Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 34
„Ég ætla bara að fara í ræktina og allt það, kannski borða góðan mat,“ segir Ruth Reginalds sem er 39 ára í dag. Undanfarna mán- uði hefur hún staðið í ströngu við miklar útlitsbreytingar, auk þess sem hún er að fara að kenna við rokkskólann vif.is, ásamt öðru tónlistarfólki. Hún hefur nýlega gengist undir lýtaraðgerð og segir að allt gangi rosalega vel. „Ég er að byrja að æfa aftur eftir aðgerðina en ég hef ekkert æft í þrjár vikur. Reyndar þyngdist ég ekkert á meðan því ég viðhélt matarræðinu.“ Síðasti dagur átaksins verður í kringum 9. september þegar ný Ruth verður kynnt opinberlega. „Endanleg dagsetning fer eftir því hvað ég er dugleg núna en þá fær fólk að sjá endanlega út- komu. Það er enn mikið sem á eftir að gera. Bólgur eru að hjað- na vegna aðgerðarinnar, hárið er eftir og þær eiga eftir að dressa mig upp á skor.is sem eru þvílíkt að gera mig flotta. Stelpurnar í Naglafegurð eiga eftir að gera sitt og svo á ég eftir að fara í brúnkuklefana. Það er því ýmis- legt eftir en það verður gaman að sjá hvernig þetta verður í lokin.“ Af því sem á eftir að koma seg- ist Ruth mest hlakka til að byrja í ropejóga. „Það hefur svo mikil áhrif á þessa kerlingamagavöðva sem við erum alltaf að berjast við. Við erum svo lengi að ein- angra þessa vöðva og finna fyrir þeim sem er ekkert skemmtilegt. Með ropejóganu er maður búin að æfa þá í 40 mínútur áður en maður veit af. Það sem er búið að vera erfiðast er að hætta að reykja og mæli ekki með að neinn byrji á þeim ósóma. Ég hef átt við aðra fíkn að stríða en það var ekki eins erfitt að gefa hana upp á bát- inn og að hætta að reykja. Mér finnst að krakkarnir ættu að hugsa út í þetta áður en þeir byrja að fikta.“ Ruth segir að allar þessar breytingar hafi gert sér rosalega gott, þrátt fyrir að hún sé alltaf hún sjálf. „Þetta var bara breyt- ing til góðs. Ég vildi helst óska að það mætti tala um svona aðferðir í fjölmiðlum. Fyrir mitt leyti er þetta eins og að fara á fegrunar- stofu. Mér finnst að við eigum að hafa frelsi til að gera það sem við viljum og meta það sjálf. Það kalla ég frelsi. Samt sem áður getur maður ekki farið í lýtaað- gerð og hugsað að nú muni allt breytast. Breytingin verður líka að koma innan frá.“ Hún segist ekki ætla að byrja að telja árin upp á nýtt, þrátt yfir að „ný“ Ruth sé að fæðast. „Ég er þakklát fyrir mig eins og ég er og langar ekki til að verða yngri. Ég nenni því ekki aftur því það er gaman að þroskast. Ég næ að líta á lífið öðruvísi í dag, sem verður auð- veldara með vissan þroska.“ ■ 22 1. september 2004 MIÐVIKUDAGUR LILY TOMLIN Leikkonan er 65 ára í dag. BRÚÐKAUP Brúðhjónin Ilmur Dögg Gísladóttir og Ágúst Ævar Gunnarsson, Eskihlíð 22, Reykjavík, voru gefin saman í garði Einars Jónssonar af fulltrúa sýslumanns, laugardaginn 28. ágúst. Brúðhjónin Anna Guðmundsdóttir og Mark Twomey, búsett á Írlandi, voru gefin saman í Seltjarnarneskirkju þann 24. júlí. Prestur var sr. Pálmi Matthías- son. Brúðhjónin Alma Björk Magnúsdóttir og Guðmundur Jón Viggósson, Svölu- ási 1, Hafnarfirði, voru gefin saman í Hafnarfjarðarkirkju, 17. júlí. Prestur var sr. Þórhallur Heimisson. ANDLÁT Hallfríður Guðmundsdóttir lést laugar- daginn 28. ágúst. Jerome Valdimar Wells lést þriðjudag- inn 24. ágúst á Englandi. Pétur Hannesson, Giljalandi 12, Reykja- vík, lést föstudaginn 27. ágúst. JARÐARFARIR 13.30 Jón Jónsson, frá Brjánsstöðum á Skeiðum, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 13.30 Thelma Gígja Kristjánsdóttir verður jarðsungin frá Lágafells- kirkju. 14.00 Jóhann Bergur Sveinsson, fyrrv. heilbrigðisfulltrúi, Þverholti 7, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. Sovéskir skákmeistarar höfðu ein- okað heimsmeistaratitilinn í skák frá árinu 1948 þegar kom að þeim Bobby Fischer og Boris Spasski að tefla um titilinn í Reykjavík sumar- ið 1972. Þar til þá höfðu Bandaríkja- menn aldrei hampað titlinum. Hinn bandaríski Fischer var 29 ára gamall þegar hann skoraði á sovéska heimsmeistarann Spasski en Fischer varð stórmeistari í skák aðeins 15 ára. Lengi vel var útlit fyrir að ekkert yrði af áskoruninni, þar sem Fischer sem frægur var orðinn fyrir ýmsar sérkröfur, neit- aði að koma til landsins. Meðal ann- ars er sagt að hann hafi ekki ætlað að koma þar sem verðlaunaféð hafi ekki verið nægjanlega hátt. Einnig hefur verið sagt að hann hafi neitað að koma þegar hann uppgötvaði að uppáhalds sjónvarpsefnið hans stóð ekki til boða í