Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 32
Um lausnir og vandamál Pétur Tryggvi á Ísafirði skrifar Þegar litið er upp eftir hlíðinni ofan við Seljaland, þá má sjá hversu gríðarlega vel hefur tekist til við að verja manninn vá. En betur má ef duga skal. Þaulsetur á verk- fræði-, náttúru-, hönnunar- og öðrum setu- stofum, fyrir atbeina hinna viti bornu ráða- manna, hafa það í för með sér að ekki skal látið hér við sitja. Núna þegar reistur hefur verið varnargarður þar sem hverfandi líkur eru á snjóflóði, þá verður að sjálfsögðu að gera varnargarða alls staðar þar sem mögu- leg hætta gæti fundist.Þegar góðar lausnir finnast liggur fyrir að finna vandamálin sem þær leysa. Næst á dagskrá er snjóflóðavörn undir Gleiðarhjalla og þar á eftir yfir Holtahverfi. Ekki virðist ósennilegt að aðferðafræði þeirra framkvæmda verði eitthvað á þessa leið: „Undirbúningsvinna er á lokastigi og hefur kostað hundruð milljóna.“ Þannig verður verknaðurinn kynntur bæjarbúum og ræddur á þeim grundvelli, að óviturlegt væri að kasta á glæ öllum þessum vandaða undirbúningi þaulsætinna manna á alls konar stofum og öllum þessum gríðarlega kostnaði með því að hætta við allt saman. Áður en fleiri áfangar til eyðileggingar hefjast með þessu kroppi í hlíðarnar má benda á, að mögulegt er að stíga skrefið til fulls og skapa alvöru hættulaust umhverfi hér á Ísafirði. Það má gera með því að moka fjöllunum í kring út í fjörðinn. Þar með verður til stórt og öruggt byggingar- svæði með möguleika á „hönnun útivistar- svæða“. Enginn þyrfti að óttast fjöllin lengur, hættan af þeim væri komin út í sjó og engu skolpi væri hægt að hleypa út í hann heldur. Eyðingahvörf Funa sjá um rest. Virtar valdamannavænar þrýstihópa- stofur í Reykjavík standa í röðum til að fá að sanna gildi sitt á slíkum svæðum. Athygli- verð var frétt á fréttavefnum bb.is núna þann 26. ágúst en hún hófst á þessa leið: „Enn er rýmingarskylda á Seljalandshverfi þrátt fyrir að framkvæmdum við snjóflóða- varnargarð þar sé lokið. Þó þýðir það ekki að hætta sé á snjóflóðum …“ ■ Engin ný stefnumörkun er sjáan- leg í næstu framtíð í atvinnu- málum þjóðarinnar að undan- skildum álframkvæmdum og auknu umfangi í þjónustu- greinum ferðamála. Það er eins og hin hömlulausa framrás fjár- festa hafi heft að mestu fram- þróun og uppbyggingu nýrra atvinnugreina. hérlendis. Þá skortir einnig framtíðarsýn; for- gangsröðun verkefna og lykil- mælikvarða í menntamálum þjóð- arinnar er einnig ábótavant, eink- anlega er varðar markmið verk- námsgreina til uppbyggingar hvers konar nýjum atvinnutæki- færum. Það er eins og skorti skil- virkt innra skipulag til að virkja betur vel menntaða sérfræðinga og frumkvöðla í þágu atvinnu- og markaðsmála. Ríkisstjórnin þarf á hverjum tíma að móta þann heildarramma, sem hjálpar fyrir- tækjum og stofnunum að rækja sitt hlutverk sem best, það er nýtingu fólks og fjármuna. Það er eins og eignasamþjöpp- unin, fákeppnin og reyndar ein- okunin séu búin að ná þeim helj- artökum á þjóðinni að nýjar at- vinnugreinar eigi sér ekki farveg í þessu umhverfi. Fjárfestar á fjármálamörkuðum með hundruð miljarða veltu, kaupa og selja fyrirtæki ,en hafa engan áhuga á að byggja upp ný og öflug at- vinnuskapandi fyrirtæki hér- lendis, þar sem markaðurinn sé svo lítill. Þessir fjárfestar virðast langflestir hafa takmarkaðan áhuga á atvinnumálum þjóðar- innar, heldur fyrst og síðast skjótfengnum gróða. Við þessu verða stjórnvöld að bregðast með markvissum og heildstæðum að- gerðum til að hamla gegn at- vinnuleysi og versnandi lífs- kjörum. Hin hömlulausa framrás auðhyggjunnar er líka búin að umpóla og snarrugla flest hugtök hagkerfisins og reyndar þjóðfé- lagið