Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 31
Leggjum niður opinbera velferð- arkerfið og látum trúfélögum eftir félagsmálaaðstoð við ein- staklinga. Einkavæðum grunn- skólanna og tökum upp skólagjöld á öllum skólastigum. Seljum svo sjúkrahúsin og látum einstakling- ana sjálfa um að tryggja sig gegn heilsubresti. Þá fjármuni sem sparast skulum við svo nota í stór- aukna hernaðaruppbyggingu en við skulum ekki lækka skatta, nema aðeins á hina vellauðugu. Þá skulum við banna fóstureyðingar og ógilda giftingar samkyn- hneigða. Við skulum ennfremur tryggja að það sé í það minnsta ein skammbyssa undir hverjum kodda en taka mjög hart á glæpum og helst skutla sem flest- um fátæklingum beinustu leið í steininn ef þeir eru eitthvað að abbast upp á okkur. Við skulum líka draga okkur út úr velflestu al- þjóðlegu samstarfi, til að mynda Kyoto-umhverfissáttmálanum, al- þjóða-sakamáladómstólnum í Haag og barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna svo eitthvað sé nefnt. Að því búnu skulum við svo ráðast inn í nokkur múslimaríki. Þetta er stefna George W. Bush forseta bandaríkjanna sem nú sækist eftir endurkjöri. Ætli megi ekki fullyrða að þessi pólitík sé heldur langt frá þankagangi flestra Íslendinga um tilhögun samfélagsins. Meira að segja þeir sem eru hvað lengst til hægi í íslenskum stjórnmálum myndu ekki kvitta upp á þessa stefnu, jafnvel ekki einu sinni Hannes Hólmsteinn. Samt sem áður er það svo að stór hluti stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins á Íslandi fylgir repúblikönum að málum þegar kemur að umræðu um bandarísk stjórnmál. Til að mynda hefur Ólafur Teitur Guðnason, blaðamaður á Við- skiptablaðinu, skrifað langa bálka til varnar Bush en hann telur að Bandaríkjaforseti njóti ekki sann- mælis í íslenskum fjölmiðlum. Þessi staðreynd er dálítið skondin því langflestir íslenskir hægri- menn eru jafnvel vinstra megin við Demókrataflokkinn, hvað þá að þeir eigi nokkra samleið með öfgamönnunum sem nú ráða bandaríska Repúblikanaflokknum; þeim W. Bush, Donald Rumsfeld, Paul Wolfowitz, John Ashcroft, Dick Cheney og álíka íhalds- pungum. Meira að segja forsetafram- bjóðandi Demókrataflokksins er hægra megin við flesta fylgj- endur Sjálfstæðisflokksins á Íslandi. John Kerry er nefnilega líka andvígur hjónabandi samkyn- hneigðra og vill lítið ríkisvald þótt hann sé fylgjandi öflugum her. Hann vill líka takmarkaða samfé- lagsþjónustu og lága skatta. Það skásta sem hægt er að segja um Kerry er að hann er ekki Bush. En kannski að það sé bara nóg. Að lokum þetta: Það þótti ógur- legur skandall að Bill Clinton væri eitthvað að stússast með þybbinni stelpu í hliðarherbergi í Hvíta húsinu. Bandaríska þjóðin ætlaði bókstaflega að fara á lím- ingunum vegna málsins. En á meðan lét hann allavegana vera að ráðast inn í arabaríki. Menn ættu að athuga það. ■ Sjálfstæðismenn í vitlausu liði 19MIÐVIKUDAGUR 1. september 2004 Poppstjörnumeðferð Breska forsætisráðherrafrúin fékk svipaða poppstjörnumeðferð á Íslandi þegar hún mætti hingað á málþing í boði háskólayfir- valda sem eru greinilega búin að ákveða að nú þurfi að umbylta femínisma í einhverja skrípamynd og láta hann snúast um frægar eiginkonur. Nútímalegu femínistarnir voru ekki að velta því fyrir sér hvers vegna