Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 8
4. september 2004 LAUGARDAGUR MENGUN Mikillar mengunar varð vart í Elliðaárvogi í vikunni þar sem skólpútrás liggur í sjó fram. Heilbrigðisfulltrúar umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur- borgar skoðuðu aðstæður og að sögn Lúðvíks Gústafssonar, deildarstjóra mengunarvarna, má sennilega rekja mengunina til matvælafyrirtækja. Mjólkursamsalan og Osta- og smjörsalan eru stærst slíkra fyrirtækja á þessum slóðum. Þessi fyrirtæki losa sig við fljót- andi úrgang í skólpkerfið og seg- ir Lúðvík að þaðan fljóti tugir tonna af fitu dag hvern og í allt berist tugir tonna af seigfljót- andi massa frá hverfinu á viku. Hann segir viðræður standa yfir um hvernig fyrirtækin geti komið upp mengunarvörnum, þar á meðal fituskiljum. Lúðvík segir að fitan sé lífrænt efni og eitri því ekki umhverfið en hins vegar skemmi hún fráveitukerf- ið og stytti endingartíma þess. Hann segir að skólpmengun í Elliðaárvogi heyri brátt sögunni til. Skólpútrásinni þar verði lokað eftir nokkrar vikur eða mánuði, nú sé unnið að nýrri skólpleiðslu meðfram ströndinni að Gufunesi þaðan sem skólpinu verður dælt rúmlega 5 kílómetra leið út á Faxaflóa. ■ ÍÞRÓTTAÁLFURINN Latabæ hefur verið stefnt af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Sjóðurinn vill fá hlutabréf fyrir lán sem sjóðurinn veitti árið 2002. Íþróttaálfur- inn er ekki á þeim buxunum. Latibær í lagaþrætu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur stefnt Latabæ fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Sjóðurinn vill fá hlutabréf fyrir lán sem hann veitti árið 2002. Latibær er tregur til. Málið er prófmál fyrir sjóðinn. DÓMSMÁL „Svona getur gerst. Menn geta lent í ágreiningi,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en sjóðurinn hefur stefnt Latabæ fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ágreinings um túlkun lánasamnings. „Ég hins vegar óska Latabæ alls hins besta. Sjóðurinn hefur haft fulla trú á þessu verki alveg frá upphafi. Það er óheppilegt og leiðinlegt að lenda í þessu.“ Sjóðurinn stendur í þeirri meiningu að í lánasamningnum hafi verið ákvæði um að láninu megi breyta í hlutabréf með tíð og tíma. Latibær hins vegar hefur ekki fallist á þennan breytirétt, um það snýst málið fyrir dómstólum nú. Samningar hafa verið reyndir, að sögn Gunnars, en ekki náðst. Nýsköpunarsjóður lánaði Latabæ ríflega 20 milljónir króna, samkvæmt heimildum, árið 2002. Slíkar lánasamningar með breytirétti yfir í hlutabréf í viðkomandi sprotafyrirtækjum eiga sér mörg fordæmi hjá Ný- sköpunarsjóði, enda freistar sjóðurinn þess að ná arðsemi með því að eignast hlutafé í far- sælum áhættufyrirtækjum, sem hann hefur lánað til, eins og Latabæ. Slíkur ágreiningur um breytiréttinn hefur ekki vaknað fyrr, segir Gunnar. Ljóst er, að ef úrskurður myndi falla Latabæ í vil fyrir Héraðsdómi nú, myndi slíkt hafa þær afleiðingar að Ný- sköpunarsjóður þyrfti að endur- skoða breytiréttarákvæðið í lána- samningum sínum hér eftir. Málið er því nokkurs konar prófmál. Úr- skurður Latabæ í vil gæti jafn- framt haft þær afleiðingar að aðr- ir sem hafa svipaða lánasamninga við sjóðinn myndu hafna kröfum sjóðsins um hlutabréf. Gunnar segir slíkt þó ekki vera verulegt áhyggjuefni fyrir sjóðinn, því útistandandi lánasamningar af þessu tagi séu fáir. gs@frettabladid.is Hefur þú séð DV í dag? DAGBLAÐIÐ VÍSIR 198. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 ] VERÐ KR. 295Pétur Kristjánsson fallinn frá Gráhærðar konur Ragga Gísla litar gráu hárin sjálf Bls. 18-19 Nanna Guðbergs Mótorhjólamamma ogkaffihúsadrottning Bls. 10-11 f. 7. janúar 1952 – d. 3. september 2004Pétur Kristjánsson var goðsögn í lifanda lífi, holdgervingur hins íslenska stórhljómsveitarokks.Hljómsveitarstjóri og söngvari sem kunni alla taktana. Og þvílíkir taktar. Pétur var litríkur karakter sem settisvip sinn á íslenskt samfélag – og skemmtilegur svo af bar. Bls. 14-15 68 kynslóðin verður aldrei söm ELLIÐAÁRVOGUR Mengunin kemur líklega frá matvælafyrir- tækjum. Úrbætur handan við hornið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Mengun í Elliðaárvogi: Tonn af fitu á dag EIGNIR NÝSKÖPUNARSJÓÐS Um síðustu áramót átti Nýsköpunarsjóð- ur atvinnulífsins eignarhluti í um 70 fyrir- tækjum, á hinum ýmsu sviðum þjóðlífs- ins. Á meðal þeirra eru til dæmis: Bláa lónið Íshestar Menn og mýs Nikita Norrænar myndir Reykjavík Collection á Íslandi Sjávarleður Softis Stjörnu-Oddi Vistorka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.