í heild. Það verður því ekki hjá því komist. að taka föstum tökum og rannsaka nákvæmlega hvernig óeðlileg fjármyndun og auðsöfnun ákveðinna fyrirtækja, einstaklinga og banka er til komin. Það getur orðið þjóðfélag- inu dýrt spaug ef spilaborgin hrynur og í ljós kemur að bak við glansmyndina og alla miljarðana væri til orðin gerviveröld blekk- inga sem engin innistæða er fyrir. Lífeyrissjóðir þurfa að skoða vel stöðu sína í hinum nýja fjármálaheimi. Afskiptaleysi frétta- og blaða- manna um þennan umfangs- mesta málaflokk samtímans er afar athyglisvert. Er kannski ekkert fréttnæmt að fyrirtæki og bankar tvöfaldi árlega eigna- stöðu sína á verðbréfamörkuðum sem ekki eru í neinu samræmi við rekstrarafkomu viðkomandi fyrirtækja? Á þjóðin ekki rétt á að vita hvernig þetta fjárflæði lánastofnana og fyrirtækja er til komið? Þeir fréttamenn sem ég hef rætt við segja að þeir taki enga áhættu að skrifa um þessi mál, þau séu líka flókin og tíma- frek og þá skorti m.a. erlenda tengiliði og sérþekkingu á þessu sviði. Lýðræðisleg umfjöllun um þessi mál eru því vart í sjónmáli í skjóli fyrirtækja- og bankaleyndar. Það þarf markvissa skoðun, mikla eftirfylgni og nýja vinnu- ferla til að upplýsa hvað í reynd er að gerast í þessu siðspillta og lokaða fjármálaumhverfi. ■ Í sumar kom út nýtt myndkort af utanverðum Reykjanesskaga í mælikvarðanum 1:50.000 þar sem áhersla var lögð á að sýna göngu- leiðir og örnefni. Að kortinu standa Loftmyndir ehf. og Ferða- málasamtök Suðurnesja. Það er mikið fagnaðarefni útivistarfólks og náttúruunnenda að fá kort af þessu tagi. Við fylgdumst lítið eitt með lokasprettinum við gerð kortsins í vor, en mikið kapp var lagt á að koma kortinu út fyrir sumarið. Hér er um fyrstu útgáfu að ræða og því varla við öðru að búast en eitthvað yrði af villum í kortinu þegar svo lítill tími gafst til lokafrágangs og prófarka- vinnu. Þeim áhyggjum var komið á framfæri við formann Ferða- málasamtakanna, en hann taldi að kortið yrði fljótlega gefið út aftur og þá yrði hægt að koma við leið- réttingum og viðbótum. Sesselja Guðmundsdóttir skrifar um þetta kort í Fréttablaðið 27. 8. sl. og gerir þar grein fyrir villum sem hún fann við fyrstu yf- irferð. Hún beinir sjónum sínum aðallega að Vatnsleysustrandar- hreppi þar sem hún er uppalin og bjó lengi. Reyndar er sá hreppur nærri fjórðungur þess lands sem kortið nær yfir. Villurnar sem Sess- elja bendir á eru býsna margar og gott að þær skuli koma strax fram á svo skýran hátt. Við þekkjum marga þá staði sem hún nefnir og fáum ekki betur séð en að hún fari með rétt mál. Sesselja setur gagnrýni sína og leiðréttingar fram af öryggi og vissu. Það er ekki að ástæðulausu því ólíklegt er að nokkur núlifandi maður viti jafn mikið um örnefni og staðhætti í þessu byggðarlagi og hún. Sesselja vann í fjölda ára af mikilli elju og áhuga að því að safna örnefnum og öðrum fróð- leik um meginhluta Vatnsleysu- strandarhrepps, þar á meðal um gamlar gönguleiðir. Hún leitaði í skriflegum heimildum og spurði eldri hreppsbúa spjörunum úr. Sesselja skrifaði síðan bókina Ör- nefni og gönguleiðir í Vatnsleysu- strandarhreppi (150 bls. með texta, myndum og uppdráttum) og gaf Lionsklúbburinn Keilir í Vog- um hana út árið 1995. Bók þessi hefur farið nokkuð víða og verið haldreipi þeirra sem vilja fræðast eða ferðast um Vatnsleysustrand- arhrepp. Bókin er rétt nýlega uppseld. Það er miður að þeirrar bókar er ekki getið sem heimildar að umræddu myndkorti því ljóst er að þeir sem unnu að kortinu sóttu óspart þekkingu í hana. Daginn eftir, 28. 