dagskrá Sjónvarpsins. Þrátt fyrir að málamiðlanir hafi tek- ist og keppnin hafist þann 11. júlí, lauk þrasinu ekki. Fischer vildi ekki tefla fyrir framan myndavélar og sagði áhorfendur trufla sig, á meðan Sovétmenn komu með und- arlegar ásakanir á hendur Fischer, meðal annars um að hann truflaði Spasski með örbylgjum. Heimsmeistarakeppnin fékk heimsathygli og var meðal annars kölluð barátta kapítalisma gegn kommúnisma. Ef hún var slík bar kapítalisminn sigur af höndum. Fischer varði ekki titilinn sinn 1975 gegn sovéskum áskoranda og var hann því dæmdur af honum. Hann tefldi ekki opinberlega aftur fyrr en 1992, þegar hann sigraði Spassky aftur í Serbíu. ■ ÞETTA GERÐIST BOBBY FISCHER FÆR HEIMSMEISTARATITILINN Í REYKJAVÍK 1. september 1972 „Níutíu og átta prósent fullorðinna þessa lands eru almennilegir, duglegir og heiðarlegir Bandaríkjamenn. Það eru hin, ömurlegu, tvö prósent sem fá alla athyglina. En við kusum þau.“ Lily Tomlin um stjórnmálamenn Bandaríkjanna. Fischer sigrar Spasski MERKISATBURÐIR 01. 09 1905 Saskatchewan og Alberta verða ní- unda og tíunda ríki Kanada. 1923 Um hundraðþúsund manns láta lífið þegar jarðskjálfti skekur Tókíó og Jókóhama í Japan. 1939 Síðari heimsstyrjöldin hefst þegar Þýskaland ræðst inn í Pólland. 1945 Bandaríkjamenn fá formlega stað- festingu á að Japanir gefist upp í síðari heimsstyrjöldinni. Í Japan er kominn 2. september. 1951 Bandaríkin, Ástralía og Nýja Sjá- land skrifa undir ANZUS, varnar- sáttmálann. 1969 Moammar Gaddafi kemst til valda í Líbýu. 1985 Dr. Robert Ballard og Jean Louis Michel finna flakið af Titanic. Flak- ið finnst 963 mílum norðaustur af New York og 453 mílum suð- austur af strönd Nýfundnalands. 1997 Embætti saksóknara í Frakklandi tilkynna að alkóhólmagn bílstjóra Díönu prinsessu, daginn sem hún lést, hafi verið yfir leyfileg mörk. Hlakkar til að sjá útkomuna AFMÆLI: RUTH REGINALDS ER 39 ÁRA Í dag eru liðin hundrað ár frá fæðingu Guðmundar Böðvarsson- ar, skáldsins sem sólin kyssti, og af því tilefni gefur Hörpuútgáfan í dag út úrval úr ljóðum skáldsins í bókinni Ljóðöld. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar inngang að safninu og hún segir að úrvalið sýni vel hversu sterkt ljóð- skáld Guðmundur var. Það er rúmt ár síðan við fórum að huga að því hvernig við gætum minnst fæð- ingar skáldsins. Það er auðvitað hægt að gera ýmislegt á svona tímamótum en ég held að það hafi verið mjög gæfurík niðurstaða að taka ljóðaúrvalið saman þar sem Guðmundur verður enn betra skáld þegar maður les úrval verka hans.“ Fjórmenningarnir völdu ljóðin hvort í sínu lagi og voru vitaskuld oft sammála um hvaða ljóð ættu erindi í bókina. „Það eru þarna um 50-60 ljóð sem mynda ákveðinn kjarna sem allir voru sammála um en síðan hafði smekkur hvers og eins sín áhrif og þannig voru sumir hrifnari af ástarljóðunum og aðrir af náttúruljóðunum.“ Böðvar, Silja og aðrir velunn- arar skáldsins láta ekki staðar numið með útgáfu Ljóðaldar og efna til samkomu um Guðmund í Reykholti í Borgarfirði laugardag- inn 4. september. Silja og Magnús Sigurðsson flytja erindi um skáldið og Bergur Þorgeirsson stjórnar umræðum á málþingi sem hefst klukkan 14. Síðan verður lesið upp úr verkum skáldsins, Kammerkór Vesturlands syngur og ljóðaverð- launum Guðmundar Böðvarssonar og borgfirskum menningarverð- launum, sem Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar veitir, verður úthlutað. Allir eru velkomnir á samkom- una sem Snorrastofa og Minning- arsjóður Guðmundar Böðvars- sonar halda í sameiningu. ■ ALDARMINNING: HUNDRAÐ ÁR FRÁ FÆÐINGU GUÐMUNDAR BÖÐVARSSONAR Úrval ljóða skáldsins sem sólin kyssti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA RUTH REGINALDS Svona leit hún út eftir lýtaaðgerðina þegar hún var einn dómenda í Ljósanæturlagakeppninni sem haldin var á Suðurnesjum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V ÍK U R FR ÉT TI R/ AT LI M ÁR G YL FA SO N BÖÐVAR GUÐMUNDSSON OG SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR Ljóðin í bókinni eru hundrað talsins, sem hlýtur að teljast viðeigandi, og eru valin af Böðvari syni skáldsins, Silju Aðalsteinsdóttur sem áður hefur ritað ævisögu Guðmundar og „tveimur stútungsbóndakonum og gömlum aðdáendum Guðmundar,“ eins og Silja orðar það. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR V . A N D RÉ SS O N AFMÆLI Ragnar S. Halldórsson fv. forstjóri er 75 ára. Ólöf Nordal myndlistarmaður er 43 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.