eru ríkis- stjórnir á Íslandi oft undarlega illa mannaðar, enda er lítið sam- hengi á milli þeirra hæfileika sem menn þurfa að hafa til að komast í ríkisstjórn og þeirra hæfileika sem nýtast best til skynsamlegra og ábyrgra úr- lausna á þeim viðfangsefnum sem ráðherrar ættu að sinna. Dettur til dæmis einhverjum í hug í alvöru að færasti einstakl- ingurinn til að gegna ráðherra- embætti í okkar alþjóðavædda samfélagi sé sá sem sigrar í inn- anflokksprófkjöri í einhverju kjördæmi og lendir síðan réttu megin í einhverri undarlegri og persónulegri valdapólitík innan eigin flokks? Þessi aðferð við val á æðstu stjórnendum fyrir ís- lenska ríkið hefur kostað okkur talsvert á síðustu áratugum. Annar ókostur við íslensku aðferðina við val ráðherrum er að hún hefur með öðru stuðlað að því að Alþingi er of veikt og ósjálfstætt til ráða með sóma- samlegum hætti við það megin- hlutverk sitt að veita fram- kvæmdavaldinu aðhald. Lítil von er líka til þess að þingið veiti framkvæmdavaldinu virkt og gagnsætt aðhald á meðan þingflokkar eru annars vegar skipaðir ráðherrum og hins vegar fólki sem virðist líta svo á að þingmennska sé fyrst og fremst stökkpallur í ráðherra- embætti. Menn gætu aukið veg og virðingu bæði þings og ríkis- stjórnar með því að reisa á milli þeirra garð af því tagi sem Vilmundur vildi búa til með þessari einföldu aðferð. Þingið yrði sjálfstæðara og ríkis- stjórnir betur mannaðar. Þótt ráðherraefni þyrftu að segja af sér þingmennsku myndu vafalítið margir ráð- herrar koma áfram úr hópi þing- manna. Þeir yrðu hins vegar valdir á öðrum forsendum en nú virðast tíðkast, því að með brott- hvarfi þeirra úr þingflokki myndu þeir ekki lengur nýtast í þeim átökum einstaklinga og fylkinga sem einkenna nú störf þingflokka. En hver á þá að velja ráð- herrarana? Líklega færi best á því að leiðtogar stjórnarflokka réðu enn meira um skipan ríkis- stjórna en þeir gera nú. Ef þeir gætu bæði valið menn til gegna ráðherraembættum og hefðu um leið vald til að víkja ráðherrum úr ríkisstjórn myndi ábyrgð for- ustumanna ríkisstjórnarflokka vera gerð skýrari. Þar með yrði ábyrgð flokkanna á ráðherrum og framkvæmd stjórnarstefnu greinilegri og virkari. Einn af göllum íslenska lýðræðisins er einmitt sá að oft hefur skort á að ábyrgð flokka og forustumanna gagnvart kjósendum sé nægi- lega skýr og gagnsæ. ■ Þegar skoðuð eru viðbrögð forsvarsmanna Kauphallar Íslands,Verslunarráðs og Samtaka atvinnulífsins við niðurstöðum svo-kallaðrar hringamyndunarnefndar er eðlilegt að spurt sé hvort ekki hafi verið rétt af ríkisstjórninni að ná samstöðu við þessa hags- munaaðila áður en nefndin lauk störfum og vinna við frumvarp á grunni nefndarálitsins var hafin í viðskiptaráðuneytinu. Það er aug- ljós vilji Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs að vinna að lagfæringum á lagaumhverfi viðskiptalífsins með það að markmiði að vernda hag smærri hluthafa, auka upplýsingagjöf og gera starfsemi fyrirtækja gagnsærri. Þessir aðilar fagna einnig til- lögu nefndarinnar um aukin framlög til Samkeppnisstofnunar svo sú stofnun geti sinnt lagalegu hlutverki sínu. Slíkt þykir líklega flestum skynsamlegt - að stofnanir ríkisins fái fjármuni til að sinna verkum sínum. En fjársveltar ríkisstofnanir með viðamikil verkefni eru orðnar til sérstakra trafala í viðskiptalíf- inu þar sem stór hluti íslenskra fyrirtækja þarf að sitja undir því að vera árum saman til rannsókna sem stofnanirnar eiga ekki fjármuni til að ljúka. Það er því augljóst af viðbrögðum Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs að þessir hagsmunaaðilar vilja taka þátt í því starfi og stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur efnt til - allt þar til að kemur að tillögu nefndarinnar að veita íslensku stjórnvaldi víðtækari heimildir en annars staðar þekkist til að hluta niður fyrir- tæki og grípa inn í starfsemi þeirra. Engir forsvarsmanna þessara samtaka