Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 14
Misskilningur Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gerir skrif Styrmis Gunn- arssonar að umræðuefni í leiðara Frétta- bréfs samtakanna. „Ritstjóri Morgun- blaðsins telur,“ skrifar Ari, „að „sérhags- munasamtök“ á borð við heildarsamtök íslensks atvinnulífs, eigi hreinlega ekki að hafa með í ráðum þegar stjórnvöld marki stefnu út frá heildar- hagsmunum. Virðist það sjónarmið hans ríma við þá yfirlýsingu viðskipta- ráðherra að markaður- inn sé fyrir almenning, en ekki fyrir forstjórana og fyrirtækin!“. Ari segir þetta firru: „Það er einfaldlega grundvallarmisskilningur hjá ritstjóranum að stilla hagsmunum at- vinnulífsins og almennings upp sem andstæðum með þessum hætti. Miklu nærtækara er að rifja upp fræg orð Gunnars Sträng, eins helsta forystu- manns sænskra jafnaðarmanna og ráð- herra 1945-1976... Hann lýsti viðhorfi sósíaldemókrata til atvinnulífsins og undirstöðu velferðarkerfisins á þann hátt, að það sem væri gott fyrir fyrirtækin væri gott fyrir almenning.... det som er bra för Volvo, er bra för Sverige“. Til hvers? Spurningar vakna um það hver sé til- gangurinn með að friða hús sem þykja einstök fyrir menningarsöguna ef eig- endur geta án minnstu fyrirstöðu virt frið- unina að vettugi. Þessu velta ýmsir fyrir sér nú þegar allt bendir til þess að Andri Már Ingólfsson, nýr eigandi Eimskipafé- lagshússins í miðbænum muni láta taka niður fagurlega útskornar veggþiljurnar í hinum gamla afgreiðslusal Eimskips á annarri hæð hússins. Þær voru friðaðar samkvæmt ákvörðun húsafriðunar- nefndar árið 1991. Örfá ár eru liðin síðan eigendur veitingahússins Apóteksins í Austurstræti léku sama leik þegar þeir fjarlægðu friðað- ar innréttingar í húsinu án þess að húsafriðunarnefnd hafi spyrnt við fæti. Spyrja má hvort ekki sé hætt við að nefndin tapi tiltrú með þessu áframhaldi. Á vesturlandamærum Kína, landi sem löngum hefur verið kallað Innri-Mongólía en Kínverjar kalla Síndsjang, býr Víkar-þjóðin (Uigh- ur-), afkomendur þess herskáa þjóðflokks sem fyrir 8-12 öldum síðan lagði undir sig mikinn hluta Asíu og Evrópu og drottnaði yfir ríkjum sínum af mikilli hörku og grimmd. Kynbræður þeirra lögðu undir sig Kína um tíma en seinna snerist stríðsgæfan gegn þeim og öldum saman hafa þeir talist þegnar yfirvalda í Peking. Komm- únistar tóku þá stefnu strax eftir sigur sinn í byltingunni að gera kröfu til allra þeirra landa, sem einhverntíma höfðu tilheyrt kín- verska keisaraveldinu, Miðríkinu. Þannig réðust þeir inn í Tíbet og lögðu undir sig og hafa síðan leynt og ljóst unnið að því að flytja Han- Kínverja þangað, til þess að breyta samsetningu íbúanna þannig, að hinir innfæddu verði í vonlausum minnihluta. Sömu pólitík hafa Kínverjar rekið í Innri-Mongólíu, sem um skamma stund fyrir 1949 taldist sjálfstætt ríki. Íbúarnir tala tyrk- neska tungu, alls óskylda máli herraþjóðarinnar. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra er múslimir, sem frá fornu fari hafa talist í hópi frjálslyndustu múslima og taldir hliðhollir vestrænni menningu. Yf- irvöld í Peking hafa löngum haft illan bifur á Víkar-þjóðinni og sakað leiðtoga hennar um skort á hollustu, jafnvel um landráð. Einn af leiðtogum stúdentanna á Torgi hins himneska friðar var Víkari og notuðu kínversk yfirvöld sér það óspart sem yfirvarp til að kæfa í fæðingunni öll óánægjuöfl í Sínd- sjang, hvort sem kröfur þeirra beindust að auknu lýðræði eða voru af þjóðernislegum toga. Í síðasta hefti tímaritsins The Economist er skýrt frá nýrri vend- ingu yfirvalda í Peking í tilraunum sínum til að tryggja alger yfirráð Han-Kínverja yfir þessu land- svæði. Verið er að byggja járn- braut og leggja olíuleiðslur til vest- urhluta landsins, sem hingað til hefur verið að mestu griðland Víkaranna. Kínverskir verktakar njóta gríðarlegra styrkja frá rík- inu til hvers konar framkvæmda í landinu. Þeir ráða nær eingöngu kínverska verkamenn, sem þar njóta hvers konar fríðinda meðan hlutskipti innfæddra er að fylgjast með úr