Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 45
Skoska poppsveitin Travis ætlar að gefa út safnplötuna Travis: Singles þann fyrsta nóvember næstkomandi. Á sama tíma verð- ur gefinn út DVD-diskur með öll- um tónlistarmyndböndum sveit- arinnar og tónleikaupptökum. Þar verður meðal annars að finna upp- töku úr þættinum Storytellers á tónlistarstöðinni VH1. Á safnplöt- unni verða sautján smáskífulög Travis, þar á meðal glænýtt lag sem kallast Walking in the Sun. Kemur það út á smáskífu 18. októ- ber. Upptökustjórinn Nigel Godrich var þar við takkana. Á meðal fleiri laga á plötunni verða Driftwood, Why Does It Always Rain on Me?, Flowers in the Window, Sing, Re-Offender og Turn. Fimmta hljóðversplata Tra- vis er síðan væntanlega á næsta ári en upptökur á henni eru þegar hafnar. Síðasta plata sveitarinnar hét 12 Memories og fékk blendnar viðtökur. ■ FIMMTUDAGUR 2. september 2004 33 BENEDIKT REYNISSON konungur undirdjúpanna og umsjónarmaður Karate, X-ið 977 „Ég er að hlusta á safnplötu með Can sem heitir Canniba l i sm . Svo var ég að dusta rykið af Built to Spill, plötuna Perfect from Now On. Svo hef ég verið að kynna mér stöff frá útgáfu sem heitir Asthmatic Kitty, sem gefur út m.a. Sufjan Stevens. Er að bíða eftir geðveikri plötu sem er að koma út frá þessari útgáfu, heitir Castanets.“ GÍSLI GALDUR ÞORGEIRSSON tónlistarmaður og plötusnúður „Núna þegar haustið er að skella á er maður búinn ad vera í mellow gír! Djass- píanistinn Ahmad Jamal sem hafði áhrif á marga, m.a. Miles Davis, gaf út frábæra plötu árið 1970 sem heitir The Awakening. Mjög sérstakur píanóleikur sem er bakk- aður upp af bassaleikara og trommara. Mæli einnig með Shuggie Otis og plöt- unni Inspiration Information sem kom út árið 1974. Falleg plata og sérstakar tónsmíðar. Síðan verð ég að ausa lofi yfir Medúllu, nýju plötuna hennar Bjarkar. Hún fær 10 stjörnur af 5!“ ANNA KATRÍN söngkona af guðs náð og umsjónarmaður 17/7 á PoppTívi „Ég hef verið mikill aðdáandi Dusty Springfield og bendi á safnplötuna The Look of Love. Dusty var með mjög fallega rödd og hún á mjög mörg eftir- minnileg lög. Fræg- ustu lögin hennar eru eflaust Son of a Preacherman, The Look of Love, I Just Don’t Know What to Do With Myself og Only Want to Be With You sem eru öll á plötunni. Þetta er þægileg plata að hlusta á og sérstak- lega þar sem Dusty var með mjög ró- andi og fallega rödd. [ Á HVAÐ ERU GRÚSKARARNIR AÐ HLUSTA? ] Byrjendanámskeið 60 stunda vinsælt námskeið fyrir algjöra byrjendur á einkar góðu verði. Hefst 6. september. Verð kr. 36.000,- Vefsíða 1 Ætlað byrjendum í vefsíðugerð. 42 stunda námskeið þar sem nemen- dur læra myndvinnslu í Photoshop og búa til sína eigin heimasíðu í FrontPage. Hefst 7. september. Verð 36.000,- Grafísk hönnun Vinsælt og sérlega hagnýtt 63 stunda námskeið fyrir byrjendur í grafískri vinnslu. Kennt er á þrjú mest notuðu hönnunarforritin í dag, Photoshop, Freehand og Flash. Hefst 7. september Verð kr. 65.000,- Stafrænar myndavélar Feikilega vinsælt námskeið um öll helstu grundvallaratriði stafrænna myn- davéla og meðferð stafrænna mynda í heimilistölvunni. Hefst 18. september Verð: 15.000,- Ný kennslubók á íslensku innifalin í verði. Tölvu og skrifstofunám Vandað og þrautreynt 200 stunda starfsnám sem skilar árangri. Hentar fólki á öllum aldri sem vill styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með aukinni menntun. Hentar einnig vel sjálfstæðum atvinnurekendum sem vilja vera sem mest sjálfbjarga í allri tölvuvinnu og við bókhaldið. Hefst 8. september. Verð 136.000,- VISA/EURO eða allt að 5 ára starfsmenntalán. Almennt tölvunám 60 stunda tölvunám fyrir þá sem vilja öðlast meiri færni, hraða og öryggi í notkun tölvunnar og við notkun mest notuðu forritanna. Windows XP – Word 2003 – Excel 2003 - Internet og Outlook 2003. „TÖK“ próf í Word og Excel óski þátttakendur. Hefst 7. september. Verð kr. 38.000,- Tölvunám