Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 22
„Vikan hefur farið í að skipu- leggja afmælið mitt sem ég held um helgina, „ segir knatttspyrnu- maðurinn Guðmundur Benedikts- son sem fagnaði þrítugsafmælinu sínu í gærkvöld. „Þetta verður hörkuveisla sem haldin verður á hinum geysiskemmtilega veit- ingastað Si Senor. Ég ætlaði upp- haflega að hafa veisluna heima og hafa hana frekar fámenna en svo áttaði ég mig á því að ég þyrfti að færa hana niður í bæ því hún verður líklega býsna fjölmenn, “ segir Guðmundur sem DV valdi í lið 16. umferðarinnar í Lands- bankadeild karla fyrir helgina. „Þeir eru góðir við mig þarna á DV,“ segir Guðmundur um til- nefninguna. Guðmundur er ekki sáttur við frammistöðu KR-liðsins í fótbolt- anum í sumar, liðið tapaði fyrir Fram í vikunni. „Við höfum allir verið mjög lélegir í sumar og ég er mjög ósáttur við gengi liðsins en nú er ekkert annað að gera en að hysja upp um sig buxurnar og reyna að klára síðustu tvo leikina með sæmd,“ segir Guðmundur. Þrátt fyrir að vera kominn á fertugsaldurinn er Guðmundur hvergi banginn: „Þetta snýst ekki um hvað maður er gamall í tölum, ég hef nú sagt það áður að líkami minn virkar eins og á fimmtugum manni, ég er þrí- tugur í árum, en svo hagar mað- ur sér alltaf eins og maður sé fimmtán ára.“ ■ „Við ætlum að vera með mikið fjör niðri í bæ og skemmtilega stemningu,“ segir Kara Arn- grímsdóttir hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Skólinn er orðinn fimmtán ára og í tilefni dagsins verður haldin afmælishátíð í miðbæ Reykjavík- ur í dag. „Okkur langaði til að gera eitt- hvað skemmtilegt í tilefni dagsins, eitthvað sem við gerum ekki á hverjum degi.“ Dagskráin hefst klukkan eitt með uppákomu fyrir utan Bónus í Kjörgarði. Þar verða dansaðir dansar sem hafa verið í tísku á þessu tímabili, dansar eins og Macarena og Tómatsósudansinn. Síðan verður dansað niður Laugaveginn og stoppað klukkan hálftvö fyrir utan Dressmann. Áfram verður svo haldið niður á Lækjartorg klukkan tvö, og loka- dagskráin hefst síðan klukkan 14.45 á Ingólfstorgi. Þar kemur fram hljómsveitin Bardukha ásamt dönsurum í fremstu röð. „Við ætlum að blanda geði við fólk og drífa það með okkur. Það fylgir okkur trúður allan tímann til að halda uppi stemningunni, og allir eru velkomnir að slást í hóp- inn, eða horfa bara á allt eftir því hvað fólk vill.“ Kara segir það vera ótrúlegt að fimmtán ár séu liðin frá því hún og Jón Pétur Úlfljótsson stofnuðu skólann. „Þegar við auglýstum fyrstu innritun skólans sat maður við símann og beið eftir fyrsta símtal- inu, en þau eru orðin mörg síðan.“ Við skólann starfa nú fjórir danskennarar í hlutastarfi auk þeirra Jóns Péturs og Köru, sem kenna í fullu starfi. Nemenda- fjöldinn hefur haldist nokkuð stöðugur allan tímann, en full- orðnir eru þó orðnir stærri hluti nemendahópsins á seinni árum. „Þetta breyttist dálítið eftir að danskennsla varð almenn í grunnskólum. En á móti hefur fjölgað fullorðnu fólki sem kemur til okkar og vill læra að fá sér snúning.“ ■ 22 4. september 2004 LAUGARDAGUR Afmælisbarn dagsins er gamanleikarinn DAMON WAYANS sem er 43 ára í dag. Apache indíáninn Geronimo hafði barist gegn hvíta manninum í tæp þrjátíu ár þegar hann gafst upp ásamt mönnum sínum í Beina- grindargili í Arizona á þessum degi árið 1886. Hann var þekktur meðal Apache-indíána sem Goyalkla, eða „Sá er geispar“. Flestir þeirra sem ekki voru indíánar kölluðu hann hins vegar Geronimo, eins og hann var kallaður af Spánverjum. Þegar hann var ungur maður höfðu mexíkanskir hermenn drepið konu hans og börn í árás á þorpið hans í Chihuahua í Mexíkó. Geronimo gifti sig síðar aftur og eignaðist fleiri börn, en hatur hans á Mexí- könum minnkaði aldrei. Geronimo og 50 aðrir Apache- stríðsmenn