Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 36
Þegar skyggja tekur og þaðfer að kólna úti, lífgast sjón-varpsdagskráin við. Þessa dagana eru sjónvarpstöðvarnar að keppast við að kynna gullperl- ur sínar þennan veturinn, bæði fyrir hinn almenna sjónvarpsá- horfenda sem og auglýsendur. Öllum þáttum er lýst sem „bráð- skemmtilegum“ eða „sérstaklega áhugaverðum“ en það verðum við áhorfendur sem munum endan- lega dæma um á hvað verður horft og hvaða sjónvarpsþættir munu slá í gegn í vetur. Auk gamalla og góðra andlita á skjánum, verða nýir dagskrárliðir kynntir. Við munum sjá vinsælan danskan þátt í Sjónvarpinu, ís- lenskan „bachelor“ þátt á Skjá Einum og Reykjavíkurnætur á Stöð 2. Allir þessir þættir eru lík- legir til vinsælda og án efa verður um þá rætt í kaffistofum, frímín- útum og á götum úti í vetur. Þá á líka eftir að ræða um hver verði nýja íslenska Idol-stjarnan og hvort sé nú skemmtilegra að fylgjast með Silfri Egils á Stöð 2, Brennidepli í Sjónvarpinu eða nýja umræðuþættinum með Katrínu Jakobs og Illuga Gunn- arssyni á SkjáEinum. Auk þessara dagskrárliða sem tíundaðir eru hér á síðunni mun- um við komast að því í næstu viku hvaða íslensku þættir verða í boði hjá Sjónvarpinu en dagskrárstjóri innlends efnis hefur enn ekki kynnt vetrardagskrána. SKJÁREINN Sjónvarpsstöðin SkjárEinn mun gera nokkrar breytingar á dag- skrá sinni í vetur frá því í fyrra. Nýjungagjörn innlend dagskrár- gerð mun vera áberandi auk ýmissa erlendra þátta, bæði nýrra og gamalla, en stöðin hefur lengi sýnt mikið af slíku erlendu skemmtiefni. Helgi Hermannsson dagskrárstjóri segir að með því að hafa tryggt sér sýningarréttinn á enska boltanum muni markhópur SkjásEins breytast til muna, áður hafi meginmarkhópur stöðvarinn- ar verið konur undir fimmtugu en með enska boltanum munu karl- menn í auknum mæli fara að horfa á stöðina. Íslenskt efni Af innlendu efni má nefna Skjás- bingóið sem dagskrárstjóri stöðv- arinnar segist vona að muni koma út eins og Bingó með blöndu af 70 mínútum og Jackass. Stjórnandi Bingósins verður Vilhelm Anton Jónsson, eða Villi Naglbítur eins og hann er betur þekktur. Bingóið mun verða á dagskrá á sunnu- dögum og geta áhorfendur prent- að út bingóspjöld á netinu og tekið þátt í gamninu. Bingó þykir örugglega ekki með skemmtilegri afþreyingarleikjum en á skjánum mun leikurinn verða poppaður upp svo um munar og slegið á létta strengi. Annað innlent efni verður um- ræðuþátturinn Sunnudagsþáttur- inn sem hefst í október. Þátturinn verður á sunnudögum í stjórn Katrínar Jakobsdótur og Illuga Gunnarssonar auk tveggja blaða- manna en enn er ekki komið á hreint hverjir það verða. Sá þátt- ur verður með óhefðbundnu sniði því eins og flestir vita þá eru hvorki Katrín né Illugi hlutlaus í pólitík og ætti þátturinn því að geta haft nokkuð skemmtanagildi fyrir áhorfandann. Íslensk útgáfa sjónvarpþáttar- ins Bachelor verður einnig tekin til sýninga og ber heitið Á biðils buxum. Þátturinn verður veiga- mesti innlendi dagskrárliður SkjásEins í vetur þar sem fólk í makaleit leitast við að finna sér maka fyrir framan alþjóð. Spenn- andi verður að fylgjast með hvernig slíkur þáttur mun ganga hér á landi og hvort margir munu rugla saman reitum sínum og verða með því fyrstu sjónvarps- hjón landsins og því kannski óhjá- kvæmilega eign almennings sem horfði á hjónabandið verða til í beinni á skjánum. Popppunktur verður á dagskránni en með nokk- uð breyttu sniði því þær hljóm- sveitir sem lent hafa í efstu sæt- unum hin síðustu ár munu etja þar kappi í sannkallaðri meistara- keppni. Djúpa laugin verður að sjálfsögðu einnig á sínum stað. Erlent efni SkjárEinn hefur í gegnum tíðina sýnt mikið magn erlendra