Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR STÓRLEIKUR Í LAUGARDAL Ís- lenska landsliðið í fótbolta mætir Búlgör- um á Laugardalsvelli klukkan 16. Leikur- inn er fyrsti leikur liðanna í undankeppni heimsmeistarakeppninnar sem fer fram í Þýskalandi árið 2006. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA SKÚRIR Einkum þó sunnan til. Bjart með köflum fyrir austan. Lægir norð- austan til síðdegis. Hiti 9-15 stig, hlýjast á Austurlandi. Sjá síðu 6 4. september 2004 – 240. tölublað – 4. árgangur LANDSSÍMINN KAUPIR Landssím- inn hefur eignast réttinn á enska boltanum og tryggt sér ítök í Skjá einum með kaupum á eignarhaldsfélaginu Fjörgný. Sjá síðu 2 FIMMTÁN DAGAR Í VERKFALL Kennarar lögðu fram formlega verkfalls- boðun á fundi Ríkissáttasemjara í gær. Fimmtán dagar eru í verkfall náist ekki samningar. Sjá síðu 2 SAMIÐ UM LYFJAVERÐ Lyfjaverðs- lækkun mun á þessu ári nema um 763 milljónum króna í heildsölu, sem svarar til um 1.136 milljóna króna í smásölu. Sjá síðu 4 AUKIN UMFERÐ Samkvæmt mælum aka tæplega hundrað ökutæki á mínútu í Ártúnsbrekku og á Kringlumýrarbraut þegar mest lætur. Sjá síðu 6 59%74% Kvikmyndir 38 Tónlist 39 Leikhús 39 Myndlist 39 Íþróttir 34 Sjónvarp 40 Jón Pétur og Kara: ● blanda geði við fólk og drífa það með Fagna 15 ára afmæli dansskóla SÍÐA 20 ▲ ● bílar Lét æskudraum sinn rætast Ólafur Gunnarsson: ● felur ekki sýndarveruleikann Tekur þátt í dans- festivali um helgina Margrét Sara Guðjónsdóttir: ▲ SÍÐA 42 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Sjónvarpsstöðvarnar keppast nú við að kynna vetrardagskrána. Nýir dagskrárliðir bætast við og vinsælir þættir snúa aftur. Við sjónvarpstækin: VIÐSKIPTAUMHVERFI „Ef svigrúm fyrir- tækja er þrengt með lagasetningu er uppbyggingar- og þróunarstarf þeirra í hættu. Forsenda langtíma- áætlana er stöðugt starfsumhverfi. Það er því ábyrgðarhluti að breyta starfsskilyrðum fyrirtækja og skapa þannig óvissu um forsendur rekstr- ar.“ Þetta sagði Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, á málþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í gærkvöldi. Björgólfur sagði að starfsum- hverfi íslenskra fyrirtækja þyrfti helst að vera betra en í nágranna- löndunum. Stjórnmálamenn væru skyldugir að fylgjast með því að um- hverfi atvinnulífs sé ætíð sam- keppnishæft. Þrátt fyrir aukið viðskiptafrelsi og hagsæld á Íslandi teldu yfirvöld að reisa þyrfti viðskiptalífinu skorð- ur. „Því er haldið fram að krafturinn í viðskiptalífinu og máttur einstakra fyrirtæki ógni eða ögri samfélaginu og því þurfi stjórnvöld að grípa í taumana og stýra á ný með lagasetn- ingu framvindu viðskipta. Atvinnu- og viðskiptalífið ógnar hvorki stjórnmálamönnum né samfélaginu. Atvinnulífið líkt og stjórnmálin þjónar fólkinu í landinu.“ Hann ræddi einnig um mikilvægi frjálsra fjölmiðla í nútímasamfélag- inu. „Ég hef meira álit á fjölmiðlum sem reyna að endurspegla það sem fram fer í samfélaginu fremur en að stjórna því með fyrirmælum og föð- urlegum áminningum. Mér hefur komið verulega á óvart hvernig ein- staka fjölmiðlar vilja skrifa stefnu- skrár stjórnmálaflokka og segja þeim fyrir um skoðanir.“ Aðspurður sagð- ist Björgólfur eiga við Morgunblaðið. „Lengst ganga fjölmiðlar sem hafa blindast af fortíðarþrá og ögra nú samfélaginu og eðlilegri þróun þess með nær linnulausum ótta við breyt- ingar. Þeir virðast sakna þeirra tíma þegar íslenskt atvinnulíf var einangr- að og lokað klíkusamfélag.“ sda@frettabladid.is Ekki skapa óvissu Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, segir að yfirvöld megi ekki reisa viðskiptalífinu skorður. Hann gagnrýnir fjölmiðla sem hafi blindast af fortíðarþrá. SÍÐUR 24 & 25 ▲ Hugsjónakonan dr. Vilborg Ísleifsdóttir-Bickel rekur lýðháskóla fyrir fórnarlömb nauðgana í stríðinu í Bosníu. Perlur og tár í Bosníu: SÍÐUR 28 & 29 ▲ Komið í næstu verslun! 1200 frábærar spurningar i Spilið M YN D /A P BESLAN, AP Gíslatökunni í Beslan í Norður-Ossetíu lauk með ósköpum eftir að sprengjur sprungu í íþrótta- húsinu þar sem gíslunum var haldið og bardagar brutust út milli hryðju- verkamanna og hermanna sem höfðu tekið sér stöðu í kringum skólasvæðið. Meira en 200 manns létu lífið og rúmlega 700 voru flutt- ir særðir á sjúkrahús. Morðin í gær byrjuðu um níu- leytið að morgni að staðartíma með því að hryðjuverkamennirnir tóku tuttugu karlmenn úr gíslahópnum af lífi. Upp úr hádegi jókst blóðbað- ið svo þegar sprengingar heyrðust um það leyti sem hjálparstarfsmenn voru að sækja lík sem legið höfðu fyrir framan skólann í tvo daga. Þá reyndu 30 gíslar, konur og börn, að flýja en gíslatökumenn skutu á þau. Hermenn hófu þá skothríð á húsið og réðust skömmu síðar til atlögu. Sjá síðu 4 Rúmlega 200 létust og fleiri hundruð særðust: Gíslatöku lauk með blóðbaði Schwarzenegger: Kolféll á söguprófi VÍN, AP Austurrískir sagnfræðing- ar eru allt annað en ánægðir með þá vafasömu sagnfræði sem Arnold Schwarzenegger fór með í ræðu sinni á flokksþingi repúblikana. Í ræðu sinni s a g ð i s t S c h w a r z - enegger hafa séð sovéska skriðdreka á götum heima- bæjar síns í æsku og kvaðst hafa yfirgefið sós- íalískt land þegar hann flutti frá Austurríki 1968. Staðreyndin er sú að heimabær hans var hernuminn af Bretum en ekki Sovétmönnum þegar Schwarzenegger fæddist árið 1947 og að allir kanslarar Austur- ríkis frá stríðslokum til 1970 voru íhaldsmenn, en að vísu í sam- steypustjórn með jafnaðarmönn- um. ■ ARNOLD SCHWARZENEGGER Austurríski ríkisstjórinn í Kaliforníu virtist illa að sér í sögu föðurlands síns. SÆRT BARN BORIÐ Á BROTT Þegar þriggja sólarhringa martröð lauk lágu á þriðja hundrað manns í valnum og fleiri hundruð einstaklingar höfðu verið fluttir á sjúkra- hús, margir mjög alvarlega meiddir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.