Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 35
Síðustu daga hafa Morgunblaðið og Fréttablaðið fjallað um að sýslumaðurinn í Reykjavík hafi stöðvað uppboðsferil á 8 hekturum úr landi Brautarholts á Kjalarnesi. Væntanlega hefir KB banki lög- menn sem hafa kjark til þess að taka á embættisfærslu sýslu- mannsins, þörf er á þó fyrr hefði verið. Ég lenti í því að eiga viðskipti við þetta embætti, þegar ég reynd- ist hæstbjóðandi við nauðungar- sölu á 8 hektara spildu úr landi Dalsmynnis á Kjalarnesi. Öll hús eru á þessari spildu, úthaginn telst aðal jörðin. Þann 2. júní 1998 fékk ég afsal, undirritað í umboði sýslu- mannsins í Reykjavík. Þar sagði m.a.:„Ofangreind veðbönd á 1. 2,4. (tvö veðbréf) og 5. veðrétti skulu áfram hvíla á eigninni við þinglýs- ingu afsalsins. Öll veðréttindi, svo og önnur óbein eignaréttindi yfir eigninni falla niður (þó ekki kvöð um umferðarétt), samkvæmt 2. mgr. laga nr. 90/1991 og skulu þau þannig afmáð við þinglýsingu af- sals þessaî. Afsalinu var þinglýst strax við afhendingu þess. Fljótt buðust kaupendur að eigninni og sá fékk sem best bauð. Við gerð kaupsamninga þurfti nýtt veðbók- arvottorð. Þá er komin klásúla á vottorðið: „Var hluti af ættaróð- ali“. Þetta stemmdi ekki við vott- orðið sem ég hafði áður framvísað og kaupandinn vildi ekki sætta sig við þessa klásúlu. Lögmaður, sem sá um söluna fyrir mig, taldi þetta mistök , sem auðvelt væri að fá leiðrétt hjá sýslumannsembætt- inu. Það var því fallist á að ég ætti að fá þessa klásúlu út. Engin gögn fundust hjá sýslumanninum um tilurð þessarar klásúlu og engin skýring á hvaðan hún var komin. Í þinglýsingarlögum segir í ll kafla 4. gr. „Skjal, sem þinglýsa á skal afhenda þar í umdæmi, sem þinglýsingin á að fara fram, sbr. 20., 41, 43. og 47. gr.“ Lögmaður minn mótmælti þessari óvæntu viðbót á veðbókarvottorðið og þeg- ar það dugði ekki munnlega þá mótmælti hann því skriflega en hvorugt dugði. Veðbönd sem á eigninni voru stóðust ekki samkv. lögum um óðalsjarðir og tvisvar áður hafði sýslumaðurinn í Reykjavík selt Dalsmynni á nauð- ungaruppboði, engin óðalskvöð þá. Þegar kom að greiðslum, öðrum en útborgununni, stóð kaupandinn ekki við neitt og bar fyrir sig að enn væri þessi klásúla á veðbókar- vottorðinu. Þar kom að honum var stefnt til greiðslu. Þessi klásúla átti stærstan þátt i að dómur Hér- aðsdóms var óviðunandi. Annar lögmaður tók að sér að fara með málið fyrir Hæstarétt. Þar var málinu vísað frá vegna vanreifun- ar og enn réði mestu að ekki lá fyrir hvort óðalskvöð væri á eign- inni eða ekki. Þá var ekki annað til ráða en að fá óðalskvöðinni aflétt. Ef ég ætti að lýsa viðskiptum mín- um við landbúnaðarráðuneytið um að fá kvöðinni aflétt, yrði það efni í margar greinar. Sú þrautaganga tók rúma sex mánuði, þrátt fyrir aðstoð lögmanns. Þann 2. júlí 2002 barst mér tilkynning undirrituð af sjálfum landbúnaðaráðherra um „óðallausn“ á jörðinni Dalsmynni. Þá voru liðin rúm fjögur ár frá því að ég fékk afsalið. Að þessu fengnu vildi lögmaður minn semja við kaupandann, taldi að því gerðu lægi beint við að stef- na sýslumanninum til greiðslu bóta á tjóni og kostnaði til lög- manna, sem ég var búinn að verða fyrir. Samningum, sem hann mælti með, náði hann 16. des. 2002. Fljót- lega eftir þetta fór ég að inna lög- manninn eftir aðgerðum gegn sýslumanni. Fyrstu mánuðina taldi hann sig vera að semja greina- gerð, en frá miðju ári 2003 hefir mér ekki tekist að ná í hann hvorki í síma eða með bréfaskriftum. Ég tek það svo að lögmaðurinn vænti sér meiri frama með friði við sýslumanninn, en að vinna verk sitt fyrir mig eins og hann hafði talið liggja beint við að gera. Ég legg ekki í að fá annan lögmann. Að fenginni reynslu leyfi ég mér að vara venjulegt fólk við lög- mönnum. Það eina sem þú átt víst eru útgjöld í viðskiptum við þá. Undantekningar kunna þó að vera á því. ■ 23 FIMMTUDAGUR 2. september 2004 Árásirnar á Kerry Árásirnar á Kerry nú, rétt eins og McCain áður, eru gerðar í nafni einkasamtaka sem á yfirborðinu virðast engin tengsl hafa við George W. Bush eða kosningabaráttu hans. Það hefur hins vegar komið í ljós að hóp- urinn sem stendur að þessari rógsherferð á hendur Kerry er að mestu leyti kostaður af