Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 4
4 2. september 2004 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR „Það er óvenjulega mikið eftir af karfa en í öðrum megindráttum má segja að þetta sé svipað og verið hefur undan- farin ár,“ segir Ari Arason hjá upplýsingasviði Fiskistofu. Nýtt fiskveiðiár hófst í gær en talsvert var enn eftir af ónotuðum afla- heimildum þegar því gamla lauk í fyrradag. Ari segir það eðlilegt, í sveigj- anlegu kerfi eins og því íslenska, að mismunandi mikið sé eftir þeg- ar hverju slíku fiskveiðiári lýkur. Óvenjulegast segir hann vera hversu mikið er eftir af karfa og eins grálúðu. „Grálúðan hefur ekki verið að gefa sig en af hverju kvótinn á karfanum hefur ekki klárast veit ég ekki. Loðnan tókst fremur illa til en síldin hins vegar þeim mun betur.“ Úthlutað var 57 þúsund lestum af karfa á síðasta fiskveiðiári og voru eftir tæpar 4.400 lestir þegar því lauk. Tæplega 5500 lestir voru eftir af grálúðu en rúmlega 20 þúsund lestum var úthlutað. ■ Endurbætur upp á rúman milljarð Þjóðminjasafnið var opnað að nýju í gær. Opnunardegi hefur margoft verið frestað og heildarfjárútlát ríkisins vegna endurbótanna eru áætluð um 1,3 milljarðar. ÞJÓÐMINJASAFN Áætlað hefur verið að kostnaður ríkisins vegna endur- bóta safnahúss Þjóðminjasafnsins, sem var opnað að nýju í gær, nemi tæpum 1,3 milljörðum króna. Inni í þeirri tölu er kostnaður vegna upp- setningar grunnsýningar í húsinu, en kostnaður við hana hefur verið áætlaður um 289 milljónir. Saga endurbótanna spannar nú um sex ár, en húsinu var lokað árið 1998. Ljóst var að margir voru orðnir langeygir eftir opnun húss- ins, enda hafa margar dagsetning- ar verið nefndar á þessum tíma sem opnunardagar fyrir safnið. Upphaflega var til umræðu að opna það 17. júní árið 2000, svo 17. júní árið 2001. Næst var 1. desem- ber árið 2002 nefndur til sögunnar og svo sumardagurinn fyrsti á þessu ári. Var þá opnun frestað til 1. september. Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir töfinni. Bent hefur verið á að leyndir gallar hafi komið fram á húsinu. Þannig hafi komið í ljós að efri hæð hússins hafi verið steypt í frosti á sínum tíma og að fyrsta hæðin hafi ekki verið járn- bundin. Verkið hafi því verið mun viðameira en gert var ráð fyrir. Einnig er bent á að það hafi orðið til að seinka verkinu að verktakafyr- irtæki sem hafði yfirumsjón með framkvæmdum varð gjaldþrota. Nú síðast þegar opnun var frestað tiltók menntamálaráðherra m.a. þá ástæðu að geymsluskápar, sérpant- aðir frá Belgíu, myndu ekki skila sér í tæka tíð. Það er því ljóst að í mörg horn var að líta. Við umræðu á Alþingi í febrúar á þessu ári svaraði mennta- málaráðherra því til að nægar fjár- veitingar væru fyrir hendi til þess að opna safnið með reisn. Síðan þá hefur komið fram í svörum ráð- herrans og formanns fjárlaga- nefndar að áætlað er að sækja um 100 milljónir í fjáraukalögum nú í október til þess að mæta frekari kostnaði. Þess má geta að endur- reisn safnsins hefur einnig verið styrkt umtalsvert af einkaaðilum. Þess má einnig geta að ofan á þær 1.274 milljónir króna, sem áætlað