8., skrifar Arnar Sigurðsson hjá Loft- myndum ehf. í Fréttablaðið svar við gagnrýni Sesselju. Hann bregst reiður við, sendir Sesselju tóninn og segir m.a. „að hún hefði betur ráðfært sig við einhvern þeirra fjölmörgu sérfræðinga sem komu að gerð kortsins til að fá nánari skýringar á þeim ör- nefnum á kortinu sem hún ekki þekkir“. Hér hefur Arnar enda- skipti á hlutunum. Nær hefði verið að þeir sem að kortinu standa leituðu til Sesselju sem er eina manneskjan sem hægt væri að kalla sérfræðing í örnefnum og gönguleiðum í Vatnsleysustrand- arhreppi, þó sjálfmenntuð sé. Arnar ætti að þakka Sesselju fyrir að koma með allar þessar ábendingar og leiðréttingar, þó svo að vissulega hefði verið betra að fá þær áður en kortið kom út. Svo er bara að vona að kortið verði endurútgefið áður en langt um líður og leiðréttingar gerðar og menn gefi sér tíma til að rann- saka vafaatriði. Oft hefur reynst erfitt að leiðrétta röng eða rangt staðsett örnefni sem rata inn á kort sem gefin eru út í stóru upp- lagi. Vonandi verður sú ekki raun- in nú. Við vonum að mál þetta fái farsælar lyktir, að agnúarnir verði skafnir af þessu efnilega korti svo allir geti vel við unað. Snæbjörn er formaður menn- ingarmálanefndar Vatnsleysu- strandarhrepps og Þorvaldur Örn er formaður umhverfisnefndar. 1. september 2004 MIÐVIKUDAGUR20 Um nýtt myndkort af Reykjanesskaga KRISTJÁN PÉTURSSON FYRRVERANDI DEILDARSTJÓRI UMRÆÐAN GRÓÐI STÓR- FYRIRTÆKJA SNÆBJÖRN REYNISSON ÞORVALDUR ÖRN ÁRNASON UMRÆÐAN KORT AF REYKJANESI Þekktur lýðræðissinni, lögfræð- ingur og áður forseti Bandaríkjanna herra Clinton heimsótti Þingvelli í ferð sinni og eiginkonu hans hingað til Íslands þessa dagana. Þingvalla- ferðin er að mati greinarhöfundar merkasti hluti heimsóknarinnar og kynnir Þingvelli sem stóran hluta af menningararfi víkinganna, sem margir sjá í dag í nýju og stærra ljósi en áður. Víkingarnir voru meira en sverðið og bardagarnir. Það er rétt hjá herra Clinton að tengja sem lögfræðingur saman virðingu víkinganna fyrir frelsi hins venjulega manns og svo aftur því gagnstæða að hafa nauðsynlegt opinbert vald sem er háð veru- legum lýðræðislegum takmörk- unum. Í þessu sambandi ræddi herra Clinton um stjórnarskrá Bandaríkjanna sem setti það sem grundvallarreglu að takmarka með lögum og rétti opinbert vald en virða um leið einstaklinginn og frelsi hans og mannréttindi. Stjórn- arskráin bandaríska er meistara- stykki í lögfræði. Margir undrast fyrirhyggju höfunda hennar. Víkingarnir fóru víða á skipum sínum fyrir 1000 árum með sverð í hendi. Leifur heppni stóð þá á strönd Ameríku. Hernaður víking- anna og dugnaður þeirra sem sæ- farar og hermenn hefur varpað skugga á mikil menningaráhrif víkinganna í lögfræði og stjórn- málum okkar í dag og grundvallar- áhrif þeirra á þróun lýðræðisrétt- inda í heiminum síðustu aldir. Á ensku er orðið ìfairî eða réttlátur og sanngjarn sama og ljóshærður þ.e. „fair“. Er varla tóm tilviljun. Ljóshærðu víkingarnir voru „fair“. Víkingarnir fluttu með sér grundvallartrú á réttlæti og ein- staklingsfrelsi þegar þeir lögðu undir sig England oftar en einu sinni á liðnum öldum. Í bland við aðra frelsistrú varð þetta svo allt grundvöllur að viturri og mjög framsýnni stjórnarskrá Banda- ríkjanna. Sú stjórnarskrá er kjöl- festa þessa voldugasta lýðræðis- ríkis heims í dag og hefur verið farsæl kjölfesta fyrir mjög svo voldug Bandaríkin. Bretar fluttu anda víkinganna með sér vestur um haf. Fleira kom svo til við- bótar. Þegar herra Clinton ræddi við blaðamenn að lokinni Þingvalla- heimsókn sinni var að heyra sem hann hefði verið pílagrímur á helgum stað. Clinton dvaldi góða stund á Lögbergi og naut þar kunnáttu Sigurðar Líndal prófess- ors í lögfræði sem er mikill og fróður sagnaþulur um heim vík- inganna og lögfræði þeirra. Heim- sóknin var söguleg