fjarlægð. Engin virðing er borin fyrir menningu innfæddra og trúarbrögðum. Heilu borgar- hverfin eru jöfnuð við jörðu til að skapa pláss fyrir kínverskar versl- unarmiðstöðvar og íbúðaháhýsi fyrir hina aðfluttu verkamenn. Kína er enn nær lokað land og fréttir af skornum skammti frá út- jöðrum ríkisins. Þó er vitað að nær daglega kemur til árekstra milli Víkara og herraþjóðarinnar, þótt ekki komist frásagnir af þeim í heimspressuna. En meira að segja þessum eðlilegu viðbrögðum þjóð- ar, sem sér sjálfa sig í útrýmingar- hættu, má snúa gegn henni sjálfri. The Economist skýrir frá því að eftir 11. September 2001, hafi Pek- ing-yfirvöldin reynt að beintengja þjóðernishreyfingu Víkara við al Kaída, jafnvel gengið svo langt að lýsa yfir að um 1000 Víkarar hafi fengið þjálfun í þjálfunarbúðum Osama bin Ladens. Fyrir þessu er reyndar sá flugufótur að örfáir Víkarar börðust með talibönum í Afganistan, en það gerðu reyndar líka nokkrir breskir og bandarísk- ir þegnar. Ekkert annað bendir til tengsla þjóðernissinna Víkara við al Kaída. Bandaríkjamenn ákváðu samt í upphafi að sögn tímaritsins að taka þennan skáldskap peking- stjórnarinnar trúanlegan og settu lítt kunnan hóp víkarskra þjóð- ernissinna á lista sinn yfir alþjóð- lega hryðjuverkahópa. Þetta not- færðu Kínverjar sér til að kalla alla Víkara hryðjuverkamenn. The Economist segir að kínversk yfirvöld skilgreini terrorista í Síndsjang, sem hvern þann, sem „hugsar aðskilnaðarhugsanir“. Með þessu yfirvarpi hafa kín- versk yfirvöld fangelsað tugi þús- unda Víkara, og tekið marga af lífi að sögn Amnesty International. Yfirvöld í Peking tilkynntu nýlega að þessum að- gerðum yrði fram haldið um ófyr- irsjáanlega framtíð. Með þessu móti eru hófsamir þjóðernissinar sem einungis óska aukinnar sjálfstjórnar, en ekki endilega sjálfstæðis, hraktir yfir í herbúðir hinna herskáu öfgahópa múslima - og með því fá yfirvöld í Peking nýjar átyllur til fjölda- morða á Víkurum. Þetta er sú þróun sem er að gerast um allan heim. Einræðisstjórnir tilnefna andstæðinga sína sem hryðju- verkamenn og þeir komast á lista Bandaríkjanna um alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Um leið verða þeir réttdræpir og missa öll mannréttindi, Genfarsáttmál- anum er vikið til hliðar, öll meðul eru leyfileg eftir að terrorista- stimplinum hefur verið klínt á hópa eða einstaklinga, þar á með- al pyntingar, morð á konum, börn- um og gamalmennum, og hverj- um öðrum óvopnuðum borgurum. Upp er runnin gósentíð allra kúgara heimsins. Stríð sem stig- magnast með hverjum „sigri“, stríð gegn öllum þeim sem dirfast að „hugsa aðskilnaðar- hugsanir“, hugsa öðruvísi en yfirvöldum þóknast, stríð sem aldrei endar. ■ Á stæða er til að hafa orð á einkennilegum vinnubrögðumstjórnvalda í tveimur stórmálum að undanförnu. Í fjöl-miðlamálinu var fyrst sett á fót nefnd trúnaðarmanna ríkisstjórnarinnar sem skilaði skýrslu er unnin var án nokkurs samráðs við hagsmunaaðila á sviði fjölmiðlunar og þá sem mesta sérþekkingu höfðu á efninu. Í framhaldinu var, einnig án samráðs, samið lagafrumvarp sem lagt var fram á Alþingi án þess að beðið væri eftir viðbrögðum við skýrslunni. Allir þekkja örlög fjölmiðlamálsins. Vinnubrögðin í málinu áttu stóran þátt í þeirri andstöðu sem frumvarpið mætti og fór sem bylgja um allt þjóðfélagið. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra kaus að læra ekki af þessum mistökum. Hún lét nefnd sem hún skipaði til að fjalla um viðskiptaumhverfið á Íslandi starfa án samráðs við þá aðila sem mesta þekkingu hafa á málinu og mestra hagsmuna hafa að gæta. Nú þegar skýrsla þeirrar nefndar liggur fyrir ætlar ráðherrann að láta semja lagafrumvarp með sama einhliða hættinum og ein- kenndi störf nefndarinnar. Jafnframt hefur hún gefið afdráttar- lausar yfirlýsingar um skoðun sína á tillögum skýrsluhöfunda og telur sig greinilega ekki þurfa að hlusta á nein önnur sjónarmið. Hafa þó allir málsmetandi menn í íslensku viðskipta- og atvinnulífi sem sagt hafa sína skoðun á málinu eindregið hvatt ráðherrann