Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 41
29MIÐVIKUDAGUR 1. september 2004 Útsala Útsala 25% afsláttur af öllum vörum Verslunin lokar – Opnum aftur 1.maí 2005 Veiðiportið Grandagarði 3 Sími: 898 3946 †mis starfsmanna- og stéttarfélög veita styrki vegna dansnámskei›a. Í tilefni 15 ára afmælis skólans nú í haust ver›ur sérstök afmælishátí› í mi›bæ Reykjavíkur laugardaginn 4. september kl. 13. Fame Mambó Tjútt Freestyle Salsa Brú›arvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskei› fyrir hópa N‡justu tískudansarnir Börn – Unglingar – Fullor›nir Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Bolholti 8 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is VI‹ BJÓ‹UM UPP Í DANS Innritun og uppl‡singar alla daga kl. 12–19 í síma 553 6645 e›a me› pósti til dans@dansskoli.is Margir veiðimenn hafa heillast af Stóru Laxá í Hreppum og er það sama á hvaða svæði menn reyna. Mörgum finnst svæði fjögur fallegast, en mörg flott svæði er að finna. Við fengum okkur labbitúr með ánni fyrir fáum dögum, kíktum á nokkra fallega staði og mynduðum. Í sumar hefur veiðin ekki verið neitt sérstök í ánni enda lítið vatn í henni, en haustið er eftir og það getur oft verið gott í Stóru, það vita veiðimenn. Við skulum láta fljóta með sögu af bökkum árinnar fyrir skömmu, sem lýsir ánni vel þessa stund- ina. Frásögin er tekin af vef SVFR. „Við félagarnir, meðal annars Nökkvi Svavarsson, skelltum okkur í Stóru-Laxá IV miðviku- daginn fyrir fáum dögum. En eins og fram hefur komið á vef Stangaveiðifélagsins þá er áin afar vatnslítil en við létum það ekki á okkur fá. Veðrið var eins og það hefur verið, sól og blíða og ég held að það hafi ekki dregið fyrir sólu þá 3 daga sem við vorum í Laxárdalnum. Strax á fyrstu vakt urðum við varir við fiska í Hrunakrók og Sker- inu en þeir gáfu sig ekki. Á annarri vaktinni kom fiskur á land úr Skerinu, hann tók blá/grænan 20gr. Toby. Þetta var 8 punda hængur og eitthvað leginn. Þessa sömu vakt missti undirritaður 2 fiska í Nálarhyl efri og eltu þeir báðir Devoninn. Annar tók á blá brotinu neðst í hylnum en hinn alveg við klett- inn, rétt fyrir ofan stóra stein- inn í hylnum. Nálarhylur var svo hvíldur nánast allan daginn og í lok þriðju vaktar eða klukkan 20.30 landaði ég 7 punda hæng úr Nálarhylnum, hann tók fluguna, keilu snældu með orange og gult skott. Myrkrið var að skella á og hann tók í öðru kasti, baráttan stóð í um 10 mínútur. Ekki tókum við fleiri fiska en við vorum sáttir við þá tvo sem komu á land og það líf sem við sáum í ánni þrátt fyrir lítið vatn og mikla sól. Ég vil þó taka það fram að það er nóg vatn í öllum þeim hyljum sem við skoðuðum en ég var þarna á vappi í júlí og það er mikil breyting á ánni síðan þá.“ ■ VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Fallegt við Stóru Laxá STÓRA LAXÁ Það er fallegt í Klapparhylnum, en áin hefur verið vatnslítil það sem af er veiðitímanum. M YN D /G U Ð M U N D U R ST EF ÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.