hefur verið að endanlega kosti að gera upp safnið og setja upp grunnsýninguna, bætast um 144 milljónir. Það er sú upphæð sem kostaði að setja upp skrif- stofu- og geymsluaðstöðu fyrir safnið á meðan á endurbótunum stóð. Heildarkostnaður, þegar allt er saman tekið, ásamt fjárframlög- um einkaðila, er því einhvers stað- ar nálægt einum og hálfum millj- arði ef að líkum lætur. gs@frettabladid.is Nýr iMac: Allt byggt í skjáinn PARÍS, AP Ný iMac-tölva frá Apple var kynnt á sýningu í París á þriðju- daginn. Lengi hefur verið beðið eft- ir næstu nýjung hjá félaginu sem hefur sérhæft sig í að bjóða upp á nýstárlega hönnun á tölvum og tækjum. Fyrsta iMac-tölvan sló í gegn hjá notendum eftir að hún var kynnt árið 1998. Hin nýja útgáfa er byggð á svipaðri hugmyndafræði þar sem tölvan er öll innbyggð í skjáinn í stað þess að sérstakur tölvuturn sé tengdur við skjá. Nýja iMac-tölvan hefur flatan skjá og er því fyrirferðarminni en eldri útgáfan. ■ ■ SVEITARFÉLÖG ■ SUÐUR-AMERÍKA Á að leyfa ófaglærðum körlum að vinna á fæðingargangi LSH? Spurning dagsins í dag: Var það þess virði að bíða sex ár eftir endurbættu Þjóðminjasafni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 68,38% 31,62% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Saklaus í fangelsi: Látinn laus eftir 17 ár BANDARÍKIN, AP Clarence Harrison, 44 ára íbúi í Grady í Georgíuríki, hefur síðastliðin sautján ár af- plánað lífstíðarfangelsisdóm fyrir mannrán og nauðgun. Hver ein- asti dagur hefur verið honum afar þungbær því hann hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu en talað fyrir tómum eyrum. Það var loks í fyrradag að dóm- stóll í Georgíu komst að því að Harrison væri saklaus af glæpn- um og hefur hann verið látinn laus. DNA-lífsýni sem meðal ann- ars voru notuð til að sakfella hann árið 1987 voru skoðuð aftur og kom þá í ljós að sæðið sem fannst í fórnarlambinu var ekki hans. Harrison hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að höfða skaða- bótamál gegn ríkinu en mjög lík- legt er talið að hann geri það. ■ Talsvert óveitt af kvóta síðasta fiskveiðiárs: Óvenjumikið eftir af karfa ÓNOTAÐUR KVÓTI Á SÍÐASTA FISKVEIÐIÁRI Þorskur 883 lestir Ýsa 1.150 lestir Ufsi 1.962 lestir Karfi 4.399 lestir Langa 139 lestir Keila 367 lestir Steinbítur 2.482 lestir Skötuselur 119 lestir Grálúða 5.388 lestir Loðna 171.385 lestir Þorskígildi 28.808 lestir LOÐNUVEIÐAR Fyrir vestan land. M YN D /Þ O R ST EI N N G . K R IS TJ ÁN SS O N FYRIRFERÐARLÍTIL TÖLVA Áhugasamir gestir kynntu sér nýja iMac tölvu á sýningu í París í vikunni. Tölvan er öll innbyggð í skjáinn. MÓTMÆLI Í BUENOS AIRES Fjöldi fólks mótmælti heimsókn Rodrigo Rato, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, til Bu- enos Aires í Argentínu í gær. Margir Argentínumenn kenna sjóðnum um efnahagskreppuna sem hófst í landinu árið 2001. PINOCHET SVARAR TIL SAKA Nú er ljóst að Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra í Chile, mun þurfa að svara til saka fyrir mann- réttindabrot sem hann er talinn bera ábyrgð á í stjórnartíð sinni. Hæstiréttur Chile úrskurðaði í síð- ustu viku að Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra, nyti ekki lengur friðhelgi frá lögsóknum. GÖNGUR Flóamenn, Skeiðamenn og Gnúpverjar héldu af stað í fyrstu leitir haustsins í gær. Nú eru göng- urnar tveimur dögum styttri en áður, þökk sé jeppum og hestakerr- um úr Flóanum, sem flytja menn og hesta upp í Gnúpverjahrepp. Í lengstu leit er riðið um virkjana- svæðið og hin umdeildu Þjórsárver og alla leið upp að Hofsjökli. Ari Thorarensen er að fara í sína 34. fjallferð og er þetta í ellefta sinn sem hann ríður inn yfir Fjórðungs- sand í lengstu leit. „Friðurinn og róin á hálendinu gefa manni orku,“ segir Ari. „Það er eitthvað sem dregur mann í göngur. Ég hef aldrei átt kindur þarna, svo ekki er ég að elta þær.“ Ari segir stemninguna í hópnum vera góða. „Aðbúnaður í skálunum er orðinn fínn, við fáum graut á morgnana, förum með nesti út um daginn og fáum heitan mat í skálunum aftur að kvöldi. Við sem förum í lengstu leit gistum í átta nætur í skálum.“ Leitarmönnum fjölgar á sunnu- dag og fram að réttum og skiptast niður eftir því sem á líður. Flóa- og Skeiðamenn hinkra með sitt safn meðan Gnúpverjar rétta í Skaft- holtsrétt föstudag 10. september og svo lýkur þessum lengstu göng- um á Íslandi með Reykjaréttum á Skeiðum á laugardag 11. septem- ber. Þá hafa þeir sem lengst fara komið frá Eyrarbakka og haldið inn að Hofsjökli. ■ Lengstu göngur að hefjast: Átta nætur í skálum Á LEIÐ Í LENGSTU GÖNGUR LANDSINS Áslaug Harðardóttir í Laxárdal, Birkir Þrastarson á Hæli III, Ari Thorarensen í Árborg, Björn Hilm- arsson á Eyrarbakka, Lilja Loftsdóttir fjallkóngur á Brúnum og Ágúst Ketilsson á Brúnastöðum. M YN D /S O FF ÍA S IG U RÐ AR D Ó TT IR HÆKKUÐ FRAMLÖG Áætluð heild- arúthlutun útgjaldajöfnunarfram- laga til sveitarfélaga hækkar um 100 milljónir á árinu. Fer úr 2 milljörðum króna í 2,1 milljarð. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi ráðgjafarnefndar Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga 30. ágúst. Í tilkynningu kemur fram að tekið hafi verið tillit til hækkunarinnar við greiðslu framlaga um mán- aðamótin og leiðrétting jafnframt gerð vegna fyrri greiðslna. NÝR SKÓLI VÍGÐUR Sunnulækjar- skóli á Selfossi var vígður um síðustu helgi að viðstöddu fjöl- menni, að því er segir á vef sveit- arfélagsins Árborgar. Forseti bæjarstjórnar, Þorvaldur Guð- mundsson og formaður skóla- nefndar, Margrét K. Erlingsdóttir fluttu ávörp og séra Gunnar Björnsson blessaði húsið og starfsemi skólans. Athöfninni lauk með því að elsti nemandi skólans, Janus Daði Smárason, klippti á borða. ENDUROPNUN ÞJÓÐMINJASAFNS- INS – ÁÆTLAÐUR KOSTNAÐUR Hönnun, umsjón og eftirlit 135 millj. Rif og hreinsun 69 millj. Endurbætur innan húss og utan 621 millj. Lóð og bílastæði 80 millj. Grunnsýning 289 millj. Annað (búnaður, opinber gjöld o.fl.) 80 millj. Samtals 1.274 millj. Heimild: Svar menntamálaráðherra í umræðu á Alþingi í maí síðastliðnum. FRÁ OPNUN ÞJÓÐMINJASAFNSINS Áætlað hefur verið að endurbygging Þjóðminjasafnsins kosti ríkið endanlega um 1,3 millj- arða. Hafist var handa við framkvæmdina árið 1998. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.