og ríkisstjórnina til að fara ekki of geyst. Fleyg hafa orðið þau ummæli viðskiptaráðherra að markaðurinn sé fyrir almenning en ekki fyrir forstjórana og fyrirtækin. Sætir furðu að ráðherrann skuli grípa til svo ódýrs lýðskrums í opinberri umræðu um mikilsvert málefni. Og eftir höfðinu dansa limirnir eins og sannast á því að málsvarar ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum verja vinnubrögðin með þeim orðum að „sérhagsmunasamtök“ eigi ekkert erindi að stefnumótun stjórnvalda í mikilsverðum málum er varði almannahagsmuni. Hugsunarháttur af þessu tagi felur í sér grundvallarmisskilning eins og Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir réttilega á í fréttabréfi samtakanna: „Er það allt í einu orð- inn viðurkenndur skilningur á þjóðfélagsgerð Vesturlanda, að þegar menn vinni að heildarhagsmunum, þá séu fyrirtækin og for- stjórarnir óvinurinn?“ Samráð og málamiðlanir hafa verið meginstefið í stjórnmálum lýð- ræðisríkja Vesturlanda áratugum saman. Enginn dregur í efa að á endanum eru það síðan réttkjörnir fulltrúar þjóðarinnar allrar sem taka ákvarðanir um löggjafarmálefni. En forsenda fyrir því að þeir komist að skynsamlegri niðurstöðu er að leitað sé upplýsinga og skoð- ana meðal þeirra sem til þekkja og hagsmuna hafa að gæta. Það væri mikill skaði fyrir íslenskt samfélag ef samráðsstjórnmál víkja fyrir valdboðsstjórnmálum eins og við höfum illu heilli orðið vitni að í fjöl- miðlamálinu og aðdraganda nýrrar löggjafar um viðskiptalífið. ■ 4. september 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Það er mikill skaði ef valdboð á að koma í stað samráðs og málamiðlana. Gagnrýnisverð vinnubrögð ORÐRÉTT En hvort er skemmtilegra? Það mætti segja mér að titrarar hér á landi væru jafnútbreiddir og Morgunblaðið. Ásgeir Davíðsson kaupmaður DV 3. september Það er alltaf von Það er ekki verið að höfða mál vegna þess að þeir viti að við höf- um gert eitthvað rangt. Ekki af því að þá gruni að við höfum gert eitthvað rangt. Þarna er verið að höfða mál af því að þeir vona að við höfum gert eitthvað rangt. Kári Stefánsson um málshöfðun á hendur DeCode. Fréttablaðið 3. septembe Óvænt sjónarhorn Ég er sannfærður um að stefna Sjálfstæðisflokksins og ekki síst unglingaliðahreyfingarinnar hafi átt ríkan þátt í því að færa ís- lenskt þjóðfélag í átt til aukins frelsis og hagsældar. Hafsteinn Þór Hauksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Trúin flytur fjöll og bíla Tölvan í bílnum tilkynnti á Hvolsvelli að nú væri bíllinn orðinn eldsneytislaus. Það má því segja, að við höfum farið síð- asta spölinn á bæninni. Stefán Ásgrímsson hjá FÍB Fréttablaðið 3. september Gott, en ekki nóg Ég sá að menntamálaráðherra var að vísu í bolnum, pilsinu og með svuntu og belti en skott- húfuna vantaði og þá vantar mikið. Ragnhildur H. Ingólfsdóttir hús- freyja. DV 3. september Bíddu nú aðeins... Kerry myndi láta stjórnvöld í París ákveða hvort verja þyrfti Bandaríkin. Ég vil að Bush taki þá ákvörðun. Zell Miller öldungardeildarþingmaður á flokksþingi repúblikana í New York. Morgunblaðið 3. september. FRÁ DEGI TIL DAGS Fleyg hafa orðið þau ummæli viðskiptaráðherra að markaðurinn sé fyrir almenning en ekki fyrir for- stjórana og fyrirtækin. Sætir furðu að ráðherrann skuli grípa til svo ódýrs lýðskrums í opinberri umræðu um mikilsvert málefni. ,, MARKAÐUR Listasmiðjan Keramik og Glergallerý GARÐI OPIÐ Í DAG FRÁ 12-18 Handverk, grænmetisbíllinn, antík og gamlir munir, spákonur og tattoo. Kynningar á föndurvörum, keramikmál- un og glerbræðslu, fatnaði frá Frientex. 15% afsláttur af keramik og gleri VERIÐ VELKOMIN Í GARÐINN ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Kína er enn nær lokað land og fréttir af skornum skammti frá út- jöðrum ríkisins. Þó er vitað að nær daglega kemur til árekstra milli Víkara og herraþjóðarinnar, þótt ekki komist frásagnir af þeim í heimspressuna. ,, Í DAG ÞJÓÐERNISÁTÖKIN Í KÍNA ÓLAFUR HANNIBALSSON Að búa til hryðjuverkamenn gm@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.