Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 40
28 2. september 2004 FIMMTUDAGUR ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM KÖRFUBOLTI Ljónin er nýstofnað körfuboltalið í Reykjanesbæ, nán- ar tiltekið í gömlu Njarðvík. Að lið- inu stendur fríður hópur manna, margir hverjir þaulreyndir körfu- boltamenn, svo sem Teitur Örlygs- son, Friðrik og Ragnar Ragnars- synir og Jóhannes Kristbjörnsson. Að sögn Friðriks Inga Rúnars- sonar, eins af aðstandendum liðs- ins, koma tvær kynslóðir saman í Ljónunum. „Þetta eru menn sem eru búnir að vera á kafi í boltan- um, mislengi þó. Þeir vilja spila bolta, ekki alveg af þessari fúlustu alvöru en þó þannig að smá sam- keppni og fjör séu í fyrirrúmi,“ segir Friðrik Ingi. Stefna liðsins er að vinna sig upp í fyrstu deild og hleypa meira lífi í hlutina. Einhver umræða hefur skapast um Ljónin í Reykjanesbæ og segist Friðrik engar áhyggjur hafa þó svo að einhverjar raddir um sam- keppni við lið Keflavíkur og Njarð- víkur hafi verið á neikvæðu nótun- um. „Ég held að menn eigi eftir að taka þessu fagnandi þegar fram líða stundir og að þetta verði íþróttinni bara til góðs. Liðið á eft- ir að vekja forvitni manna og auka áhugann á körfuboltanum.“ Sérstaka athygli vekur að Teit- ur Örlygsson skuli rífa fram skóna á ný til þess að leika með Ljónunum en hann á glæsilegan feril að baki með Njarðvík. „Maður má hafa sig allan við að komast í liðið,“ sagði Teitur hlæj- andi í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er hörkulið sem verður gaman að spila með. Við verðum bara að passa okkur að fara hægt í sakirnar, hugurinn getur meira en líkaminn í dag.“ Búast má við óvæntum uppá- komum í kringum liðið og þegar blaðamaður Fréttablaðsins skaut þeirri spurningu að Ljónunum hvort að Rondey Robinson, fyrrum leikmaður Njarðvíkurliðsins, myndi spila með liðinu skall dular- full þögn á mannskapinn. „Ja, við skulum sjá hvað setur. Það er alla- vega hugur í mönnum að gera eit- thvað óvænt.“ Ljón í ljónagryfjunni Körfuboltafélagið Ljónið hefur verið stofnað. Liðið dregur nafn sitt af ljónagryfjunni í Njarðvík. FORMÚLA Kanadíski kappaksturs- maðurinn Jacques Villeneuve hef- ur verið orðaður við BAR-liðið í Formúlu 1 kappakstrinum. Vil- leneuve, sem varð heimsmeistari árið 1997, hefur æft grimmt undanfarið og hefur átt í samskipt- um við forráðamenn BAR-liðsins. Hann var ökumaður hjá BAR-lið- inu í fjögur ár en hætti rétt fyrir lok tímabilsins í fyrra. „Já, það er rétt að ég hafi átt spjall við BAR-Honda-liðið en bara til að minna menn á að ég er ennþá á lífi,“ sagði Villeneuve. Segist Kanadamaðurinn hafa átt gott samtal við David Richards, yfir- mann liðsins, en ekki væri enn komið á hreint hvað úr yrði. Villeneuve sagðist ósáttur við gömlu félaga sína hjá Williams að hafa ekki haft samband við sig. Hann útilokaði heldur ekki að hann myndi keyra fyrir Peter Sauber eftir að hafa heimsótt lið hans, Sauber, í síðasta mánuði. „Það fór vel á með mér og Peter en ekki hefur neitt verið ákveðið enn“. Aganefnd KSÍ: Sex leikmenn í bann FÓTBOLTI Fjórir leikmenn úr meist- araflokki karla voru í fyrradag dæmdir í eins leiks banns hjá aga- nefnd Knattspyrnusambands Ís- lands vegna fjölda gulra spjalda í sumar. Leikmennirnir sem um ræðir eru Bjarnólfur Lárusson hjá ÍBV, Paul Garner, einnig hjá ÍBV, Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði KA, og Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis. Leikmennirnir missa allir af næstsíðustu umferð Landsbanka- deildar karla. Það kemur sér held- ur illa fyrir liðin því þau eru öll í harðri baráttu. Fylkir og ÍBV berj- ast um toppsætið við FH en KA á í harðri fallbaráttu. Þá voru þær Hólmfríður Magn- úsdóttir og Vanja Stefanovic úr KR einnig dæmdar í eins leiks bann, Hólmfríður vegna sex áminninga en Vanja vegna brottreksturs. Þær missa af næsta leik KR gegn Þór/KA/KS í Landsbankadeild kvenna. Í KÖRFUNA Á NÝ Ljónin eru meðal annars skipuð leikmönnum sem urðu Íslandsmeis- tarar árið 1987 með Njarðvík. Liðið hampaði titlinum fjórum sinnum í röð og meðal þátt- takenda var Teitur Örlygsson. ATLI SVEINN Fyrirliði KA verður í banni í næst síðustu umferðinni. Forráðamenn Williams-liðsins íFormúlu 1 kappakstrinum til- kynntu að Ralf Schumacher yrði með í Monza-kappakstrinum 12. september. Schumacher hefur átt við bakmeiðsli að stríða eftir árekst- ur í Indianapolis-kappakstrinum fyrir tveimur mánuðum. Í yfirlýsingu frá liðinu segir að hann geti hafið æfingar á ný eftir ítalska kappakst- urinn og að sæti hans taki Antonio Pizzonia, sem hefur fyllt skarð hans síðustu þrjár keppnir. Schumacher, sem mun keyra fyrir lið Toyota á næsta tímabili, hefur misst af síð- ustu fimm keppnum og þurft að horfa upp á bróður sinn næla sér í sinn sjöunda heimsmeistaratitil. Stjórnarmenn og þjálfararPortland Trailblazers í NBA-deild- inni eru greinilega ánægðir með Darius Miles, sem kom til liðsins frá Cleveland Cavaliers snemma á þessu ári. Portland hefur ákveðið að framlengja samninginn út næsta tímabil. Miles, sem er 22 ára gamall, stóð sig vel með Blazers, skoraði 12,6 stig að meðaltali í leik, hirti 4,6 fráköst og var með 52% skotnýtingu utan af velli. Miles kom beint í deildina úr menntaskóla fyrir fjórum árum síðan. Formúla 1: Villeneuve með á ný?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.