Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 7 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 130 stk. Keypt & selt 23 stk. Þjónusta 40 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 8 stk. Heimilið 9 stk. Tómstundir & ferðir 10 stk. Húsnæði 39 stk. Atvinna 33 stk. Tilkynningar 3 stk. Mikill kostnaður í bókum BLS. 4 Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 1. september, 245 dagur ársins 2004. Reykjavík 6.11 13.28 20.43 Akureyri 5.50 13.12 20.33 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég var í sveit í sumar þannig að ég þurfti alltaf að vakna eldsnemma í fjósið. Ég á því ekkert í erfiðleikum með að vakna í skól- ann,“ segir Daníel Erik. Hann segist hafa verið svolítið spenntur að byrja í skólanum en líka svolítið kvíðinn. „Ég hef alltaf verið í Fellaskóla nema ég var smá í Breiðholts- skóla inn á milli. Ég þekki ekki alveg alla í Fellaskóla en frekar marga.“ Daníel Erik hafði ekki miklar áhyggjur af innkaupum fyrir skólann. Sagðist örugg- lega kaupa það sem hann vantaði en nota það sem hann ætti. Einfalt og gott. Daníel er ekki í vafa um hvað honum finnst skemmtilegast í skólanum. „Mér finnst frímínúturnar skemmtilegastar. Ég geri margt í þeim; stundum er ég í leikjum og oft tala ég við krakkana. Ég er ekkert mjög duglegur að læra heima en ég ætla að vera duglegri núna.“ ■ Var í sveit í sumarfríinu: Ekkert mál að vakna í skólann fjarmal@frettabladid.is Styrkir til sérstakra verk- efna sem unnin eru fyrir börn og ungmenni eða með virkri þátt- töku þeirra eru veittir úr Æsku- lýðssjóði menntamálaráðuneytis- ins og æskulýðssamtök hvers konar geta sótt um. Fastir og ár- vissir viðburðir eru þó ekki styrkhæfir heldur nýj- ungar og til- raunir í fé- lagsstarfi þessa ald- urshóps og þjálfun leiðtoga og leiðbeinenda. Styrkir eru veittir tvisvar á ári og næsti frestur til að skila inn umsóknum er til 10. september. Nánari upp- lýsingar og umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, sími 545 9500 og á heimasíð- unni menntamalaraduneyti.is. Verðbréfamarkaðsréttur er nafn á nýrri bók um verðbréfavið- skipti. Þar er lýst þeim leikreglum sem gilda í slíkum viðskiptum og er bókin ætluð öllum þeim sem stunda þau eða veita ráðgjöf á því sviði. Einnig til kennslu í laga- og viðskiptadeildum háskólanna. Höfundar eru Jóhannes Sigurðs- son, prófessor og Þórólfur Jóns- son lögfræðingur. Útgefandi er CODEX í samstarfi við KB banka og Fjármálaréttarstofnun Háskól- ans í Reykjavík. Almenningur reiknar með að verðbólgan næstu tólf mánuði verði 3,95% samkvæmt nýlegum upplýsingum Seðlabankans. Það er töluvert hærri prósentutala en þegar samskonar mæling var gerð í maí sl. en þá var hún 3,25%. Raunveruleg verðbólga er hins vegar þarna á milli nú, 3,7%, en markmið Seðlabankans er að ná henni niður í 2,5%. Fjárhagsbókhald og uppgjör og skil á virðisaukaskatti eru meðal kennslugreina á námskeiði sem Tölvu- og verkfræðiþjónustan býður upp á. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru með sjálfstæðan at- vinnurekstur og hafa áhuga á að ná tökum á bókhaldi sínu. Lægri vextir á íbúðalánum með tilkomu nýrra banka- og sparisjóðalána geta verkað á þann veg að eignir yfir 20 millj- óna verðmæti hækki í verði. Ástæðan er sú að með hagstæð- ari lánum aukast möguleikar fólks á að fjárfesta í dýrari eignum en áður og því má búast við að eftir- spurn eftir þeim vaxi. Daníel Erik Hjaltason, níu ára í Fellaskóla. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FJÁRMÁLUM 100% LÁN. 48 MÁN. Skoda fabia. Nýskr.- 10/2000, 1400cc, 5 dyra, fimm gíra, svartur. Ekinn 53 þ. Verð 870.000, tilboðsverð 770,000,- Meðalgr á 100% láni í 48 mán. 20,300,- kr á mán. LG-706. B & L. S. 575 1230. 100% LÁN. 48 MÁN. Suzuki Baleno. Nýskr. 10/1999, 1600cc, 5 dyra, fimm gíra, blár. Ekinn 102 þ. Verð 820.000. Tilboðsverð 700,000,- Meðalgr á 100% láni í 48 mán 18,500,- kr. á mán. UN-627. B & L. S. 575 1230. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. „Fólk er afskaplega þakklátt fyrir þennan möguleika að geta verið í námi með vinnu. Það er gjarnan búið að taka á sig skuldbindingar og getur ekki misst tekjur en finnst það vanta menntun til að ná lengra á vinnumarkaðinum og þá er þetta oft það sem þarf,“ segir Kristín Leopoldína Bjarna- dóttir, deildarfulltrúi viðskipta- deildar í Háskólanum í Reykjavík. Hún segir fjórar brautir í boði við sína deild fyrir þá sem vilji vinna með náminu, BS nám í við- skiptum og þrjár 45 eininga diplómabrautir sem heita mark- aðsfræði og alþjóðaviðskipti, fjár- mál og rekstur og stjórnun og starfsmannahald. Kennt er þrjá daga vikunnar, frá 16-19 og stundum til 20 ef dæmatímar eru. Hún segir diplomanámið metið 100% upp í BS gráðuna ef fólk vilji halda áfram. „Oft vex fólki í augum að hefja langt nám og vill oft byrja á að taka diploma. Þá er það komið upp á stigapallinn.“ ■ Nám með vinnu við Háskólann í Reykjavík: Fólk þakklátt fyrir þennan möguleika FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R Kristín segir tölvunarfræðideild- ina líka bjóða upp á nám með vinnu en ekki fyrr en eftir áramót. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.