Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 22
1. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Skautar – listhlaup á skautum Skautafélag Reykjavíkur - listhlaupadeild Skautahöllinni í Laugardal Innritun og afhending stundarskár Getum bætt við byrjendum – 5 ára og eldri Upplýsingar og skráning í skautahöllinni í Laugardal: Miðvikudaginn, 1. september kl. 18:00 – 20:00 og sunnudaginn, 5. september kl. 10:00 – 13:00 Ath. Einn frír prufutími, sunnudaginn 5. sept. kl. 10:20 – 11:00 í fylgd með foreldri/forráðamanni. Skautahöllin leigir skauta á æfingartíma, á vægu verði fyrir þá sem eru að æfa hjá félaginu. Framhaldshópar: Stundaskrár verða afhentar miðvikudaginn, 1. september kl. 18:00 - 20:00 Munið skiptimarkaðinn, 5. og 12. september kl.10:00 – 13:00. Ath. ganga verður frá greiðslu æfingargjalda við innritun;staðgreiðsla, Visa, Euro. Æfingar hefjast samkvæmt stundaskrá 2. september, 2004. Stjórn LSR Námskeið til 30 rúml. skipstjórnarréttinda. 8 sept. – 15 nóv. Kennsla mánudaga- og miðvikudaga kl 19-23. Hafsiglinganámskeið (Yachtmaster Offshore) Úthafssiglinganámskeið (Yachtmaster Ocean) Siglingaskólinn Sími 898 0599 og 588 3092 Netfang. sigling@mmedia.is Heimasíða: www.siglingaskolinn.net Nám sem nýtist þér! Skrifstofubraut II Nokkur sæti laus í tveggja anna nám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Inntökuskilyrði: Krafist er undirstöðuþekkingar í ensku, bókfærslu og tölvunotkun. Þeir nemendur sem lokið hafa námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist. Kennslutími: 8:20 – 12:55. Upplýsingar veitir fagstjóri viðskipta- og skrifstofugreina í síma 594 4000 milli kl. 9:00 og 14:00. Netfang. ik@ismennt.is MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI Sigurður Karlsson leikari og há- skólaborgari hefur sótt marga skóla um ævina, flesta þó hin síð- ari ár. Melaskóli 1953-1958 Reynsla mín af barnaskólanum var sú að ég ákvað að um leið og ég gæti ráðið því sjálfur hvort ég væri í skóla skyldi ég hætta öllu skólanámi og aldrei fara aftur. Það var ömurlegt í skól- anum. Ég hélt lengi vel að það hefði verið af því að ég var svo mikill tossi og þess vegna hefði kennarinn verið svona vond við mig en mörgum áratugum seinna komst ég að því að ég hafði orðið fyrir því sem núna er kallað einelti. Mýrarhúsaskóli 1958-1960 Þar fór mér að ganga miklu betur en áhuginn á langskólanámi glæddist ekkert því kennarinn hafði sannfært mig um að ég gæti ekkert lært. Gagnfræðaskóli verknáms 1960-1962 Þar lærði ég til gagnfræðaprófs. Skólinn var fyrir þá sem voru meira á verklegu línunni en þeirri bóklegu. Ég lenti í því að leika í leikriti á árshátíðinni og svo fór fyrir mér eins og svo mörgum öðrum að mér fannst svo gaman að leika að næsta skref hjá mér var Leiklistarskóli LR. Leiklistarskóli LR 1962-1965 Þar var alveg æðislegt. Skólinn var svo góður því þar snerist allt bara um að leika og kennararnir okkar voru aðalleikarar og leik- stjórar LR á þessum tíma og betri kennara var ekki hægt að fá. Þaðan útskrifaðist ég 1965 og fór ekki í skóla aftur fyrr en 2002. Háskóli Íslands janúar 2002- 2003 Ég fékk þá undarlegu hugmynd að fara að læra finnsku. Ég fór á