Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 42
30 01. september 2004 MIÐVIKUDAGUR [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Á tímum þegar sótthreinsað „raunveruleika“ sjónvarp setur á svið gerviaðstæður til að skemmta áhorfendum kemur úr smiðju leikstjórans, Andrew Jarecki, heimildarmynd sem veitir sanna innsýn í blákaldan og skelfilegan veruleika fólks. „Capturing the Friedmans“ segir af bandarískri miðstéttar- fjölskyldu sem við fyrstu sýn virðist ofurvenjuleg. Fjöl- skyldufaðirinn, Arnold Fried- man, er vinsæll kennari sem rekur tölvuskóla í kjallaranum heima hjá sér og synirnir þrír eru sprelligosar sem spjara sig vel í leik og skóla. Dag einn birt- ist svo lögreglan á Friedman- heimilinu og handtekur fjöl- skylduföðurinn fyrir vörslu á barnaklámi og hugsanlega mis- notkun á fjölmörgum nemenda sinna. Ferlið sem fer af stað í kjöl- far handtökunnar er efniviður „Capturing the Friedmans“ en viðfangsefni heimildarmyndar- innar er nálgast á mjög óvana- legan hátt. Einn af sonum Fried- mans, Seth, kaupir myndbands- upptökuvél eftir að faðir hans er handtekinn og festir á filmu allt það sem fram fer hjá Friedman- fólkinu. Seth sést annars nánast ekkert í myndinni og engin við- töl eru tekin við hann. Áhorf- andinn er þannig settur í spor Seths og nálægðin við fjölskyld- una er því gríðarleg. Áhrifin sem atburðurinn hefur á fjöl- skylduna eru ótrúlega súrreal- ísk en myndefni Seths sýnir hvernig móðir, faðir og börn takast á við hryllinginn sem fylgir ásökunum um kynferðis- brot gegn börnum. Myndefni Seths býður okkur í óþægilega en um leið þroskandi og ein- staka heimsókn á heimili sem er að liðast í sundur. „Capturing the Friedmans“ fékk verðlaun dómnefndar á Sundance-hátíð- inni og við það tilefni var leik- stjóri myndarinnar spurður að því hvort hann teldi að Arnold Friedman væri sekur, svarið var: „Ég veit það ekki.“ Leikstjórinn dregur hvorki taum lögreglu né sakbornings í málinu og áhorfandanum er treyst til að móta eigin hlið á sannleikanum. Myndefni sonar- ins, Seth, er allt í senn yfirþyrm- andi, heillandi, viðbjóðslegt og forvitnilegt en nálgunin gerir það að verkum að heimsókn til F r i e d m a n s - f j ö l s k y l d u n n a r verður að upplifun sem er engri lík. „Capturing the Friedmans“ er vægast sagt einstök heimild- armynd og því glæpur að láta hana framhjá sér fara. Einar Árnason. Að fanga Friedman-fjölskylduna CAPTURING THE FRIEDMANS Heimildarmynd eftir Andrew Jarecki. Sýnd á Bandarískum „indí“ bíódögum í Háskólabíói. FRÁBÆR SKEMMTUN BOLLYWOOD/HOLLYWOOD kl. 11 CAPTURING THE FRIEDMANS kl. 5.50 Þetta var ekki hennar heimur.. en dansinn sameinaði þau! Sjóðheit og seiðandi skemmtun! SÝND kl. 4, 6, 8 og 10SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND Í LÚXUS kl. 5.20, 8 og 10.40 THE SHAPE OF THINGS kl. 6COFFEE&CIGARETTES kl. 10 SÝND kl. 5, 7 og 9SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 ÞEIR HEFÐU ÁTT AÐ LÁTA HANN Í FRIÐI KING ARTHUR kl. 10.20 B.I. 14 THE VILLAGE kl. 8 og 10.20 B.I. 14 SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL. TALI kl. 8 M/ENSKU TALINEW YORK MINUTE kl. 4 og 6 THE VILLAGE kl. 10 B.I. 14 GOODBYE LENIN kl. 5.40 MY FIRST MISTER kl. 8 SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI YFIR 22000 GESTIR Ein besta ástarsaga allra tíma Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýraspennumynd! SÝND kl. 8 og 10.40 B.i. 14 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 3.50, 6 M/ÍSL. CATWOMAN kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 SÝND kl. 8 SÝND kl. 8 & 10 HHHH S.V. Mbl. SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 HHHH S.V. Mbl.. . l. Leikkonan Rosario Dawson varhandtekin í New York á sunnudag við tökur á nýjustu mynd sinni. Sú heitir This Revolution og setti tökuhóp- urinn upp m ó t m æ l a - fund gegn George W. Bush Bandaríkjaforseta. Dawson var handtekin ásamt tveimur úr tökulið- inu og þau kærð fyrir læti á almanna- færi og vanvirðingu við ríkiseignir. Þau fengu frelsi sitt tveimur tímum síðar. Þau verða að mæta fyrir dóm- ara í byrjun nóvember. Kelsey Grammer og eiginkonahans, fyrrum Playboy-fyrirsætan Camille Donatecci, eignuðust son á laugardaginn. Þau höfðu verið að bíða eftir því að barnsmóðirin myndi geta af sér svo þau gætu ættleitt barnið. Þetta er annað barnið sem þau ættleiða, en fyrir eiga þau tveggja ára gamla dóttur. Í þetta skiptið eignuðust þau son. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.