Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 36
24 1. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Vissir þú ... ... að Grindvíkingar hafa hvorki unnið leik eða fengið stig í þeim sjö leikjum sem þeir hafa spilað án Sinisa Valdimars Kekic á síðustu fjórum tímabilum. Kekic var ekki með í 0-4 tapi gegn FH á heimavelli í gær en Grindavík hafði unnið tvo síðustu deildarleiki sína á undan honum.sport@frettabladid.is Við hrósum... ...Fylkismönnum fyrir að reyna að beita sálfræði á endasprettinum í Landsbankadeild karla. Bæði Þorlákur Árnason þjálfari og Þórhallur Dan Jóhannsson varnarmaður hafa reynt það í viðtölum við fjölmiðla. Fylkismenn verða hins vegar að vinna leikina sína svo sálfræðin virki og líkt og alltof oft eru það þeir sem tapa öllum sálfræðistríðum með sínum einstaka glæsibrag. FH-ingar feti frá titlinum FH vann 0–4 stórsigur í Grindavík og eru með þriggja stiga forustu á toppi Landsbankadeildar karla þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af mótinu. FH á eftir að spila við tvö neðstu liðin. [ STAÐAN ] LANDSBANKADEILD KARLA LEIKIR GÆRDAGSINS FH 16 8 7 1 27–14 31 ÍBV 16 8 4 4 31–17 28 Fylkir 15 7 5 4 22–16 26 ÍA 16 6 7 3 22–17 25 Keflavík 16 6 3 7 22–28 21 KR 16 4 7 5 18–18 19 Grindavík 16 4 6 6 17–25 18 Fram 16 4 5 7 17–18 17 Víkingur 16 4 3 9 15–23 15 KR 16 4 3 9 11–26 15 MARKAHÆSTIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 12 Grétar Hjartarson, Grindavík 9 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík 9 Ríkharður Daðason, Fram 7 Arnar Gunnlaugsson, KR 6 Atli Viðar Björnsson, FH 6 Björgólfur Takefusa, Fylki 6 Allan Borgvardt, FH 5 Bjarnólfur Lárusson, ÍBV 5 LEIKIR SEM ERU EFTIR: ÍBV–Fylkir sun. 12. sept. 14.00 Víkingur–ÍA sun. 12. sept. 14.00 Keflav.–Grindav. sun. 12. sept. 14.00 FH–Fram sun. 12. sept. 14.00 KR–KA sun. 12. sept. 14.00 Fylkir–KR lau. 18. sept. 14.00 ÍA–ÍBV lau. 18. sept. 14.00 Grindavík–Víkingur lau. 18. sept. 14.00 Fram–Keflavík lau. 18. sept. 14.00 KA–FH lau. 18. sept. 14.00 0–1 Jón Þorgrímur Stefánsson 4. 0–2 Allan Borgvardt 20. 0–3 Allan Borgvardt 54. 0–4 Tommy Nielsen, víti 74. DÓMARINN Magnús Þórisson Sæmilegur BESTUR Á VELLINUM Allan Borgvardt FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–7 (6–5) Horn 3–5 Aukaspyrnur fengnar 19–18 Rangstöður 5–12 MJÖG GÓÐIR Allan Borgvardt FH GÓÐIR Óli Stefán Flóventsson Grindavík Ray Anthony Jónsson Grindavík Heimir Guðjónsson FH Guðmundur Sævarsson FH Jón Þorgrímur Stefánsson FH Tommy Nielsen FH Daði Lárusson FH Sverrir Garðarsson FH Baldur Bett FH Jónas Grani Garðarsson FH 0-4 GRINDAVÍK FH 1–0 Viðar Guðjónsson 53. DÓMARINN Ólafur Ragnarsson Mjög góður BESTUR Á VELLINUM Viðar Guðjónsson Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–15 (6–5) Horn 1–7 Aukaspyrnur fengnar 18–16 Rangstöður 6–2 GÓÐIR Viðar Guðjónsson Fram Andri Fannar Ottósson Fram Gunnar Sigurðsson Fram Hans Fróði Hansen Fram Ragnar Árnason Fram Kristján Örn Sigurðsson KR Guðmundur Benediktsson KR 1-0 FRAM KR FÓTBOLTI FH-ingar stigu í gærkvöldi stórt skref í átt að fyrsta Íslands- meistaratitli félagsins í knatt- spyrnu í meistaraflokki karla með því að leggja Grindvíkinga að velli, 0-4, á útivelli. Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur nú 3ja stiga forskot á Eyja- menn þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Landsbankadeildinni og það er ekki margt sem bendir til þess að FH-ingar komi til með að misstíga sig. Liðið er að leika hreint út sagt frábæra knatt- spyrnu og sjálfstraustið skín af því og allir sem að liðinu koma trúa því að árangur náist. Á löng- um köflum í gærkvöldi yfirspil- uðu FH-ingar andstæðinga sína og boltinn gekk hratt og örugglega á milli manna og þeir áttu í engum vandræðum með að opna svæði upp á gátt. Það var síðan ekki til að bæta úr skák fyrir