repúblíkana frá Texas, Bob R. Perry. Sá ku hafa lagt frambjóðendum á vegum Repúblíkanaflokksins til milljónir dollara, einkum Bush sjálfum og Tom Delay for- ystusauð repúblíkana í fulltrúadeildinni. Pétur Maack Þorsteinsson á sellan.is Rauðu ljósin blikka Það er skrýtið að á sama tíma og rauðu ljósin blikka um heim allan vegna slæmrar reynslu af einkavæðingunni fyllast menn eldmóði hér á landi sem aldrei fyrr og vilja selja allt steini léttara eða koma því á markað. Að vísu hefur orðið ein grundvall- arbreyting. Jafnvel örgustu markaðssinnar eru komnir á þá skoðun að ekki gangi að láta notendur borga fyrir menntun og heil- brigðisþjónustu. Þessa starfsemi verði að fjármagna með sköttum en ekki notenda- gjöldum eins og viðkvæðið var fyrir fáein- um árum. Verkalýðshreyfing og félags- hyggjuöfl í stjórnmálum hafa hamrað á því að slíkt væri ávísun á félagslega mismun- un. Þessi málflutningur hefur hrifið og það er ánægjulegt dæmi um árangur, eins kon- ar varnarsigur mitt í allri einkavæðingunni. Ögmundur Jónasson á vg.is/postur Ósanngjörn skattheimta Stimpilgjald sem ríkið innheimtir er ósann- gjarn og óréttlátur skattur sem ber að af- nema, en Samfylkingin lagði til árið 2001 að þau yrðu afnumin. Óréttlæti þessarar skattlagningar kemur glöggt í ljós nú þegar fólki gefst kostur á að endurfjármagna íbúðalán sín með lægri vöxtum. Hér er um að ræða okurskatt til ríkisins, sem fólki er gert að greiða um leið og það að taka á sig miklar fjárhagslegar skuldbindingar með íbúðakaupum. Jóhanna Sigurðardóttir á althingi.is/johanna Mælikvarði á hæfni Það er í raun áhugavert að velta því fyrir sér hvernig það væri ef það væri til óum- deilanlegur og óskeikull mælikvarði á hæfni, sem einn myndi ákvarða hverjir væru best til þess fallnir að komast til valda. Þá er allt eins líklegt að enginn yngri en fimmtíu ára, utan höfuðborgarsvæðis- ins eða með mánaðartekjur undir milljón krónum, myndi mælast nógu hæfur til þess að stjórna landinu. Væri það kannski allt í lagi? Eða viðurkennum við kannski flest að það er óæskilegt ef allir stjórnar- herrar eru á sama aldri, frá sama lands- hluta eða af sömu stétt? Hildur Edda Einarsdóttir á politik.is Stimpilgjaldið En Íbúðalánasjóður er langt frá því að vera það eina sem skekkir myndina í húsnæðis- lánum. Stimpilgjald á lán, eða lántökuskatt- ur eins og réttast er að kalla það, er 1,5% skattur sem lagður er á einstaklinga og fyrir- tæki þegar lán eru tekin og einnig þegar lánum er skuldbreytt. Þetta gjald er ekki lagt á veltuskuldir og hvetur fólk því til að fjár- magna sig með dýrum yfirdráttarlánum eða kreditkortaskuldum í stað þess semja um skuldabréfalán. Þar fyrir utan veldur kostn- aðurinn af því að breyta um fjármögnun því að fólk hikar við að flytja lán sem það hefur þegar tekið. Þetta er því samkeppnis- hamlandi skattur sem minnkar þörfina fyrir lánveitendur að standa sig í samkeppni til að halda í sína skuldara. Fyrir utan lántöku- skattinn þurfa íbúðakaupendur að greiða 0,4% stimpilgjald af verði íbúðarinnar þeg- ar skrifað er undir kaupsamning. Magnús Þór Torfason á deiglan.com Deildir lagðar niður Sú stefna Heimdallar að hafa engar sjálf- stætt starfandi deildir stríðir gegn skýru lagaákvæði Heimdallar um að hverjum sé frjálst að stofna þar deild. Stjórnin getur ekki sett stefnu sem stríðir gegn þessu lagaákvæði rétt eins og hún getur ekki sett það sem stefnu að halda ekki aðalfund fyrr en eftir 5 ár þar sem lögin kveða skýrt á um að hann skuli haldinn árlega. Þau rök að hér sé einungis um skipulagsbreytingar að ræða, breytingar sem ætlað sé að efla félagið, veikjast með tilliti til þess að ekkert samráð var haft við formenn deildanna áður en ákvörðunin var tekin og ekki var reynt að koma á einhvers konar samstarfi við þá sem unnið hafa að þessum málefn- um hingað til. Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir á tikin.is AF NETINU Hver ber ábyrgð á þinglýsingum? Ef ég ætti að lýsa viðskiptum mínum við landbúnaðarráðuneytið um að fá kvöðinni aflétt, yrði það efni í margar grein- ar. Sú þrautaganga tók rúma sex mánuði, þrátt fyrir að- stoð lögmanns. ,,ÓLAFUR BJÖRNSSONÚTGERÐARMAÐUR UMRÆÐAN ÞINGLÝSINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.