Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 39
HANDBOLTI Ólafur Stefánsson var valinn sem hægri skytta í úrvalslið Ólympíuleikanna í Aþenu. Það voru Bengt Johansson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari Svía, og Frakkinn Daniel Costantini sem völdu liðið í samvinnu við lands- liðsþjálfara þátttökuþjóðanna í Aþenu. Aðrir í liðinu eru Carlos Perez frá Ungverjalandi, Juan Garcia frá Spáni í vinstra horni, Mirza Dzomba frá Króatíu í hægra horni og Christian Schwartzer frá Þýskalandi á línuna. Henning Fritz frá Þýskalandi var markmaður mótsins en leikstjórnandi var val- inn Ivano Balic frá Króatíu sem jafnframt var valinn besti leik- maður Ólympíuleikanna. MIÐVIKUDAGUR 1. september 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 31 1 2 3 4 Miðvikudagur SEPTEMBER ■ ■ LEIKIR  16.45 Bikarkvöld á RÚV. Endur- sýndur þáttur frá þriðjudags- kvöldi. ■ ■ SJÓNVARP  17.20 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  17.30 Valur og KR mætast að Hlíðarenda í fjórðungsúrslitum Visa-bikarkeppninnar.  18.35 Meistaradeildin á Sýn. Gull- leikur. Barcelona og Manchest- er United hafa háð nokkra hildi á knattspyrnuvellinum í gegnum árin. Sigur Rauðu djöflanna á Börsungum í úrslitaleik Evrópu- keppni bikarhafa 1991 er með þeim eftirminnilegri.  20.15 Meistaradeildin á Sýn. Úr- slitaleikurinn í Evrópukeppni meistaraliða árið 1994 þegar Barcelona og AC Milan mæt- tust. Leikurinn var háður í Aþenu í Grikklandi. Flestir bjuggust við jöfnum og spennandi leik enda frábærir leikmenn í báðum lið- um.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  23.10 Bikarkvöld á RÚV. Sýnt úr leik í undanúrslitum bikarkeppni kvenna.  23.15 Ryder Cup 2004 á Sýn. Það eru lið Bandaríkjanna og Evr- ópu sem leika um Ryder-bikar- inn í golfi. Í þessari þáttaröð er fylgst með kylfingunum sem þá verða í eldlínunni og rætt við fyrirliðana, Hal Sutton og Bern- hard Langer.  23.45 HM-hálandaleikar á Sýn. Sýnt frá skosku Callander-há- landaleikunum. £ Ólympíuliðið á Aþenu: Ólafur í úrvalsliðið ÓLAFUR STEFÁNSSON Ólafur var sjötti markahæsti leikmaður mótsins með 57 mörk og var í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar, 23 talsins. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Þýski knattspyrnuþjálfarinn RudiVöller hefur átt í samræðum við forráðmenn Róma í ítölsku úrvals- deildinni en hann lék á árum áður með liðinu. Þá hefur Bayer Leverkusen sýnt Völler áhuga en hann var á mála hjá félaginu undir lok síðasta áratugar. Sam- kvæmt ítölskum blöðum hefur Róma boðið Völler eins árs samning sem hljóðar upp á 140 milljónir íslenskra króna. „Það styttist í að ákvörðun verði tekin í þessu máli. Ég þarf að funda um þetta með fjöl- skyldunni“ sagði Völler. Charles Barkley, fyrrum NBA-leik-maður, er sagður hafa ráðist á konu á ósiðlegan hátt í Fíladelfíu á mánudagskvöldið. Árásin átti sér stað á næturklúbbnum 32 Degrees. Rannsókn stendur nú yfir á málinu en engin niðurstaða hefur fengist. Lögreglan í Fíladelfíu lagði áherslu á að formleg kæra hefði ekki átt sér stað og að málið væri á rannsóknar- stigi. Barkley lék lengst af með Phila- delphia 76'ers, færði sig þaðan til Phoenix Suns og loks Houston Rockets, þar sem hann endaði feril- inn. Hann hefur níu sinnum verið í Stjörnuliði NBA og var valinn besti leikmaður tímabilsins 1993. Hann vinnur nú sem íþróttaþulur á sjón- varpsstöðinni TNT. Bandaríska tennisstjarnan SerenaWilliams byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Williams mætti S a n d r a Kleinova og átti ekki í neinum v a n d r æ ð u m með andstæðing sinn. Williams vann 6-1 og 6-3 og virðist vera í ágætis formi. Tennisstjarnan hefur haft hægt um sig síðan í byrjun sumars þegar hún meiddist á vinstra hné. „Ég er nánast orðin fullbata“ sagði Williams. Þess má geta að hún hætti á síðustu stundu við þátttöku í Ólympíuleikunum í Aþenu til þess að ná geta náð fullum styrk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.