Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 10
10 4. september 2004 LAUGARDAGUR Ensímtækni selur vörur úr þorskensímum víða um heim: Heilt tonn til Bretlands VIÐSKIPTI „Við erum nú í fyrsta sinn að flytja út vöru í magni til Bretlands þar sem henni verð- ur pakkað í neytendapakkning- ar,“ segir Jón Bragi Bjarnason prófessor. Fyrirtæki hans og fleiri vísindamanna, Ensím- tækni, hefur náð miklum árangri í sölu á smyrslum unn- um úr ensímum úr þorski. Nú þegar er vara þess seld víða um heim til almennrar notkunar en einnig er hún víða notuð til lækninga enda hefur sannast að þorskensími vinna meðal annars vel á bólgum ýmiss kon- ar. Jón Bragi segir mikla framtíðarmöguleika í sölu á vörunni og stærsta skrefið til þessa er sú sending sem nú er að fara á Bretlandsmarkað. „Við erum þegar að selja til Bandaríkjanna, Kóreu, Frakk- lands og Bretlands og erum í viðræðum við aðila í Hollandi og í Þýskalandi. Við bindum miklar vonir við Bretland og byrjum nú á að senda tonn sem verður pakkað í pakkningar þar. Svo tökum við þessu rólega í bili og vonumst til að læra af reynslu okkar í Bretlandi en hún getur svo síðar komið okkur til góða á öðrum mörkuð- um.“ ■ INNHEIMTA Verslunarráð telur að endurskoða þurfi ábyrgð fyrirtækja á skattaskuldum starfsmanna sinna. Sigríður Andersen, lögfræðingur hjá Verslunarráði Íslands, segir að innheimtu þessara skulda fylgi mikill kostnaður. „Við verðum einnig vör við það að fjármálastjórum fyrir- tækja finnst óþægilegt að hnýsast í persónuleg mál samstarfsmanna sinna.“ Sigríður segir að það fyrirkomu- lag að innheimta staðgreiðslu skatta hafi ýmsa kosti. „Fyrirtækin bera ýmsan kostnað af þeim sundurliðun- um sem þarf að gera bæði vegna skatta og lífeyrisframlags.“ Hún segir að málið horfi hins vegar öðruvísi við þegar litið sé til eldri skulda sem vinnuveitanda sé gert að innheimta. Þessu fylgi um- fangsmikil bókhaldsvinna, auk þess sem um sé að ræða fjárhagsmálefni sem teljist til einkamála. Skuldbind- inga sem ekki tengist greiðslum launagreiðanda til starfsmannsins. Vanræksla fyrirtækja á slíkum greiðslum varðar ábyrgð auk þess sem skila þarf fjölda skilagreina vegna slíks uppgjörs. ■ PENZIM SIGRAR HEIMINN Smyrslinu sem framleitt er hérlendis úr þorskensímum er dreift víða um heim og nú er fyrsta stóra sendingin á leiðinni til Bretlands. BRÉF Í TÆKNIFYRIRTÆKJUM FALLA Í VERÐI Verðbréf í tæknifyrirtækjum féllu í verði eftir að örgjörvaframleiðandinn Intel til- kynnti um verri afkomu en búist hafði verið við. Nikkei féll um 130 stig eða rúmt prósent í verði í gær. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71.9 -0.35% Sterlingspund 128.68 -0.61% Dönsk króna 11.78 -0.30% Evra 87.57 -0.33% Gengisvísitala krónu 122,25 -0,36% KAUPHÖLLIN - HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 268 Velta 2.010 milljónir ICEX-15 3.409,81 0,49% MESTU VIÐSKIPTIN Opin Kerfi Group hf. 572.956 Landsbanki Íslands hf. 531.866 Straumur Fjárf.banki hf 308.694 MESTA HÆKKUN Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 2,22% Tryggingamiðstöðin hf. 1,59% HB Grandi hf. 1,45% MESTA LÆKKUN Jarðboranir hf. -3,38% Össur hf -1,19% Burðarás hf. £ -0,76% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.266,7 -0,2 Nasdaq* 1.842,2 -1,7 FTSE 4.547,6 0,6 DAX 3.872,7 1,0 NIKKEI 11.022,49 -1.17% S&P* 1.114,5 -0,3 *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Verslunarráð Íslands gagnrýnir: Í ókeypis inn- heimtu fyrir ríkið ÓÞÆGILEG VITNESKJA Sigríður Andersen, lögfræðingur Verslunar- ráðs, segir að mörgum fjármálastjórum finnist óþægilegt að hnýsast í persónuleg fjármál einstaklinga sem þeir þurfa að gera við innheimtu eldri skulda starfs- manna við ríkið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.