Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR TÓNLEIKAR Í FRÍKIRKJUNNI Sig- ríður Ósk Kristjánsdóttir sópransöngkona heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld klukkan átta. Með henni koma fram Lára Rafnsdóttir píanóleikari, Jón Bjarnason orgelleikari, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleik- ari, Bentína Sigrún Tryggvadóttir mezzosópr- an og Daði Sverrisson píanóleikari. DAGURINN Í DAG SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM í borginni og stöku skúrir síðdegis. Rigning með köflum austan og norðaustan til. Hiti víðast á bilinu 10-15 stig. Sjá síðu 6 2. september 2004 – 238. tölublað – 4. árgangur ● ferðir ● tíska ● heimili Hjartað slær í Kína Guðrún Ólafsdóttir: ● stórsigur eyjastúlkna Valur og ÍBV mætast Bikarúrslit kvenna: ▲ SÍÐA 26 BREYTT VIÐ- SKIPTAUM- HVERFI Viðskipta- ráðuneytið undirbýr þrjú frumvörp sem endurspegla eiga til- lögur nefndar um ís- lenskt viðskipta- umhverfi. Sjá síðu 2 MILLJARÐA ENDURBÆTUR Þjóð- minjasafnið var opnað að nýju í gær. Opn- unardegi hefur margoft verið frestað og heildarfjárútlát ríkisins vegna endurbótanna eru áætluð um 1,3 milljarðar. Sjá síðu 4 SAMRÁÐ HAFT VIÐ KAUPHÖLL Forstjóri Burðaráss segir að samráð hafi ver- ið haft við Kauphöllina um tilkynningu við- skipta við Orra Vigfússson um bréf Íslands- banka. Ekki hafi staðið á vilja til þess að upplýsa um eðli viðskiptanna. Sjá síðu 6 KUNNUM EKKI Á SPILLINGU Í út- tekt Ríkjahóps Evrópuráðsins á spillingu segir að Íslendingar hafi ekki reynslu í að taka á spillingarmálum. Alþjóðlegt við- skiptaumhverfi auki hættu á slíkum málum og innleiða þurfi skýrar reglur. Sjá síðu 8 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 38 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 40 Veldu ódýrt bensín Eina númerið sem þú þarft að muna. LÖGREGLUMÁL Maður frá Litháen var stöðvaður af tollgæslunni á Kefla- víkurflugvelli á sunnudag vegna gruns um að hann væri með fíkni- efni innvortis. Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn. Honum var gert að sæta röntgenskoðun, sem staðfesti að grunurinn var á rökum reistur. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði hann í gæsluvarðhald í viku á mánudag, daginn eftir að hann kom til lands- ins. Maðurinn er 23 ára og er bú- settur í Vilníus í Litháen. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli tók yfir rannsókn málsins. Var maðurinn í sérlegri gæslu á meðan efnin voru að skila sér frá honum. Það var ekki fyrr en um hádegisbil í gær sem síðustu efnin skiluðu sér. Það voru rúmlega sjötíu kúlur með um 300 grömmum af kókaíni, sam- kvæmt því sem Fréttablaðið kemst næst. Götuverð efnisins er um þrjár milljónir króna. Maðurinn hefur reynst mjög ósamvinnuþýður við lögreglu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun lögreglurannsóknin meðal annars beinast að því hvort tengsl séu milli þessa máls og lík- fundarmálsins í Neskaupstað, þeg- ar Vaidas Jucevicius frá Litháen fannst látinn í netagerðarhöfninni 11. febrúar síðastliðinn með mikið magn af fíkniefnum innvortis. Í því tilviki hafði efninu, sem var um 400 grömm af amfetamíni, verið komið fyrir í 60 sérútbúnum hylkjum. Nið- urstöður krufningar leiddu í ljós að Vaidas Jucevicius, sem einnig kom frá Vilníus og var tæplega þrítugur, lést af þarmastíflu vegna fíkniefna- pakkninga sem voru í iðrum hans. Hann ætlaði að fara um Kaup- mannahöfn á leið sinni til baka út úr landinu, en skilaði sér aldrei í flug- ið. Jóhann R. Benediktsson sýslu- maður staðfesti að maðurinn væri í gæsluvarðhaldi, en varðist allra frekari frétta af málinu, þar sem lögregla rannsakaði málið. jss@frettabladid.is Grunur um tengsl við líkfundarmálið Maður frá Litháen er í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til að smygla 300 grömmum af kókaíni til landsins. Heimildir blaðsins herma að málið sé rannsakað með tilliti til tengsla við líkfundarmálið í Neskaupstað. Opið til 21.00 í kvöld 36%50% VEÐRIÐ Í DAG Vegir og slóðar: Ákveða hvar eigi að loka SAMGÖNGUR Starfshópur umhverf- is- og samgönguráðuneytis á að gera tillögur um hvaða vegir og slóðar í óbyggðum skuli teljast til vega. Vinnan er liður í aðgerðum til að stemma stigu við utanvega- akstri. Í náttúruverndarlögum er afdráttarlaust ákvæði um bann við akstri utan vega, en í frétt ut- anríkisráðuneytisins er slíkur akstur sagður vera viðvarandi vandamál. Til grundvallar starfi hópsins liggur vinna Landmælinga og Vegagerðarinnar, sem hafa mælt út um 22 þúsund kílómetra af veg- um og slóðum á undanförnum árum. Starfshópurinn metur hvar opið má vera fyrir umferð og hvar skuli loka. ■ Fljótandi kirkja: Sprakk og sökk í sæ ÍRLAND, AP Fyrsta fljótandi kirkja Írlands átti sér ekki langa lífdaga. Kaþólski biskupinn Michael Cox lét breyta togara í kirkju en áður en kirkjan var formlega tekin í notkun braust út eldur í skipinu, sem varð fljótt alelda og sökk eftir mikla sprengingu um borð. Biskupinn hafði hugsað sér að fylgja eftir skipi hollenskra sam- taka sem ætla að dreifa „daginn eftir pillum“ í löndum þar sem fóstureyðingar eru bannaðar og hvetja til þess að banninu verði aflétt. Nú sér Cox fram á að það takist ekki þar sem hann hefur ekki efni á að kaupa annað skip. Cox afneitar sumum kenningum kaþólsku kirkjunnar og hefur stofnað nýja kirkjudeild, Írsku hreintrúar- og postulakirkjuna. ■ ÞJÓÐMINJASAFN Davíð Oddsson forsætisráðherra klippti á borðann þegar Þjóðminjasafn Íslands var opnað í gær eftir að hafa verið lok- að í sex ár vegna lagfæringa og breytinga. Miklar breytingar verða á safn- inu og verður starfsemi þess meiri og fjölbreyttari en áður hefur verið. Í húsinu hefur verið opnuð grunn- sýning sem ber heitið Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár og er þar leitast við að varpa ljósi á það hvernig þjóð verður til. Opnunarhátíðin hófst með því að Skólakór Kársness söng íslensk lög. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður bauð gesti velkomna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp og afhenti þjóðminjaverði húsið. Að vandaðri dagskrá lokinni opnaði forsætisráðherra safnið með því að klippa á hinn íslenska fánaborða. ■ HEIÐURSGESTIR Á OPNUNARHÁTÍÐ Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff nutu þess að hlýða á vandaða hátíðardagskrána. DAVÍÐ OG ÞÓRÓLFUR Forstætisráðherra og borgarstjóri við opnunina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N Fjölmenni við opnun Þjoðminjasafnsins: Davíð klippti á borðann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.