stund fyrir Þingvelli. Nýlega hafa Þingvellir verið settir á Heimsminjaskrá Samein- uðu Þjóðanna. Heimsókn herra Clintons núna stuttu seinna til Þingvalla og tenging hans á rétti hins frjálsa manns í nútíma lýð- ræði við forna og gamla trú vík- inganna setur Þingvelli í nýtt og frægara ljós. Mun ekki gleymast í bili. Lifir lengi sem hylling á lýð- ræðinu. Að lokum má koma með þá til- lögu eða hugmynd hvort megi ekki endurtaka svipaða hátíða- stund aftur á Þingvöllum. Hylla þarna víkingana og forna menn- ingu þeirra og frelsisást eins og hún var fyrir 1000 árum. Gera það árlega. Alþingi gæti haldið á sumrin alþjóðlegan lýðræðisfund á Þingvöllum. Þar gætu lýðræðis- sinnar komið til þinghalds víða að og hyllt frelsi og lýðræði víking- anna eins og herra Clinton gerði svo glæsilega með nýlegri píla- grímsferð sinni á Lögberg. Hafi lýðræðissinninn herra Clinton þökk og heiður fyrir. Honum ber öll okkar virðing. ■ ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR NÝLEGA KOM fram í blöðunum að nú væru 2.251 einstaklingur á biðlista á skurðsviði Landspítala. En hversu hag- kvæmt er að hafa fólk á biðlistum sjúkrahúsanna? Í fyrsta lagi þurfum við að athuga að sitt er hvað, hagkvæmni fyrir sjúkrahúsið og hagvæmni fyrir þjóðina í heild. SJÚKRAHÚSIÐ er rekið samkvæmt föst- um fjárlögum, þ.e. það fær fasta upp- hæð til rekstrar og þarf að láta upphæð- ina duga frá upphafi til loka ársins. Það er því hagkvæmni fyrir sjúkrahúsið að framkvæma sem fæstar aðgerðir til að spara upphæðina sem þeir hafa til ráð- stöfunar. EN HVAÐ með sjúklingana á biðlistun- um? Tökum sem dæmi einstakling sem þarf að fara í gerviliðaaðgerð á hné eða mjöðm. Það að viðkomandi er kominn á biðlista þýðir að liðurinn er ónýtur og engar líkur á að meinið grói. Viðkom- andi er því ekki góður til gangs og getur því í mörgum tilfellum ekki sinnt fullri vinnu. Hann er því ekki að skila fram- leiðslu til þjóðarbúsins og engum skatt- tekjum til ríkis og sveitarfélaga. Yfirleitt fylgja ónýtum liðum sársauki, þannig að viðkomandi er á lyfjum sem að ein- hverjum hluta eru greidd af Trygginga- stofnun og þar með ríkinu og að hluta af einstaklingnum, sem e.t.v. hefur litlar sem engar tekjur. Á MEÐAN viðkomandi bíður eftir aðgerð- inni, þá er hugsanlegt að meinið versni og þegar loksins kemur að aðgerðinni er hún því umfangsmeiri en ef hún hefði verið gerð fyrr og því dýrari fyrir þjóðarbúið, því allur kostnaður við aðgerðina er greiddur af ríkinu af fjárlögum Landspítala. Þá er einnig líklegt að endurhæfingin taki lengri tíma þar sem sjúklingurinn hefur lítið getað hreyft sig þann tíma sem hann var á biðlista. HVER ER ÞÁ heildarkostnaðurinn? Í dag fer sjúklingur sem þarf á liðskiptaaðgerð að halda á biðlista þar sem meðalbiðin er um 6 mánuðir. Ef sjúklingurinn kæmist strax í aðgerð, þá er heildarkostnaðurinn kostnaður við aðgerðina og vinnutap og endurhæfing á meðan sjúklingurinn er að ná sér. Síðan er hann kominn í vinnu eftir ríflega mánuð og skilar skatttekjum til hins opinbera í fimm mánuði. Ef sjúklingurinn fer fyrst á biðlista í hálft ár, þá er kostnað- urinn vinnutap og lyfjakostnaður í sex mánuði, síðan gæti aðgerðin orðið dýrari en ef hún hefði verið framkvæmd strax. Að lokum verður aftur vinnutap á meðan sjúklingurinn er að ná sér og löng endur- hæfing á sér stað. ÞAÐ ER LJÓST að biðlistar borga sig ekki fyrir sjúklinginn og samkvæmt ofan- greindu sést að þeir borga sig heldur ekki fyrir ríkið. Hvers vegna eru biðlistar til? ■ Fyrir hvern eru biðlistar sjúkrahúsa? LÚÐVÍK GIZURARSON HRL. UMRÆÐAN HEIMSÓKN BILLS CLINTONS Pílagrímsferð Clintons Hver er ykkar framtíðarsýn? BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.