Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 18
18 2. september 2004 FIMMTUDAGUR SIKHAR FAGNA Talið er að allt að tvær og hálf milljón sikha taki þátt í hátíðahöldum í tilefni af 400 ára afmæli Sri Guru Granth Sahib, helgrar bókar sikha. Fjöldi fólks lagði leið sína í Gullna musterið í Amritsar á Indlandi. Sjúkrahús og heilsugæslustöð Akraness: Sértekjur hækkuðu um sex prósent HEILBRIGÐISMÁL Rekstur sjúkra- hússins og heilsugæslustöðvar- innar á Akranesi var jákvæður sem nemur 2,4% af heildar- tekjum samkvæmt uppgjöri fyrstu sex mánaða ársins, að því er kemur fram í upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Sértekjur hækkuðu um 6,6% milli ára. Hækkun þeirra stafar fyrst og fremst af aukinni út- seldri þjónustu til annarra heil- brigðisstofnana.Ý Launagjöld samkvæmt uppgjörinu hækka um 2,3% á milli tímabila sem er í samræmi við áætlun. Lækninga- og hjúkrunarvörukostnaður hækkar nokkuð umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir. Á- stæður má rekja beinlínis til auk- innar starfsemi og fjölgunar að- gerða, einkum liðskiptaaðgerða en þeim fjölgar um 50% á milli ára þetta tímabil. Skurðaðgerð- um fjölgar í heild um ríflega 9% á milli tímabila, hæst er hlutfallið í liðskiptaaðgerðum og kvensjúk- dómaaðgerðum. Á flestum öðrum sviðum er ennfremur um aukn- ingu að ræða. Legudögum fjölgar nokkuð á þessu tímabili og skýrist það af eðli þeirra aðgerða sem fengist er við. Þróunin hefur hinsvegar verið sú undanfarin ár að legudögum fækkar á SHA eins og á öðrum sjúkrahúsum og nefna má að frá 1997 hefur legu- dögum á SHA fækkað um 500 á ári hverju, sjúklingum fjölgar þó umtalsvert. ■ RÉTTARHÖLDUM FRESTAÐ Fresta þarf endurteknum réttarhöldum yfir Mounir el Motassadeq um viku. Ástæðan er sú að helsti lög- maður hans slasaðist í mótor- hjólaslysi. Motassadeq var fund- inn sekur um hryðjuverk en æðri dómstóll fyrirskipaði að aftur yrði réttað í máli hans. FYRRUM RÁÐHERRA HANDTEK- INN Króatar hafa handtekið Lkube Boskovski, fyrrum innan- ríkisráðherra Makedóníu. Boskovski er sagður hafa fyrir- skipað morð á sjö ólöglegum inn- flytjendum. Hann lét líta út fyrir að þeir væru hryðjuverkamenn til að láta líta út fyrir að Makedónar stæðu sig í barátt- unni gegn hryðjuverkum. Fangelsi í París: Hálfkláruð göng fundust FRAKKLAND, AP Þrenn hálfkláruð göng og skóflur hafa fundist undir La Sante-fangelsinu í París. Göngin komu í ljós eftir að nokkrir fangar sem urðu varir við undarleg hljóð undir klefum sínum létu fangelsismálayfirvöld vita. Ekki liggur enn fyrir hvort nota hafi átt göngin, sem áttu upp- tök sín fyrir utan fangelsið en náðu ekki inn í það, til að hjálpa föngum að flýja eða fremja skemmdarverk í fangelsinu. Margir af hættulegustu föng- um Frakklands, meðal annars ís- lamskir hryðjuverkamenn, eru í La Sante. Búið er að fylla upp í göngin og færa alla hættulegustu fangana á annan stað. ■ FLEIRI HEIMSÆKJA HORNAFJÖRÐ Rúmlega 130 þúsund ferðamenn heimsóttu Hornafjörð í sumar, segir á vef sveitarfélagsins. Guðrún Ingimundardóttir, starfs- maður Jöklasafnsins, segir lengdan afgreiðslutíma hafa skilað aukinni aðsókn. Þá kemur fram að 7.000 manns hafi gist í smáhúsum á tjaldstæðinu og tjaldstæði bæjarins hafi fjórum sinnum verið fullt í sumar. ■ SVEITARFÉLÖG ■ EVRÓPA AKRANES Sjúkrahúsið hefur aukið útselda þjónustu til annarra heilbrigðisstofnana. HAGYRÐINGAR MÆTAST Meðal at- riða á Ljósanótt í Reykjanesbæ í kvöld er hagyrðingakeppni, þar sem landslið hagyrðinga er sagt munu mætast og kveðast á undir dyggri stjórn Karl Ágústs Úlfs- sonar. Á vef bæjarfélagsins kem- ur fram að yrkisefnið sé „að sjálfsögðu Reykjanesbær og Ljósanótt“. Hagyrðingakvöldið hefst klukkan átta í kvöld í Stap- anum og stendur fram til ellefu, eða allt eftir andagift kvöldsins. ■ UPPÁKOMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.