spennu- og skemmtiþátta, á því verður engin breyting í vetur. Þátturinn The L-Word, eða Orð sem byrjar á L, hefur göngu sína en um er að ræða þáttaröð um hóp samkyn- hneigðra vinkvenna í LA sem er eins konar lesbísk útgáfa af Sex And the City. Frá framleiðendum O.C. kem- ur dramatísk þáttaröð um lífið í háskólabænum Aþenu. Annar nýr þáttur er The Mountain sem mun vera sam- bland af O.C. og Dynasty. Þáttur- inn fjallar um það reiðarslag sem ættingjar Davids Carver, sem byggði upp mikla skíðaparadís, verða fyrir þegar hann deyr og þeir komast að því að hann hefur ánafnað veldi sínu syninum David sem snéri ungur að árum bakinu við fjölskyldunni. Af öðru efni má nefna O.C. sem notið hefur gríðarlegra vinsælda hjá ungu fólki hér á landi. Af erlendum veruleikasjón- varpsþáttum má nefna America’s Next Top Model 2, The Simple Life þar sem fylgst er með dekur- dúkkunum Paris Hilton og Nicole Richie í lífsins ólgusjó og fimmtu syrpunni af The Bachelor. SJÓNVARPIÐ Margir af helstu góðkunningjum áhorfenda Ríkissjónvarpsins snúa aftur á skjáinn í september. Ber þar hvað helst að nefna þættina um Sopranofjölskylduna sem hefjast 20. september með James Gandolfini í aðalhlutverki. Af öðru efni má hvað helst nefna Frasier, Bráðavaktina, Alias, Gilmore Girls, Scrubs auk seinni syrpu bresku dramaþáttanna um Forsythe-ættina. Lokaþættir The Office verða einnig á dagskrá sem kitla munu hláturtaugar lands- manna sem aldrei fyrr. Nýtt af nálinni Af nýju erlendu efni á RÚV ber hvað hæst dönsku þættina Kroni- ken sem verða á dagskrá á sunnu- dögum. Þátturinn hlaut allt að 80% áhorf í Danmörku sem telst ein- stakt, ekki einu sinni Á tali hjá Hemma Gunn hlaut þvílíkt áhorf þegar sá þáttur var og hét. Gaman verður að fylgjast með hvað lokk- aði Dani svona að skjánum þegar þátturinn var sýndur. Kroniken hefst sunnudaginn 3. október. Af öðru erlendu ber að nefna Fortysomething með breska grín- leikaranum Hugh Laurie í aðal- hlutverki sem miðaldra fjöl- skylduföður í tilvistarkreppu. Einnig verða sýndir breskir verð- launaþættir þar sem sögur Geoffreys Chaucer úr Kantara- borg eru settar fram í nútímaleg- um búningi. Af öðru efni má minn- ast á Line of Fire sem er banda- rískur spennuþáttur um sérsveit innan FBI og The Worst Week of My Life sem er breskur þáttur og fjallar um ýmsar hremmingar sem tilvonandi brúðhjón lenda í á leið sinni upp að altarinu. Heimildaefni Mikið verður um heimildaefni eins og alltaf hjá RÚV. Breskir þættir í fjórum hlutum, Human Instinct, sem fjalla um eðli mannsins verða sýndir auk þriggja þátta um stór- fljótið Níl sem og heimildarmynd um síðustu daga Pompeiborgar áður en hún grófst undir ösku í eldgosi. Sýnd verður Óskarsverð- launamynd Michaels Moore, Bowl- ing for Columbine sem og heimild- armyndir um lífshlaup merkra listamanna eins og Picasso, Matisse og Michelangelo. Nánari upplýsingar um inn- lenda dagskrá RÚV verða gefnar upp síðar þar sem Rúnari Gunnars- syni dagskrárstjóra innlends efnis þótti ekki við hæfi að greina frá því að svo stöddu en hann mun líklega gera það í næstu viku. 24 4. september 2004 LAUGARDAGUR KRONIKEN Þessir dönsku þættir sem hafa hlotið fádæma áhorf í Danmörku verða á dagskrá Sjónvarpsins í vetur. Sjónvarpsstöðvar landsins skipta nú út sumardagskránni og setja í loftið nýja dagskrá fyrir veturinn. Mikið er þar um nýtt efni sem ekki er vanþörf á að kynna fyrir landsmönnum auk eldra efnis sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu: Setið við sjónvarpið í vetur ENSKI BOLTINN SkjárEinn sýnir enska boltann í vetur eins og flestum ætti að vera kunnugt. Vonandi verður Eiður okkar á skotskónum eins og svo oft áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.