sænskunámskeið fyrir meira en 20 árum og heyrði þar talaða finnsku og ákvað þá að þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á að læra þegar ég hefði tíma. Svo kom tíminn og ég greip tækifærið. Ég fékk að byrja á miðjum vetri í Há- skólanum því ég var búinn að kenna mér svolítið sjálfur svo það gerði ekkert til að ég missti af fyrstu önninni. Háskólinn í Vaasa haust 2003-janúar 2004 Þegar ég var búinn að læra það sem hægt var í finnsku við Há- skóla Íslands fór ég sem skipti- nemi til Vaasa í Finnlandi til að halda áfram. Þar var ég bara til áramóta því ég komst að því að deildin hentaði ekki útlendingum heldur var meira fyrir sænsku- mælandi Finna svo ég skipti um skóla og fékk inni í útlendinga- deildinni í Háskólanum í Turku. Háskólinn í Turku janúar 2004- Mér líður mjög vel þar. Þar eru út- lendingar eins og ég og við lærum saman. Ég sé bara mest eftir því að hafa ekki byrjað fyrr að læra finnsku því það er ævistarf. Aðal- steinn Davíðsson, málfarsráðu- nautur á útvarpinu og góður vinur minn, lærði finnsku og var einu sinni spurður hvað hann ætlaði að gera við alla þessa finnsku. Hann svaraði um hæl : „Ég ætla bara að eiga hana.“ Svo sagði annar skóla- bróðir minn í Turku: „Auðvitað verður maður að læra finnsku því það er töluð finnska í himnaríki.“ Ég er hjartanlega sammála þeim báðum. ■ „Mér finnst skemmtilegast í leik- fimi að hanga í hringjunum,“ segir Sigurjón Tómas Hjaltason sem var að byrja í 2. bekk í Fellaskóla. „Annars er ég að æfa fótbolta en ég man ekki hvað ég er búinn að gera það lengi. Ég er búinn að fá skóla- dót frá ömmu. Ég fékk reiknivél og Spider-Man-pennaveski, yddara og penna. Ég er ekki svo hrifinn af Spider-Man en vinur minn er rosa- lega hrifinn af honum. Ég ræð ekki hvar ég sit í skólanum en ég vil helst sitja á sama stað og í fyrra.“ ■ Íslenskar smásögur: Uppspuni til kennslu í skólum Nýlegar íslenskar smásögur eru út komnar í einni bók er nefnist Uppspuni. Bókin er einkum ætluð til kennslu í framhaldsskólum og gerðar hafa verið ítarleg- ar kennsluleiðbeiningar með henni. Höfundar eru Andri Snær Magnason, Ágúst Borgþór Sverrisson, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Elín Ebba Gunnarsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Fríða Á. Sig- urðardóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Gyrðir Elíasson, Jón Atli Jónasson, Kristín Marja Baldursdóttir, Óskar Árni Óskarsson, Rúnar Helgi Vignisson, Þorsteinn Guð- mundsson og Þórarinn Eldjárn. Sögurnar eru hver annarri ólíkar að efni og gerð en eiga það þó sameiginlegt að fjalla um Íslendinga og íslenskt samfélag á okkar dögum. Bjartur gefur Uppspuna út en Rúnar Helgi Vignisson annaðist útgáfuna, skrifaði kennsluleiðbeiningar og ritar eftirmála. Kápuhönnuður er Snæbjörn Arngrímsson og Oddi prentaði. ■ Fékk skóladót frá ömmu: Ekki mjög hrifinn af Spider-Man Sigurjón Tómas Hjaltason, sex ára í Fellaskóla. Sigurður Karlsson segir frá skólunum sem hann hefur sótt gegnum tíðina og þeim sem hann er í núna: Finnska er töluð á himnum Sigurður Karlsson sér mest eftir því að hafa ekki byrjað að læra finnsku löngu fyrr. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.