héldu sig á svæðinu í kringum Sierra Madre í Mexíkó, í suðurhluta Arizona og í Nýju Mexíkó. Þar tókst þeim að halda hvítum landnemum frá landsvæði sínu í nokkra áratugi. Geronimo lærði aldrei að skjóta af byssu, en menn hans voru vopnaðir bestu rifflum sem hann komst höndum yfir. Hann var mikill herstjórnar- maður, með mikla þekkingu á um- hverfinu og árum saman tókst Geronimo og mönnum hans að sleppa undan hæfustu mönnum Bandaríkjahers sem sérhæfðu sig í að berjast við indíána. Þegar leið á árið 1886 var stríðsmaðurinn orðinn þreyttir á bardaganum. Þegar hann gafst loksins upp var hann síðasti stríðsmaður indíána í Ameríku til að gefast upp formlega. Eftir nokkra ára fangavist fékk hann á ný frelsi og fluttist til Okla- homa þar sem hann snérist til kristni og varð bóndi, auk þess sem hann starfaði óreglulega fyrir bandaríska herinn. Hann lést árið 1909. ■ ÞETTA GERÐIST SÍÐASTI STRÍÐSMAÐUR INDÍÁNA GEFST UPP 4. september 1886 „Í gamla daga var það bara hirðfíflið sem gat talað um kónginn. Hann gat talað um hversu gráðugur kóngurinn var, hversu feitur og ljótur hann var og allir hlógu. Grínistar eru einn af fáum hópum manna sem geta sagt sannleikann.“ Geronimo verður kristinn bóndi Dansa niður Laugaveginn FIMMTÁN ÁRA DANSSKÓLI: AFMÆLISHÁTÍÐ DANSSKÓLA JÓNS PÉTURS OG KÖRU VIKAN SEM VAR: Guðmundur Benediktsson knattspyrnumaður Undibúningur stórafmælis Minningarathöfn um elskulega eiginkonu mína, móður, ömmu og systur okkar, Oddnýju Ester Magnúsdóttur Cerisano Vincent P. Cerisano, Hörður Magnússon, Grétar Jón Magnússon og fjölskyldur. fer fram frá Aðventkirkjunni sunnudaginn 5. september klukkan 13.30. AFMÆLI Hörður Torfason tónlistarmaður er 59 ára. Elín Hirst fréttastjóri Sjónvarpsins er 44 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður er 35 ára. ANDLÁT Hólmfríður Eyjólfsdóttir, Vesturgötu 25, Reykjavík, lést laugardaginn 28. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Karl Valur Karlsson, Vallholti 22, Ólafs- vík, lést miðvikudaginn 1. september. Njáll Guðmundsson, byggingafræðing- ur frá Böðmóðsstöðum, Vesturhúsum 2, Reykjavík, er látinn. Unnur Stefánsdóttir bókbindari, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis í Grjótagötu 4, lést mánudaginn 30. ágúst. JARÐARFARIR 11.00 Sif Magnúsdóttir verður jarð- sungin frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Arnbjörg Kristjánsdóttir frá Holti, verður jarðsungin frá Svalbarðs- kirkju í Þistilfirði. 14.00 Arnheiður Guðfinnsdóttir, ljós- móðir frá Patreksfirði, verður jarð- sungin frá Patreksfjarðarkirkju. 14.00 Helga Hermundardóttir, Eyrar- götu 6, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Sara Símonardóttir, Hvanneyrar- braut 42, Siglufirði, verður jarð- sungin frá Siglufjarðarkirkju. 14.00 Sighvatur Fanndal Torfason kennari, Laugatúni 11, Sauðár- króki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju. GUMMI BEN Knattspyrnumaðurinn góðkunni var valinn í lið 16. umferðar Landsbanka- deildar karla í knattpyrnu af DV í gær og fagnaði þá einnig þrítugsafmæli sínu með veislu í miðbænum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MERKISATBURÐIR 4. september 1530 Ívan hinn hræðilegi Rússakeisari fæðist. 1987 Vestur-þýski flugmaðurinn Mathias Rust er dæmdur af sovéskum dómstól til fjögurra ára vistar í þrælkunarbúðum fyrir að lenda flugvél sinni á Rauða torginu í Moskvu. Honum var sleppt eftir ár. 1995 Fjórða kvennaheimsþingið hefst í Peking. 1995 Bill Clinton biðst opinberlega af- sökunar á sambandi sínu við Monicu Lewinsky í fyrsta sinn. Hann lýsir hegðan sinni sem óverjanlegri. JÓN PÉTUR OG KARA Þau stofnuðu dansskólann sinn fyrir 15 árum. Þess verður minnst í dag með dansveislu í miðbænum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.