Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 38
FÓTBOLTI Það er ekki á neinn hallað þótt sagt sé að ÍBV hafi rúllað yfir Stjörnustelpur í undanúrslitaleik VISA-bikarsins á Hásteinsvelli í gær. Lokatölur leiksins urðu 8-0 og eins og Eyjamenn eru orðnir vanir bar mikið á hinni ungu Mar- gréti Láru Viðarsdóttur sem skor- aði þrennu og lagði upp önnur þrjú mörk í leiknum. Auðveldur leikur Þjálfarar liðana voru sammála um að leikurinn hafi verið lítið spennandi og aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi en átti Heimir von á meiri mótspyrnu frá Stjörnunni? „Nei, ég vissi alveg að ef við myndum leggja okkur fram myndum við vinna þennan leik nokkuð auð- veldlega. Við erum með mun betra lið, það verður bara að við- urkennast,“ sagði Heimir, sem segir lið sitt á góðri siglingu og er bjartsýnn fyrir tvo síðustu leiki sumarsins hjá ÍBV, sem eru báðir gegn nýkrýndum Íslandsmeistur- um Vals. Ekki tapað á heimavelli „Við ætlum að vinna deildarleikinn hérna heima um næstu helgi gegn Val og svo tökum við bikarinn. Við höf- um ekki tapað leik á heimavelli og ætlum ekki að fara að byrja á því. Við erum á mjög góðri siglingu og það er gaman að skoða markatöluna hjá okkur í seinni umferðinni. Það eru komin hátt í sextíu mörk skor- uð en við höfum aðeins fengið á okkur tvö. Við höfum ekki fengið á okkur mark í langan tíma og ætlum ekki að fara að byrja á því,“ sagði Heimir. Hlægileg dómgæsla Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði lið sitt hafa átt litla möguleika gegn sterku liði ÍBV. „Við höfum bara ekki trú á því sem við erum að gera og þá endar þetta svona,“ sagði Jóhannes, sem var ósáttur við dómgæsluna og lét vel í sér heyra á hliðarlínunni. „Mér finnst bara sárt þegar línuvörð- urinn þarf að vera aðal- maðurinn á vellinum. Hann er að dæma eitthvað sem enginn í stúkunni skilur. Þetta var bara hlægilegt og mjög sorgleg dómgæsla,“ sagði Jóhannes, sem taldi að j a f n v e l t v ö m ö r k Í B V l i ð s - i n s væru til komin vegna frammi- stöðu aðstoðardómarans. „Fyrsta markið var vafasamt og hugsan- lega rangstaða þó ég hafi kannski ekki verið í bestu aðstöðu til að meta það. Þriðja mark ÍBV kemur svo eftir aukaspyrnu sem línu- vörðurinn gaf ÍBV. Þetta er sorg- legt. Ekki það að úrslit leiksins hefðu breyst við þetta en maður er ósáttur við svona vinnubrögð.“ 26 2. september 2004 FIMMTUDAGUR Vissir þú... ...að Valsstúlkur hafa leikið til úrslita í bikarkeppninni fjögur ár í röð? Þær unnu bikarinn 2001 og 2003 en töpuðu úrslitaleiknum fyrir tveimur árum. Með leiknum í gær komust Valsstelpur í fimmtánda sinn í úrslit sem er það mesta sem eitt félag hefur náð í kvennaboltanum. „Hann er besti ungi leikmaður landsins sem ég hef séð í þrjátíu ár.“ Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United , um nýja leikmanninn Wayne Rooney. sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Valur tryggði sér farseðil- inn í úrslitaleik Visa-bikars kvenna þegar liðið sigraði KR 3-0 á Hlíðarenda í gær. Úrslitin voru að vísu fyrir fram ráðin þar sem KR-stúlkur hafa þurft að horfa á eftir meginþorra leikmanna sinna í nám erlendis og því kom það í hlut yngri leikmanna fé- lagsins að mæta nýkrýndum Ís- landsmeisturum. Því var í raun aðeins spurningin hve stór sigur Hlíðarendastúlkna yrði og strax í upphafi gáfu þær tóninn fyrir því sem koma skyldi. Góður leikur Petru Þær stöllur í framlínunni, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir, fengu hvert færið á fætur öðru en stórgóður mark- vörður KR-inga, Petra Fanney Bragadóttir, sá við þeim. Hún kom samt ekki vörnum við undir lok hálfleiksins þegar Laufey Ólafsdóttir skallaði boltann í net- ið af stuttu færi. Strax í upphafi síðari gerðu Valsstúlkur út um vonir KR-inga þegar Kristín Ýr skallaði boltann af stuttu færi í slá og inn og úrslitin ráðin. Lauf- ey Jóhannsdóttir innsiglaði síðan sigur Valsstúlkna á 63. mínútu úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Nínu Ósk. Ekki með liðið sem þurfti „Við komum með baráttu í leikinn og spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en við vorum ekki með liðið sem þurfti í þennan leik,“ sagði Edda Garðarsdóttir, fyrirliði Vals að leik loknum. „Leikmenn