heimamenn að Grétar Ólafur Hjartarson fór meiddur af velli sex mínútum eftir annað mark FH-inga. Sinisa Kekic var ekki með Grindvíking- um að þessu sinni og því var í raun engin spurning um hvort liðið myndi ná sigri eftir annað mark gestanna - frekar það hversu mörg mörk FH-ingar myndu skora. Lið FH er eins og vel smurð vél sem gengur hnökralaust. Eftir hinn glæsilega sigur í Skotlandi í síðustu viku var alveg ljóst að þetta lið er tilbúið - tilbúið í titla - tilbúið í hvað sem er. Breidd þess er án efa sú mesta á landinu en það er á engan hallað þótt sérstaklega sé minnst á þátt Heimis Guðjónssonar, fyrirliða. Heimir var að vonum kátur eftir leik en þó jarðbundinn: „Við lékum mjög vel í þessum leik og liðsheildin var eins og best verður á kosið. Við vorum afar einbeittir alveg frá byrjun og menn voru meira en staðráðnir að ná sigri hér og gerðum það með stæl - spiluðum góðan fótbolta og unnum þetta sannfærandi. Stór partur af góðum árangri okkar er sá að menn eru að hafa virkilega gaman af þessu og það smitar út frá sér. Þá segi ég það enn og aft- ur að það er ekkert nema gott að spila svona marga leiki eins og við erum búnir að gera í sumar. Fleiri leikir þurfa ekkert endilega að þýða meira álag, það er miklu betra að spila meira og æfa minna og miklu skemmtilegra,“ sagði Heimir Guðjónsson. Óli Stefán Flóventsson, hinn fjölhæfi leikmaður Grindvíkinga, var að vonum svekktur með frammistöðu síns liðs eftir leik: „FH-ingar voru einfaldlega mun betri en við í þessum leik og óhætt að segja að þeir hafi sýnt sannkall- aða meistaratakta - ef þeir halda svona áfram er engin spurning hvert titlarnir í ár fara. Við verð- um hins vegar að gjöra svo vel að hysja upp um okkur buxurnar og halda áfram ótrauðir. Við höfum staðið í svona fallbaráttu áður - vitum alveg um hvað þetta snýst - og höfum fulla trú á því að við get- um rétt úr kútnum í þeim tveimur leikjum sem eftir eru,“ sagði Óli Stefán. sms@frettabladid.is FH-INGAR FAGNA OG FAGNA FH-ingarnir Jón Þorgrímur Stefánsson og Guðmundur Sævarsson samfagna hér Allan Borg- vardt eftir að sá síðastnefndi skoraði fyrra mark sitt í leiknum en hér fyrir neðan sést Borgvardt skora sjálft markið. TRYGGÐI SIGURINN Framar- inn Viðar Guðjónsson fær hér harðar móttökur frá fyrrum félaga sínum, Ágústi Gylfasyni í KR-liðinu. Viðar skoraði sigur- mark Fram gegn KR í gær. Reykjavíkurslagur í Landsbankadeild karla í gær: KR niður í fallbaráttuna FÓTBOLTI Framarar unnu nágranna sína í KR, 1–0, í Laugardalnum í gær. Þeir komu sér fyrir vikið upp úr fallsæti, upp fyrir lið Víkinga og KA, og toguðu um leið Íslandsmeistara KR-inga niður í fallbaráttuna en Vesturbæjarliðið er nú aðeins 4 stigum frá fallsæti þegar sex stig eru í pottinum. Það var Viðar Guðjónsson sem skoraði sigurmark Fram í leiknum í upphafi seinni hálfleiks og tryggði liðinu fyrsta sigurinn á KR á aðalvellinum í Laugardal síðan sumarið 1991. Markið var samt slysalegt að hálfu Kristjáns Finnbogasonar, markvarðar KR, sem hleypti boltanum framhjá sér á nærstönginni þegar lítil hætta virtist annars vera á ferðum. Viðar var bestur í ágætu og jöfnu Framliði. Það er ekki að finna marga veikleika á liðinu eins og það spilar þessa daganna. „Mér fannst við spila varnarleikinn vel í fyrri hálfleik. Við fórum síðan á KR-ingana þar sem við vildum, á bak við bakverðina og það sem ég vildi að við myndum laga voru sendingar- nar og það fannst mér menn gera í seinni hálfleik. ,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Framara fagnaði sigri gegn gömlu félö- gunum sínum í KR-liðinu. KR-ingar sóttu meira allan leikinn og fengu fleiri færi í fyrra hálfleik og voru þá líklegri. Þeir komust hinsvegar lítið áleiðis í seinni hálfleik gegn skipulögðum varnarleik Framara. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.