Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 46
■ IMBAKASSINN „Þetta er nú kannski ekki mesta flísalögn í heimi því það eru svona stórar laugar út um allt,“ segir Stefán Kjartansson um flísalögnina sem fram fer um þessar mundir í nýrri innisund- laug sem opnuð verður í Laugar- dalnum um áramótin. „Laugin er vel rúmir 50 metrar á lengd og 25 metrar á breidd. Það er verið að flísaleggja botninn, sem er að hluta til stillanlegur svo hann henti einnig fyrir skólasund, og þegar það er búið verður þetta langt komið,“ segir Stefán og bætir við að hægt sé að breyta stærð laugarinnar ef þess þurfi með sérstöku skil- rúmi. Flísalögnin mun vera á á- ætlun samkvæmt Kristni Gísla- syni, deildarstjóra íþrótta- og tómstundamála hjá Fast- eignastofu Reykjavíkurborgar. Kristinn segir að laugin sé ein- stök sinnar tegundar hér á landi, uppfylli alþjóðlega keppnisstaðla og nálgist það að vera hæf sem ólympíulaug, það eina sem vanti upp á sé meira rými fyrir áhorfendur. ■ FLÍSALÖGN Í LAUGARDALNUM Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum við að flísaleggja nýju og hátæknilegu 50 metra innilaugina í Laugardalnum. 34 1. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Heimsmeistarinn í hipp hopp dansi og yfirmaður Fitness First-keðjunnar í Bretlandi eru á leiðinni til landsins ásamt fríðu föruneyti til að taka þátt í líkamsræktarráðstefnunni Fit- ness 2004. „Ráðstefnan er haldin að erlendri fyrirmynd og er hugsuð fyrir almenning,“ segir skipuleggjandinn Unnur Pálm- arsdóttir en Fitness 2004 er haldið í Sporthúsinu á föstudag og laugardag. „Það koma sex er- lendir kennarar til landsins en það verður opnunartími með þeim öllum klukkan fimm á föstudaginn. Þar ætlar dj. Páll Óskar að þeyta skífum, glaðn- ingar verða í boði og kennararn- ir sýna brot af því sem hægt verður að sækja á ráðstefn- unni.“ Á Fitness 2004 er hægt að fá ferskar hugmyndir fyrir haust- ið. „Þetta verður húllum hæ og fjör,“ segir Unnur. „Hægt verð- ur að fara í pallaþolfimi, salsa, fönkdans, diskó, eróbikk og kynnast ýmsum nýjungum í hreyfingu,“ en einnig verður hægt að sækja fyrirlestra í Sporthúsinu um sjúkra- og einkaþjálfun. „Þetta er okkar framtak að mæta kröfum áhuga- manna um líkamsrækt og bætta heilsu.“ Unnur Pálmarsdóttir hóf þolfimiferil sinn með Magn- úsi Scheving. „Meistari Magnús er guðfaðir minn í þessu öllu saman. Hann ýtti mér út í þetta og við flökkuðum saman um heiminn í þrjú ár til að kenna á ráðstefnum. Svo fór Magnús í Latabæ sem kunnugt er en ég hélt áfram í þolfiminni.“ Unnur hefur kennt á líkams- ræktarráðstefnum um allan heim síðastliðin sjö ár og var ný- lega kosin þolfimikennari ársins í Bretlandi. „Ég hef kynnst mörgum góðum kennurum á flakkinu um heiminn og því til- valið að sameina þá hér á landi til að kynna nýjungar fyrir Ís- lendingum,“ segir Unnur sem vonast til þess að Fitness-ráð- stefnan verði haldin einu sinni á ári hér eftir. Áhugasamir um skemmtilega hreyfingu geta keypt staka tíma á Fitness 2004 eða borgað sig inn á ráðstefnuna í heild en góður hópafsláttur er einnig í boði. ■ FITNESS 2004 ■ Heimsmeistarinn í hipp hopp dansi er meðal þeirra sem kenna almenningi nýj- ungar í hreyfingu á líkamsræktarráð- stefnu um helgina. UNNUR PÁLMARSDÓTTIR Byrjaði í þolfimi með Magnúsi Scheving en skipuleggur nú líkamsræktarráð- stefnuna Fitness 2004. FRÉTTIR AF FÓLKI í dag Yngsti fanginn á Litla-Hrauni barði Ágúst barnaníðing Katrín Júlíusdóttir Farin í háskólanám á þingmannskaupi Saga seld Arnþrúður keypti Ingva Hrafn út fyrir milljónir Laugavegi 32 sími 561 0075 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 61. Tökumaður klámmynda. Lífeyrissjóður verslunarmanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Salsa, hipp hopp og eróbikk fyrir alla Ég verð að hætta að vinna fullur... Já, nennuru? Lárétt: 1 frítt, 6 for, 7 rykkorn, 8 í röð, 9 kofi ñ r, 10 á húsi, 12 tónverk, 14 sinni, 15 handsama, 16 tímabil, 17 mál, 18 gras. Lóðrétt: 1 hrap, 2 sár, 3 greinir, 4 hun- dana, 5 traust, 9 herbergi, 11 héðan frá, 13 flenna, 14 rám, 17 á fæti. Lárétt: 1fagurt, 6aur, 7ar, 8lm,9skú, 10þak,12lag,14hug,15ná,16ár, 17 tal,18strá. Lóðrétt: 1fall,2aum,3gr, 4rakkana,5 trú,9sal,11burt, 13gála,16hás,17tá. Kvikmyndastjarnan Julia Stiles fersíður en svo huldu höfði í Reykja- vík og hefur verið svo dugleg að skokka um götur borgarinnar að það er nánast orðið að samkvæmisleik Íslendinga að segja sögur af því þegar þeir sáu Stiles á skokki hér og þar. Þá kemur hún víða við sögu á bloggsíðum þar sem netnördar kæt- ast sérstaklega yfir því að geta deilt því með alþjóð að þeir hafi séð þessa bráðefnilegu stúlku á götum borgarinnar. Þannig upplýsir Dr.Gunni á síðu sinni að hann hafi næstum verið búinn að keyra „niður Júlíu Stæles þar sem hún hljóp eins og eldibrandur yfir Hringbraut gegnt Þjóðminjasafninu. Hún var í rauð- fjólublárri peysu og með digital vídeókameru og ein á ferð. Hef ekki hugmynd um hvað hún var að flækj- ast þarna, kannski var hún að skoða háskólann af því hún nennir ekki þessu leiklistarbulli og ætlar á ís- lenskunámskeið.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Stærsta flísalögn Íslandssögunnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.