Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 38
FÓTBOLTI Manchester United hefur komist að samkomulagi við Everton um kaup á enska lands- liðsmanninum Wayne Rooney. Stjórn United tilkynnti um kaupin í gær hjá breska verðbréfamarkað- inum. Talið er að kaupverðið nemi um 26 milljónum punda, sem sam- svarar rúmum þremur milljörðum íslenskra króna. Hinn átján ára gamli framherji mætti á Carrington, æfingasvæði United, í gær eftir að Everton hafði gefið grænt ljós á að hann færi í læknisskoðun hjá liðinu en Rooney hefur verið meiddur síðan á Evrópumótinu í Portúgal. Hart hefur verið barist um Rooney en bæði Manchester United og Newcastle voru á höttunum eft- ir honum. Newcastle varð fyrst liða til að bjóða í hann, um 20 milljónir punda, en tilboðið var of lágt að mati Everton. United bauð sömu upphæð og leikmann með í kaup- bæti en það dugði ekki til. Eftir að Newcastle hafði boðið 23,5 milljónir punda í Rooney hækkaði stjórn United boð sitt í 25 milljónir. Bill Kenwright, stjórn- arformaður Everton, og David Gill, framkvæmdastjóri United, ræddu um kaupin á mánudag á sama tíma og liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni og nú hefur loks verið gengið frá samningnum. Alltaf blár Rooney er alinn upp hjá Ev- erton en hann hafði lýst því yfir að hann vildi söðla um. „Nú finnst mér rétti tíminn til að færa mig um set,“ sagði Rooney. Hann var þó ekki sáttur við fyrstu viðbrögð stjórnar Everton sem vildi ekki láta hann af hendi. Rooney þykir einn allra efnileg- asti knattspyrnumaður heims og hefur vakið mikla aðdáun bæði með Everton og landsliðinu. Hann er sem fyrr segir uppalinn hjá Everton og skrifaði undir sinn fyrsta samning við liðið löngu áður en hann átti möguleika á að komast í aðalliðið. Stjórnarmenn Everton höfðu hins vegar mikla trú á honum og vildu tryggja að hann væri um kyrrt hjá liðinu. Hann stýrði, nánast upp á sitt einsdæmi, liðinu til sigurs í bikarkeppni ung- menna árið 2002. Á þeim tíma klæddist hann bol undir bún- ingnum sem áletrað var á: „Eitt sinn blár – alltaf blár.“ Sló í gegn á EM Rooney lék fyrsta meistara- flokksleikinn gegn Tottenham í byrjun leiktíðar 2002-2003. Þá var hann sextán ára. Það liðu ekki nema nokkrir mánuðir þar til hann lék fyrsta landsleikinn fyrir Eng- lands hönd. Þar með varð hann yngstur leik- manna til að leika með landslið- inu og yngstur til að skora mark. Framherjinn knái var valinn í enska landsliðið fyrir Evrópu- mótið í Portúgal og efuðust margir um val Sven-Göran Eriksson. Rooney þótti heldur þéttur á velli á þeim tíma og hafði átt misgóðu gengi að fagna á tímabilinu. Hann sló hins vegar svo eftirminnilega í gegn þar og blés á allar efasemd- araddir. Rooney gerði einum besta varnarmanni heims, Frakkanum Lilian Thuram, lífið leitt í riðla- keppninni. Hann náði að vísu ekki að skora í leiknum gegn Frökkum en bætti um betur og skoraði í leikjunum gegn Sviss og Króatíu. Rooney fótbrotnaði í lokaleik Englands á Evrópu- mótinu en hann hafði sýnt það og sannað hversu megnugur hann er. Grynnkar á skuldum Ev- erton S t j ó r n M a n c h e s t e r United ætlaði að bíða þar til næsta sumar eft- ir að bjóða í Roon- ey og vonaðist til að fá hann þá á lægra verði. Þegar Newcastle bauð hins vegar í kappann gat stjórn United ekki setið á sér. Alex Ferguson vill klófesta Rooney og var augljóslega tilbú- inn til að punga út dágóðri summu fyrir hann. Stjórn United var að renna út á tíma en leikmannamarkaðurinn lokaði klukkan tólf á miðnætti. Liðið þarf að skrá hann til Knatt- spyrnusambands Evrópu svo hann verði löglegur í Meistaradeildinni í haust. Everton ætti að geta lagað skuldastöðu sína en talið er að skuldir félagsins nemi um 30 millj- ónum punda. ■ 1. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Perfect Akureyri 15% afsláttur Ísbú›in Álfheimum tveir fyrir einn flri›jud. og mánud. Ísbú›in Kringlunni tveir fyrir einn flri›jud. og mánud. mangó Keflavík 15% afsláttur park 15% afsláttur tex mex 20% afsláttur COS 15 % afsláttur Kiss Kringlunni 15 % afsláttur Bíókorti› - frítt í bíó, áunni› á vissum tímabilum Sérkjör hjá Bónusvideo 250 kr. spólan †mis tilbo› frá BT Pizza 67, Háaleitisbr., pizza me› 2 áleggs teg. + brau›st. (sótt) á 990 Xs Kringlunni 15% afsláttur Perlan Keflavík 15% afsláttur af öllu mótor 15% afsláttur Blaðbera tilboð 2 fyrir 1 Ísbú›in Kringlunni og Ísbú›in Álfheimum Bla›beraklúbbur Fréttabla›sins er fyrir duglegasta fólk landsins. Allir bla›berar okkar eru sjálfkrafa me›limir í klúbbnum og fá tilbo› og sérkjör hjá mörgum fyrirtækjum. Vertu me› í hópi duglegasta fólks landsins. Ísbú›in Álfheimum og Ísbú›in Kringlunni b‡›ur bla›berum Frétt ehf. 2 fyrir 1 af ísum mánudaga og flri›judaga. Tilbo› fæst a›eins afgreitt gegn framvísun pakkami›a. Til Rauðu djöflanna Manchester United hefur gengið frá kaupum á Wayne Rooney hjá Everton. Rooney er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. United barðist um piltinn við Newcastle og hafði betur. MEÐ FERGUSON Wayne Rooney mætti á æfingasvæði Manchester United í gær og ræddi þar meðal annars við Alex Ferguson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.