Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 49
37FIMMTUDAGUR 2. september 2004 Hér bjóðum við annars vegar upp á kennslu í AutoCad (60 stundir) þar sem unnið er með ýmsar teikningar og hins vegar 3D StudioMax (120 stundir) þar sem sömu teikningar eru gæddar lífi, t.d. með þrívíddar- og hreyfieiginleikum. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að vera færir um að leysa krefjandi verkefni á eigin spýtur enda er mikil áhersla lögð á verklegar æfingar. Viðmót í AutoCad AutoCad teikningar Viðmót í 3D Studio Max Tvívíð og þrívíð líkanagerð Flutningur á milli forrita Lýsing og efnisáferð Hreyfimyndagerð Myndsetning Lokaverkefni Námsgreinar: Námskeiðið hefst 13. sept. og lýkur 6. des. Upplýsingar og innritun í síma 544 4500 og ntv.is ENSKA ER OKKAR MÁL • Talnámskeið - 7 vikur • Viðskiptanámskeið • Einkatímar • Enskunám erlendis • Kennt á mismunandi stigum • Barnanámskeið (5-15 ára) • Málfræði og skrift • Þjóðfélagsleg umræða • Kvikmyndaumræða • Frítt kunnáttumat og ráðgjöf Enskunámskeið að hefjast Hringdu í síma 588 0303 • FAXAFENI 8 • www.enskuskolinn.is Þjóðarspegillinn í núinu Jæja, þá er loksins búið að opna Þjóðminjasafnið og eins gott. Þessi spegill þjóðarinnar, eins og Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kallar safnið í hátíðardagskrá, hefur verið lokað- ur svo lengi að þjóðin er hætt að vita hvernig hún lítur út. Það sést best á því hversu illa fólki getur gengið að klæða sig fyrir stórhátíð á borð við þá að sjálft Þjóðminja- safnið er opnað. Þótt stór hluti gesta væri í viðeigandi pússi (helst þeir sem voru komnir til vits og ára og höfðu lært að klæða sig áður en safninu var lokað seint á síðustu öld), voru allt of margir sem mættu dressaðir eins og þeir væru rétt að líta upp úr skúringafötunni eða af einhverjum vinnupallinum, í galla- buxum, vindblússum og úlpum. Hvað er að þessu fólki? Hvað er það að mæta ef það getur ekki sýnt þjóðarspeglinum tilhlýðilega virð- ingu á slíkum hátíðardegi? Núið þarf að taka sig saman í andlitinu. Þetta var þeim mun meira til vansa að dagskráin sem safnið bauð upp á var flott, ræður stuttar, velhugsaðar og velfluttar, söngur dásamlegur úr börkum Skólakórs Kársnesskóla og mezzósópransins Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur, að ógleymdum bráðskemmtilegum rímnaflutningi Hilmars Arnar Hilmarssonar og Steindórs Ander- sen, svona rím og raf. Veitingar gómsætar, guðaveigarnar flæddu ómælt og allt rann ljúflega niður í mannskapinn sem var harla glaður með sinn menningararf. Safnið sjálft? Jú, það hefur held- ur betur tekið stakkaskiptum. Breytingarnar hafa tekist vel, hús- ið er flott og það verður auðveldara að skoða safnið í framtíðinni. Bisk- upinn yfir Íslandi, herra Karl Sig- urbjörnsson, minntist liðinna tíma á safninu og talaði einkum um safn- verðina, gömlu konurnar sem sátu með prjónana sína og sussuðu á fólk ef það talaði of hátt. Þótt nú- tíminn sé smart væri nú frekar leiðinlegt ef prjónakonunum yrði úthýst. Prjónaskapur speglar jú iðjusemi íslensku kvenþjóðarinnar. Um sjö hundruð manns var boð- ið á opnunarhátíðina og ekki að sjá annað en að flestir þeirra hefðu mætt. Forseti (sem heyrðist ljúka lofsorði á hönnun hússins) og for- setafrú, ríkisstjórnin, þingmenn, þotulið, listamenn, forstöðumenn byggðasafna víða um land, háskóla- rektor og -kennarar, starfsmenn safnsins til margra ára – og svo illa klædda fólkið. Það eina sem fór úrskeiðis var uppsetningin á því að forsætisráð- herra klippti á borðann til að opna safnið fyrir gestum og gangandi. Hann var látinn snúa baki í mynda- vélar og gesti. En, sem sagt, Þjóðminjasafnið opið, búið að koma upp spennandi sýningum – og eins gott að gefa sér tíma til að skoða þær, því ólíkt því sem var í gamla safninu er hægt að þræða sig eftir sögunni, í máli, myndum og minjum. ■ ÁNÆGÐIR HÁTÍÐARGESTIR Forsetahjónin ásamt Margréti Hallgrímsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra. RÍM OG RAF Kvæðamaðurinn Steindór Andersen flutti rímur við raftónlist Hilmars Arnar Hilmars- sonar. PRÚÐBÚNIR GESTIR Biskupinn yfir Íslandi, herra Karl Sigurbjörnsson, flutti blessun og naut síðan dagsins með öðrum gestum. FULLT ÚT ÚR DYRUM Um 700 manns var boðið á opnun safnsins og líklegt að flestir þeirra hafi mætt. ÍSLENSK SÖNGLÖG Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hreif gesti með söng sínum. MÆTTUR TIL LEIKS Davíð Oddsson forsætisráðherra opnaði safnið formlega og er hér ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Thorarensen, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D IR /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.