sjá ástæðu til að smíða hér þrengri reglur eða veita ríkisvaldinu víðtækara umboð til ígripa inn í starfsemi fyrirtækja en tíðkast í okkar helstu viðskiptalöndum. Til að finna vit í slíkum ráðstöfunum þurfa menn að sannfærast um að íslenskt viðskiptalíf sé á einhvern hátt einstakt og ólíkt því sem þekkist í nágrenni við okkur. Reynsla undanfarinna ára og áratuga hefur sannað að svo er alls ekki - meint sérstaða landsins var drauga- saga sem dró mátt úr samfélaginu áratugum saman. Okkur hefur farnast því betur sem við aðlögum lög og regluverk meira að því sem best hefur gengið erlendis. Erfitt er líka að sjá hvernig við ættum að geta snúið af þeirri braut að miða samfélag okkar við önnur lönd. Með aukinni alþjóða- væðingu og þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu getum við í raun ekki haldið uppi sérviskulegum dyntum. Með því að smíða hér sérstætt regluverk sem gengur gegn meginreglum annarra þjóða erum við að draga úr ávinningi okkar af frjálsari verslun milli landa, stórauknum viðskiptum og stærra markaðssvæði. Það væri mis- ráðið. Opnun hagkerfisins og aðlögun að nágrönnum okkar hefur á undanförnum árum aukið hag þjóðarinnar meira en áður hefur þekkst í sögunni - og það án þess að sjávarafli hafi aukist. Best færi á því að ríkisstjórnin efndi til víðtæks samráðs við hags- munaaðila um lagfæringar á lagaumhverfi atvinnulífsins, tæki mið af ráðleggingum þeirra sem best þekkja til en léti vera að elta illa grundaðar fullyrðingar æsingamanna. Það er ekkert sem bendir til annars en að allir helstu hagsmuna- aðilar í viðskiptalífinu séu meira en tilbúnir að vinna með ríkisvald- inu að því að styrkja enn frekar lagaumhverfi fyrirtækja, skilvirkni og gagnsæi hlutafélaga og vernda hagsmuni almennra fjárfesta. Það má að sjálfsögðu sjá fyrir aðstæður þar sem ríkisvaldið þyrfti að setja lög gegn vilja þessara aðila - en slíkar aðstæður eru einfaldlega ekki á Íslandi í dag. ■ 1. september 2004 MIÐVIKUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Það er eðlilegt að ríkisvaldið verði að óskum atvinnu- lífsins og miði lagaumhverfi þess að því sem best gerist í nágrenni okkar. Engin sérstaða - engar sérreglur Höfum við efni á þessu? ORÐRÉTT Stjórnmálasálarfræði Enginn kemur í heimsókn til fyrr- verandi forsætisráðherra sem far- inn er að gera eitthvað annað. Valdið og athyglin eru ávanabind- andi, enda alþekkt vandamál að ráðamenn leggjast í þunglyndi að valdatímanum loknum. Síminn hringir ekki, blaðamenn spyrja ekki um neitt sem máli skiptir, samherjarnir bíða ekki eftir leið- sögn og andstæðingarnir láta eins og maður sé ekki til. Birgir Hermannsson um vanda Davíðs Oddssonar eftir 15. september. DV 31. ágúst. Vorið í Reykjavík? Það var kallað Vorið í Prag, þegar eldhressir hugsjónamenn risu upp gegn þrúgandi kerfisköllum síns tíma og boð- uðu jafnrétti og framfarir. Nú er vorið komið til Reykjavíkur. Loftið iðar af pylsaþyt fram- sóknarkvenna, og nú eru það flauelspilsin sem sveiflast í sól- skininu og andi flauelsbyltinga svífur í loftinu. Kristján Hall í bréfi til Morgun- blaðsins. Morgunblaðið 31. ágúst. Lao Tse endurborinn? Þegar maðurinn hefur náð nægilegu magni efnislegra gæða til að lifa af og líða ágæt- lega er algjör óþarfi að bæta við og slíkt er ekki nema til óþurftar. Ef óþarfa er bætt við verður maðurinn bara feitur og gráðugur. Svavar Knútur Kristinsson blaða- maður. Morgunblaðið 31. ágúst. FRÁ DEGI TIL DAGS sme@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG VAL Á RÁÐHERRUM JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Líklega færi best á því að leiðtogar stjórnarflokka réðu enn meira um skipan ríkisstjórna en þeir gera nú. Ef þeir gætu bæði valið menn til að gegna ráðherraembættum og hefðu um leið vald til að víkja ráðherrum úr ríkis- stjórn myndi ábyrgð forustu- manna ríkisstjórnarflokka vera gerð skýrari. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.