liðsins voru aftur á móti að standa sig vel, við erum með þrjár stelpur sem eru á fimmtánda ári og þær stóðu sig vel eins og lá okkur í síðari hálf- leik, eins var Petra Fanney mark- vörður okkar að eiga sinn besta leik sinn í sumar og reddaði okk- ur trekk í trekk,“ sagði Edda Kýlingar og hnoð „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir sigrinum í dag, mörkin létu á sér standa og við vorum lengi að koma því fyrsta inn. Aft- ur á móti vorum við ekki að hleypa þeim inn í leikinn, þetta voru kýlingar og hnoð með bolt- ann og þetta var ekki áferðar- fallegur bolti í dag,“ sagði Íris Andrésdóttir, fyrirliði Vals. „Annars tek ég ofan fyrir þessum ungu stelpum sem voru að spila fyrir KR í dag, þær stóðu sig al- veg eins og hetjur. Þær báru enga virðingu fyrir okkur, skiluðu sínu hlutverki vel og framtíðin er björt hjá þeim. Okkar markmið fyrir sumarið var að vinna Ís- landsmeistaratitilinnn og þegar hann er kominn í hús getum við einbeitt okkur að bikarnum. Nú erum við komnar á Laugardals- völlinn og við eigum þannig tvo leiki eftir á sumrinu, báða gegn ÍBV, og við ætlum að taka þá báða.“ Valsstelpur komust þar með í bikarúrslit fjórða árið í röð og í fimmtánda sinn í sögu bikar- keppni kvenna. Úrslitaleikurinn milli Vals og ÍBV fer fram 11. september. Valur vann vængbrotið lið KR Valur komst í úrslit Visa-bikarkeppninnar í gær með 3-0 sigri á KR. KR-stelpurnar áttu erfitt uppdráttar enda með vængbrotið lið. Valur gæti unnið tvöfalt í ár en liðið mætir ÍBV í úrslitum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 30 31 1 2 3 4 5 Fimmtudagur SEPTEMBER ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Bikarkvöld á RÚV. Endur- sýndur þáttur frá miðvikudags- kvöldi.  17.25 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.40 Inside the US PGA Tour á Sýn. Vikulegur fréttaþáttur þar sem fjallað er um bandarísku mótaröðina í golfi á nýstárleg- an hátt. Hér sjáum við nær- mynd af fremstu kylfingum heims.  19.05 European PGA Tour 2003 á Sýn. Sýnt frá Opna BMW International.  20.00 Kraftasport á Sýn. (Suð- urnesjatröllið)  20.30 Þrauta-fitness á Sýn. Ís- lenskar fitness-konur kepptu á alþjóðlegu móti á Aruba í Karí- bahafi síðasta sumar og stóðu sig frábærlega. Sif Garðarsdóttir, Heiðrún Sigurðardóttir, Freyja Sigurðardóttir og Lilja Þórðar- dóttir skipuðu okkar lið en á meðal þrauta var að klifra upp kaðla og net og draga báta.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  23.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Evrópuboltinn frá ýmsum hliðum. Sýnd verða mörk úr fjölmörgum leikjum og umdeild atvik skoðuð í þaula. Gestir koma í heimsókn og segja álit sitt á því fréttanæm- asta í fótboltanum hverju sinni. Umsjónarmenn eru Guðni Bergsson og Heimir Karlsson. ■ VALUR–KR 3-0 1–0 Laufey Ólafsdóttir 41. 2–0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 47. 3–0 Laufey Jóhannsdóttir 63. BEST Á VELLINUM Petra Fanney Bragadóttir KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 30–3 (12–0) Horn 5–0 Aukaspyrnur fengnar 5–8 Rangstöður 8–4 GÓÐAR Íris Andrésdóttir Val Ásta Árnadóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Petra Fanney Bragadóttir KR Guðný Guðleif Einarsdóttir KR Sif Atladóttir KR ■ ÍBV–STJARNAN 8-0 1–0 Olga Færseth 8. 2–0 Elín Anna Steinarsdóttir 25. 3–0 Margrét Lára Viðarsdóttir 33. 4-0 Margrét Lára Viðarsdóttir 45. 5-0 Michelle Barr 55. 6-0 Karen Burke 64. 7-0 Olga Færseth 79. 8-0 Margrét Lára Viðarsdóttir 90. BEST Á VELLINUM Margrét Lára Viðarsdóttirt ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 32–1 (15–2) Horn 6–0 Aukaspyrnur fengnar 10–12 Rangstöður 2–1 MJÖG GÓÐAR Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV GÓÐAR Olga Færseth ÍBV Elín A. Steinarsdóttir ÍBV Karen Burke ÍBV Íris Sæmundsdóttir ÍBV Michelle Barr ÍBV ÍBV vann Stjörnuna með átta mörkum gegn engu í undanúrslitum Visa-bikarsins: Burst hjá Eyjastúlkum VALSMARK Valsstúlkur komust í úrslitaleik bikarkeppninnar með því að leggja KR að velli. Laufey Ólafsdóttir fagnar hér marki sínu, og fyrsta marki Vals gegn KR í gær. Laufey hleypur til félaga sinna í Valsliðinu sem taka henni fagnandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.