fyrirles- arinn þeirra var umkringd lífvörðum þótt það sé vissulega nýlunda. Fræðikonurnar sem hingað til hafa verið boðnar á málþing um kvenna- og kynjafræði hafa hingað til ekki þurft á byssumönnum að halda til að verja sig. Breska ríkisstjórnin er auðvitað á kafi upp fyrir haus í Ñstríðinu gegn hryðjuverkumì og tekur fullan þátt í hernámi Íraks og kúgun írösku þjóðarinnar. En það kemur auðvitað ekki frægu konunni við. Henni er raunar boðið hingað sem stórstjörnu vegna þess að hún er gift valdamiklum manni en sömu að- ilum og það gerðu finnst óþægilegt þegar minnst er á það að þessi valdamikli maður hafi nú gert ýmislegt annað en að klippa á borða. Ekki þarf að gera kennslubækur um tvöfalt siðgæði þegar Íslendingar eru annars vegar. Þeir eru fullnuma í slíku. Sverrir Jakobsson á murinn.is Offituvandamálið Íslensk börn virðast berjast við sama offitu- vandamál og jafnaldrar þeirra vestanhafs og er jafnvel talað um börn okkar sem feitustu börn Evrópu. Skyndibitavæðing síðustu ára hefur líka verið uggvænlega hröð hérlendis en á sama tíma lítið verið um forvarnir af hálfu stjórnvalda. Spurlock bendir á að offita er að verða eitt helsta heilsuvandamál hins vestræna heims, vermir í dag annað sætið rétt á eftir reykingum. Forvarnir hérlendis verða því að stóreflast ef ekki á að fara illa. Ríkið, sveitarfélög og einkaaðilar verða að taka höndum saman og benda á mikilvægi hollra lífsvenja og mataræðis. Haukur Agnarsson á sellan.is Framsóknarskúffan Sjálfstæðisflokkurinn hýsir helstu áhuga- menn landsins um einkavæðingu samfélags- þjónustunnar. Innan annarra flokka hafa verið nokkrar efasemdir um þessa stefnu, þótt í mismiklum mæli sé. Sú var tíðin að í Framsóknarflokknum var að finna marga hel- stu talsmenn samvinnuhugsjónarinnar í landinu. Sú tíð er löngu liðin. Framsóknar- flokkurinn stendur í sumum efnum fullt eins langt til hægri og harðdrægustu markaðs- hyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum enda hefur honum verið lýst sem skúffu í skrifborði Sjálfstæðisflokksins. Ögmundur Jónasson á ogmundur.is Sameining háskóla Nú standa yfir formlega sameiningarvið- ræður milli Tækniháskóla Íslands og Háskól- ans í Reykjavík. Þessu ber að fagna sem eðli- legri og æskilegri afleiðingu þeirrar grósku sem átt hefur sér stað undanfarið enda metnaður skólanna mikill. Báðir skólarnir leitast við að sinna þörfum atvinnulífsins enda verða bakhjarlar skólanna líklega Versl- unarráð Íslands, Samtök iðnaðarins og Sam- tök atvinnulífsins. Báðir skólarnir hafa verið að leitast við að hefja kennslu við verkfræði- deild og efla tæknimenntun. Að auki hafa skólarnir verið að óska eftir meira rannsókn- arfé til að gera sig betur gildandi í hinum akademíska heimi fræða og vísinda. Há- skólaumhverfið og markaður háskólastofn- anna breytist líkt og á öðrum mörkuðum og skólar sameina krafta sína ef stefna þeirra nær saman. Það er fagnaðarefni að mennta- málaráðherra leiði saman háskólastofnanir til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og þjóðhagslega hagkvæmni á þessu skólastigi. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir á tikin.is AF NETINU EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN FORSETAKOSNINGAR Í BANDARÍKJUNUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.