eldri borgara 30 kennslustunda vinsæl byrjenda- og framhaldsnámskeið fyrir 60 ára og eldri Hefst 6. september (byrjendur) og 7. september (framhald) Kennt er á nýútkomna íslenska útgáfu Verð kr. 19.500 Adobe premierePro Viðamikið og vandað 36 stunda námskeið um „digital videovélar“ og vinnslu myndbanda. Verð kr. 32.900,- Kennsludiskur á íslensku að verðmæti kr. 5.900,- inni- falinn. Microsoft sérfræðingar MCP – XP Verð kr. 84.000,- (98.000,- með prófi 70-270) Hefst 9. sept. MCP XP og MCDST Microsoft Certified Desktop Support Technician er nýjasta Microsoft gráðan. Verð 157.000,- (199.000, með þremur prófum) Hefst 9. sept. MCP – server og netkerfi Hefst 11. nóv og lýkur 16. des MCSA Hefst 9 . september og lýkur 16. des Ofangreind námskeið gilda til MCSA gráðunnar. Verð: 242.000,- án prófa (312.000 með fimm prófum) Tölvunám í haust – námskeið hefjast í næstu viku. Flest stéttarfélög styrkja nemendur myndarlega til náms hjá okkur Tölvuskólinn Þekking byggir á áralangri reynslu og er viðurkenndur af innlendum og erlendum aðilum. Skólinn hefur útskrifað þúsundir ánægðra nemenda sl. ár. Smáskífur Travis The Cooper Temple Clause: Kick Up the Fire & Let the Flames Break Loose „Þetta er rokktónlist og ekki er hægt annað en að líkja þessu við Radiohead. Þetta eru þó engar eftirhermur, því þeir líkjast ekki bresku undra- börnunum í lagasmíðum, flutning eða tjáningu... heldur útsetningum. Aðall sveitarinnar er ást þeirra á laglínunni og vel útsett elektróníkin í bland við rokkið. Í Bandaríkjunum er greinilega að myndast ný indie-rokk sena sem finnst gaman að skreyta hugsmíðar sínar með tölvum. Tékkið endilega á þessari.“ BÖS Nina Nastasia: Dogs „Þessi plata er alls ekki frumleg en einlæg tónlist sem er vel útsett og smekklega. Einfaldar strengja- útsetningar skreyta einfalt gítarplokkið og tilfinn- ingaþrunginn sönginn. Nina Nastasia er svo sann- arlega gerð úr við en ekki plasti. Alvörukona sem fjallar um alvöruhluti og tjáir sig á almennilegan hátt. Heilsteypt og falleg plata.“ BÖS Björk: Medúlla „Medúlla er hreint út sagt mögnuð plata. Það er ótrúlegt að heyra hversu framúrstefnulegri Björk tekst að vera án þess að nota til þess nokkur hljóðfæri. Sýnir það fyrst og fremst hversu framar- lega hún er á sínu sviði. Jafnframt sýnir það og sannar að nýjustu tæki og tól þurfa ekki endilega að vera grundvöllur fyrir nýstárlegri en um leið undurfagurri tónlist.“ FB TV on the Radio: Desperate Youth, Blood Thirsty Babes „Það er ekki oft sem hljómsveitir hitta naglann þetta vel á höfuðið við fyrstu tilraun. Það gera TV on the Radio og við hverja hlustun þykir manni vænna um plötuna. Þið finnið varla áhugaverðari plötu í hillum plötubúðanna nú um stundir. Svo mikil hljóðveisla, að maður sér næstum því hljóðið.“ BÖS The Magnetic Fields: i „Aðdáendur Belle and Sebastian ættu að falla kylliflatir fyrir þessari nýju plötu. Hér er varla veik- an blett að finna og platan rennur í gegn eins og bjór á föstudagskveldi. Verulega smekkleg plata sem á líklegast eftir að eldast vel.“ BÖS The Prodigy: Always Outnum- bered, Never Outgunned „Á þessari plötu er bara eitt gott lag, Hot Ride þar sem Juliette Lewis vitnar skemmtilega í Burt Bacharach, restin hljómar bara eins og Howlett hafi sótt afgangslög í gamla Prodigy-lagerinn og skellt þeim á plötu. Ein stærstu vonbrigði ársins, algjört rúnk.“ BÖS Isidor: Betty Takes a Ride „Betty Takes a Ride er skemmtileg plata og ein af þeim betri sem ég hef heyrt á árinu frá íslenskum flytjanda. Helstu einkenni eru mikil spilagleði og fjölbreytni, þar sem maður veit sjaldnast hvað ger- ist næst.“ FB [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR TRAVIS Það eru spennandi tímar framund- an hjá skosku poppsveitinni Travis. MEDÚLLA Er hægt að velja annað en nýj- ustu plötu Bjarkar, Medúllu, sem plötu vik- unnar? Stórkostleg plata. PLATA VIKUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.